Helsingi - 01.06.1945, Side 4

Helsingi - 01.06.1945, Side 4
4 / TTELSINGI verður nú og framvegis seldur sama verði til áskrifenda og í lausasölu, og tveggja krónu verðinu haldið óbreyttu, hver sem síðufjöldi einstakra tbl. verður, og gildir þá vit- anlega sama hvort um hækkun væri að ræða ða lækkun — hvort svo vel tækist að unnt væri að hækka síðutalið upp í 16 síður eða knýjandi nauðsyn gerði óviðráðanlegt að koma út meiru en fjórurn siðum. En ætlunin er að Helsingi verði sem oftast 8 síður og markmiðið stækkun eftir því sem fer um viðtökur og vin- sældir og aðrar aðstæður leyfðu. Annars má búast við að einhverjum þyki þetta tveggja krónu verð fyrir einar litlar 8 bls. ærið hátt, jafnvel á núverandi bóka- og blaðamarkaðstím- um, þar sem menn eru þó orðnir svona sitt af hverju vanir. Hitt veit ég, að þeir kaupendur hafa ekk ert með,Helsingja‘að gera né liann með þá, sem gera sér ekki Ijóst við nánari athugun, að blaðsíðutala og fyrirferð, er raunverulega alrangur og blátt á- fram ósvífinn mælikvarði um verðlag á bókum og blöðum. í raun og veru er það hnefahögg manns sjálfs í garð sinnar eigin heilbrigðu skynsemi, þeg- ar maður er að meta réltmæti verðlags á einhverri bók eða blaði með því, að athuga blaðsíðufjölda, stærð brotsins og hversu síðurnar eru þétt prentaðar eða gisnar, — og áður en maður er búinn að lesa nokkra línu að titlinum undanskildum. Og það hvorki afsannar þetta né bætir úr skák, að allur bóka- markaður heimsins er byggður og rek- inn á þessum matsgrundvelli um gildi og verðmæti hins prentaða orðs. Það sannar bara svo átakanlega augljóst hvernig ýmsir meginþættir allrar skipulagningar og skilgreiningar okkar mannanna, á þekkjanlegum verð- mætum lífsins, eru hrópandi mótsagna- kenndir og öfugstreymandi svo að full- komið öngþveiti er. En bjinduð lögmál og stöðnuð stjórnkerfi, erfðir frá frum- stigi mannlegs samfélagsþroska, orsaki oftast nær hjá okkur þann hugtakarugl- ing og þá skynjanablindu að við sjá- andi sjáum ekki og heyrandi heyrum ekki. Við vitum, hver hinn raunverulegu verðmæti eru á bókamarkaðinum, og mörgum öðrum sviðum og getum meira og minna skilgreint þau í öllum aðaldráttum. En þegar til markaðs kemur gefum við fjand- ánum alla slíka vitneskju og þekkingu, eða að minnsta kosti hringsnúast þar öll hugtök, og allur skilningur í þessu sam- DÝRT ER DROTTINS ORÐIÐ er ákaflega táknrœnt orðtak, fyrir hugs- unarhátt alls þorra almennings í sam- bandi við verðlag bóka og blaða, — mat hans á gildi og verðmcetum orða og hugsana eftir gjaldeyrismœlikvarða — krónu og aura-tali. En ef þetta blað er ekki TVEGGJA KRÓNU VIRÐI, þá er það ekki heldur EINS EYRIS VIRÐI bandi stingur sér kollskít. Ef þar væri t. d. 16 síðu pési með fjallræðunni, eða nokkrum ódauðlegustu spekimál- um norrænna bókmennta, — jæja, eða ef við værum kommúnistar, — 16 síð- ur er innihéldu kjarnann úr kenn- ingum Marx og Lenins — eða segjum að þessi 16 síðu látlausi pési hefði inni að halda bara 2—3 fegurstu og vin- sælustu snilldarljóð Jónasar Hallgríms- sonar, Matth., Einars Ben. eða annara. Allt verðmæti, sem við fullyrðum að bókstaflega hafi ýmist umskapað heil- ar þjóðir, — fært miljónum fullkomn- ara líf eða stighækkað allan þroska mannkynsins og væri að gera það á degi hverjum og héldi áfram að gera það, og í stærri og stærri stíl. En þegar við heyrum að þetta kostar meira