Helsingi - 01.06.1945, Side 6
6
-H E L S I N G I
övd sending
til væntanlegra kaupenda blaðsins.
Þeir, sem vilja geta gerst áskrifendur
að Helsingja og verður það þakksam-
lega þegið, en nokkuð verður það að
vera með öðrum hætti en venjulegast er
sökum þess óráðna um framtíðarmögu-
leika þess um stærð og tölublaðafjölda.
Verða áskriftargjöld því ekki miðuð
við ársfjórðunga — eða árgjöld, held-
ur við eintaksverð, sem verður hið
sama til áskrifenda og í lausasölu, eða
2 krónur hvert tölublað hvort sem um
12 eða 4 síður er að ræða. Er nánara
gerð grein fyrir verði blaðsins hér á
öðrum stað. En ávinningur áskrifenda
liggur vilanlega í því að þeir fá blaðið
sent þpim til sín í pósti, eða borið út
af útsölumönnum. Víða er það og að
ekki verður unnt að koma lausasölu við,
og verður þá áskrift eina leiðin til að
eignast blaðið fyrir þá sem vilja
styrkja viðleitni mína. — Ekki er hægt
að gerast áskrifandi að minna en fimm
tölublöðum — en svo er hverjum í
sjálfsvald sett hve margra tölublaða á-
skrift hann sendir, fram í tímann, ef
ekki fylgir fyrirframgreiðsla. En þeir
er það vilja og góðfúslega greiða fyrir-
fram eru heðnir að taka það til greina,
að ekki verður veitt móttaka slíkum
fyrirf ramgreiddum áskriftargj öldum
fyrir meira en 5 blöð eða áætlaðan
lágmarks tölublaðafjölda til áramóta.
Annars er lil þess ætlast að áskriftar-
gjöld verði greidd til útsölumanna, eða
sent beint til mín fyrir hver 5 blöð í
senn við móttöku sjötta tölublaðsins
o. s. frv.
Verða svo ekki teknar frekari ákvarð-
anir um áskriftir að sinni. En þeim,
sem fyrstir senda mér áskriftir sínar
kem ég til að skulda meira þakklæti
en orð mín hér gætu túlkað.
HELSINGI
Ritstj. og útgef.
STEINDÓR SIGURÐSSON
Heimilisfang blaðsins:
Kristneshœli.
Verð kr. 2.
ÚR MYRKRI HINNA LÖNGU
NÓTTTA. (Framh. af 1. síðu).
„Orðsendingu“ í 1—200 eintökum.
Þar reyndi ég nokkuð að gera skilj-
anlega grein fyrir því, að itréf mitt
hefði þá þegar náð fyllilega tilgangi
sínum, hvað mig snerti persónulega.
Þar reyndi ég einnig að færa fáein
en augljós rök fyrir því að ákall
mitt var knúið fram úr öðrum og
ægilegri djúpum hugsana og til-
finninga, heldur en einstaklings-
sársauki, algerlega bundinn stundar-
skynjunum, hefði getað skapað,
vegna öfugstreymis líðandi stunda
gegn persónulegum tilfinningum og
geðbrigðum; — knúið fram af ólíkt
máttugri vitundaröflum, en risið
gátu upp við sársauka frá spjóts-
stungum stundrænna atvika daglegs
lífs í opna kviku hugsanalífsins, —
þessara tímabundnu atriða, sem til
samans voru svo eðlileg og táknræn
smámynd alls hins samfélagslega
lífs okkar mannanna — og enda að-
eins óhjákvæmileg afleiðing þess.
í orðsendingu þessari reyndi ég
að gera ljóst, bæði þetta og margt
annað í Opnu bréfi, sem valdið
hafði misskilningi, eða gat komið
til að gera það. En þvi miður sá ég
ekki fj árhagslega möguleika fyrir
mig til að hafa upplag Orðsending-
arinnar, — stæfra en 1—200 eintök.
Ég geri líka ráð fyrir þó upplagið
væri lítið, að þá hafi Orðsendingin
komist nokkuð víða því eintökunum
dreifði ég um landið eftir föngum
í þeirri von að einhver eintök henn-
ar að minnsta kosti, héldu svo á-
fram milli manna.
Einstakar ábendingar úr orðsend-
ingunni eru þó birtar hér á víð og
dreif í blaðinu eftir því sem rúm
leyfði og sumt af efni þess segir
nokkuð hið sama og þar var sagt.
Áskriftarlistar fylgdu mörgum
orðsendingunum, og vil ég hér vin-
samlegást mælast til þess að þeir,
sem ekki hafa endursent mér þá,
en hafa þó í hyggju að gera það,
að þeir láti það ekki dragast í höml-
ur hér eftir, hvort sem nöfnin eru
mörg eða fá.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR
A K U R E Y R I
Stofnsett 1901
I
Símar 45 og 370
Pósthólf 45
Einhver fullnkomnasta bókaprent-
i smiðja landsins.