Helsingi - 01.06.1945, Side 8

Helsingi - 01.06.1945, Side 8
8 -H E LS i N G I AF HUG- LEIÐUM GETUR okkur lengur dulist það, að öll trúarbrögð, er við menn- irnir, þolum, þurjum og getum meðtekið, í fullum skilningi á þessu þroskastigi eðlis og skynjanavit- uridar, er fólgin í einni kennisetningu þess persónuleika, sem hæðst hefur náð á leið til fullkomnunar, — svo langt sem vér skynjum fram á leið, — þ/ss persónuleika, er þar gnæfir svo hátt að hinir ýtrustu möguleikar eðlis og allrar getu mannsins, fá ekki náð neinu skynj- andi sambandi við margt af kenningum hans, og hrapa því út af sinni braut, til eðlilegrar þróunar í sömu átt, hrapa niður í reginmyrkur lokaðrar dóm- greindar og hugsanastöðvunar og spinna þar utan um sig úr yfirskilvifleg- um ímyndunum,— hinn deyjandi köng- urlóarvef andvana skoðanakerfa. En þessi eina kennisetning þessarar mann- legu yfirfullkomnunar í liugsun, er okkur líka yfirnægileg sem trúarbrögð og þau einu, sem ekki geta skapað öfug- þróun við tilgang sinn: „Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra“. — Og öll sú siðfræði og allt það siðalögmál, sem við ennþá getum og megum byggja á þjóðfélagslegt rétllæti, og hina ytri skipulagningu mannlegs samlífs, rúmast i hinni fornu grísku hugsun í latneska spakmælinu: „Nil humanum a me aljenum puto“, (ég er maður og því er mér ekkert mannlegt óviðlcomandi), eða nánar skýrt: í öllu sem maðurinn gerir er ég óhjákvæmilega þátttakandi í, að mínum hluta af því ég er maður. Allt sem lengra gengur á þessu byrj- unarstigi mannlegrar þroskaleitar, — öll stærri stökk út í undirstöðulausa óvissuna, meðan við höfum ekki ennþá_ komist út úr forgarði dýraríkisins, eru af hinu vonda fyrir heildina, hversu bjart, sem það sýnist — hversu fagurt sem það hljómar. //. Það er eitthvað svo óhugnanlegt við það, ef vestræn list ætlar að þróast í sömu átt og öll önnur vestræn menning, — efniábundin samanþjöppuð kerfi, — líflausa ferhyrninga og þríhyrninga — form, form, — dautt form, — tækni, sem einungis stefnir að yfirhorðsfágun, án hokkurs tillits til þess hvort kjarni viðfangsefnisins er nokkurs virði. — Og svo einu tilraunirnar til að brjóta þessar takmörkuðu línur eru emjandi disharmoniskur jass í öllum listgrein- um. — Herra minn trúr! T> E G A R hinum föstu dálkum blaðsins sleppir, og sem gert er ráð fyrir að fylli sem næst hálfa aðra síðu hvers blaðs, — þá liggja nú fyrir full- búnir eða í uppkostum og brotum, nokkrir greinarflokkar, sem mundu einir saman fylla mörg tölublöð. Svo og ýmsar smærri greinar, kaflar og drög úr öðrum, auk stuttra ævintýra, smásagna og rissmynda. Svo rnikið er fyrirhgg'andi af Eu olaðið að nœgja mundi í noklcra árganga á- samt því ejni sem óhjákvœmilega hlýt- ur að skapast jafn harðan. —v— Auk smágreinabálksins „Dreifar og dægurskraf“ munu verða tveir smá- letursdálkar, sem reynt verður að láta byrja'í næstu tbl., annan eða báða. 1. LJÓÐBROT CG LAUSAVÍSUR. — og flytur auk þess sem nafnið her með sér ýmiskonar smærri athug- anir og frásagnir á víð og dreif í því sambandi. 2. SMÁSJÁIN. — Smápóstar með kýmlegum athugunum um ýmis fyrirbæri úr daglega lífinu manna á meðal. Mætti því segia, að erfiðasta verkið við útgáfu blaðsins fyrst um sinn, verði að velja úr efninu, stytta það og saman- þjappa á hinar fáu og litlu síður hvers töluhlaðs. Efni þetta ltefur nú verið að safna saman um alllangt skeið í hillum og skúíf i n sískrifandi manns, með það fyri1 atigum, sem nú er hafið: útgáfa þessa blaðs. Fer hér á eflir upptalning nokkurs af því 'lsia, sem reynt verður eftir föng- um tð lála koma eða hyrja að koma í fyrt ! íhL, — svo mikið sem frekast vei ir n : I. Annáll éinnar mannsævi ■ itdaröð nokkurra aíh ' g he 'nilegra staðreynda ú L t'.ipað niður nýlega úr e!í< • r — meðfram vegna ti ' ft helstu æviatriða m ; prófess >r Stefáni Einarssyni Bni'.. — og mcðfram til styrktar o -i.r- við samningu bókar þeirr ar ' - hefi nú í smíðum og því gerð svo ýtarleg og smáatriði fléttuð inn í til að skapa lífrænni tengsli helstu atburða. En bók sú, er ég vinn nú að eru endurminnipgar og athuganir frá síðasta aldarfjórðungi og er það fyrra eða fyrsta bindi sem nú er langt á veg komið, og mun ritverk þetta bera nafn- ið „Menn og kynni“ og þetta fyrsta bindi nefnast: Frá heimsstyrjöld um ejtirstríðsár til alþjóðakreppu. En ritsmíð þessi er birtast mun hér í blaðinu mun verða væntanlegum lesendum bókar minnar einskonar heim- ildarrit eða registur til samanburðar, ef þeir hefðu gaman að einhverjum athug- unum í því samhandi. Og sem yfirlit minnar eigin ævi er það mikið fyllra að staðreyndum, því í hókinni er fyrst og fremst fjallað um það sem séð var og heyrt á leiðinni. Annállinn hefst í næsta tölublaði. II. Skáldatal íslendinga Upptalning helstu skáldmenna þjóð- arinnar allt frá landnámstíð með ör- stuttum skýringum um ævi og verk, og vísur, ljóðbrot og einstakar setningar á víð og dreif. Verður þó aðeins stiklað á stærstu steinum fyrstu aldirnar og raunar allt fram til 1874, en úr því verða engir feldir niður með vilja, þeirra sem eitthvert skáldrit liggur eftir í bókaformi. — Hefst í næsta blaði. III. Og sólin rennur til viðar yfir dagsláttu drottins. Fáeinar samtíma athuganir um er- lendar bókmentir og stefnur og strauma í heimsbókmentum síðasta aldarfjórð- ungs. Skiftist í 3—4 kafla nokkuð sjálfstæða. IV. Bókmenntir og dægurmál All-langur greinarflokkur að mestu í drögum og brotum ennþá og verður annað tveggja einskonar hliðstæða við hinn fyrrnefnda greinarflokk, eða fram- hald hans kannske frekar. En þessi flokkur fjallar eingöngu um íslenskar hókmentir heima og erlendis þennan sama aldarfjórðung, — millistríða tíma- bilið. — Einstakar sjálfstæðar greinar úr þessurn síðari flokk eru þó fullbún- ar og birtast ef til vill í blaðinu ein og ein ef rúm leyfir fyrr 'en greinarflokk- arnir sjálfir geta byrjað, sem tæplega verður fyrr en fram á haustið kemur. Þar á meðal eru fjórar eftrtaldar:

x

Helsingi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingi
https://timarit.is/publication/949

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.