en eina krónu þá förum við kanske ofur- lítið hjá okkur og hugsum að best sé bíða með kaupin, kannske maður geti fengið þetta hjá fornbóksala fyrir 50 aura seinna. En svo er þarna gríðar- mikil og falleg bók, — og góð bók, vél skrifuð og fræðandi. Það er t. d. „Alþingishátíðin“, hún kostar 80—90 kr. eða viðurkennd listræn verk eins og t. d. íslandsklukka Kiljans og „Hið Ijósa man“, svo ekki sé valið af verri endanum, —«og báðar þær bækur kosta eitthvað svipað og hið fróðlega merkis- rit prófessors Magnúsar. Þetta eru hreint ekki dýrar bækur finnst okkur, — og þær eru það heldur ekki, bara svona eins og gengur og gerist. En getið þið hugsað ykkur undrunar- svipinn, sem kæmi á andlit biskupsins eða æðsta foringja Iljálþræðishersins, ef þeim yrði tilkynt að þessi óverulegi 16 bls. pési með fjallræðunni og kanski nokkrum dæmisögum Krists, hann kost- aði 88 krónur, — gjörið svo vel 88 ------------------H E L S I N G I krónur. Ég eftirlæt hinum virðulegu kennimönnum sjálfum að segja til um það, hvort þeim fyndist „Fjallræðan“ 88 krónu virði, eða hvort þeim fynd- ist verðmæti hennar rýrara eftir því sem eintakafjöldi hennar yrði meiri, — í umferð meðal heimsins barna, og fleiri fengju þess kost að eignast hana. En sé svo, er ekki undarlegt þó verð- mæti hennar fyrir manninn væri ekki orðið mikið nú til dags.' En svo kostaði aftur á móti „Alþing- ishátíðin“. Þessi þykka stóra ágætisbók 1,25 segi ég og skrifa eina krónu og tuttugu og fimm aura. Og bæði rit- verkin gefin út á sama tíma við sömu skilyrði. Ef annað verðlag bóksalans væri í sama stíl. — Ef t. d. núverandi mennta- málaráðherra ætti að greiða 160 kall eða svo fyrir kjarnann úr kenningum Marx og Lenins, — 16 síðu pésa, en ný útgáfa af „Rauðum pennum“ með 30—40 bls. formála eftir Kristinn Andrésson, stæði honum til boða á 35 aura, — já — þá býst ég við, að þjóð- félagið teldi sig til neytt að taka fyrirbrigðið til meðferðar í skipulagn- ingarvél sinni til rannsóknar með til- heyrandi áhöldum, „rökréttri hugsun“ og „heilbrigði dómgreind“ — og hvað þau nú heita öll þessi „nýju föt keisar- ans“, sem skipulagningabáknin spóka sig í. Og bóksalinn yrði varla lengi bók- sali úr því. Ég óttast að mat hans á andlegum verðmætum, sem því, að Fjallræðan væri um það bil sjötíu og sjö sinnum meira virði en Alþingis- hátíðin, mundi útvega honum tryggan samastað ó Kleppi meðan það ekki breyttist í höfði hans. En svo er það kannske nokkur bót í máli á þessum vettvangi mannlegrar skipulagningar að gjaldið sem við greiðum fyrir hin staðlausu eða ímynd- uðu verðmæti sem og þau raunveru- legu, það greiðum við með allskonar málmplötum og bréfmiðum, sem aðeins hafa gildi sem ávísanir á örfáa tölustafi og á óendanlegan fjölda af núllum, sem einhverjir menn sitja við daginn út og daginn inn að skrifa inn í bækur. Og sé komið þangað með málmplötuna eða bréflappánn og heimtuð núllin, — þá taka þeir bara aðra bók og fara að hamast við að skrifa þín núll þar. Og riúllaeigandinn gengur hnakkakertur, sæll og ánægður út aftur og getur orðið mikill maður í þjóðfélaginu og skipu- lagningunni ef hann eignast bara nógu mörg núll í bókunum, og hefur alltaf vasana fulla af máhnplötum og skítug- Z'

x

Helsingi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingi
https://timarit.is/publication/949

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.