Helsingi - 01.06.1945, Síða 10

Helsingi - 01.06.1945, Síða 10
10 H E L S I N G I Þessum bálk blaðsins er œtl- að í framtíðinni að flytja ým- islcgt samþjappað lestrarefni og léttara hjal, hvaðanœva af vettvöngum dœgurmála og dagsviðburða, ftó að þessu sinni verði að mestu leiti bundinn málum Eins hels- ingja eins og allt annað efni þessa tölublaðs. Dreifar- og dægurskraf. IÞetta fyrsta tölublað mun koma fyrir augu allra eða flestra áskrif- enda Eins helsingja, því svo var ákveð- ið að þeim verður öllum sent það ó- keypis og sér að kostnaðarlausu. Og er með því ætlast til að þeir geti fylgst með því sem gerist í þeim mál- um, sem varða stofnun Helsingjasjóðs og haft betra tækifæri til að leggja þeim lið, ef hugur þeirra er samur og áður. PP 2Meðal þessa fólks — áskrifend- anna — vænti ég mér líka mestr- ar fyrirgreiðslu og trausts hvað varðar framtíðarmöguleika þessa litla blaðs. Frá því vænti ég fastlega að fá að finna hið sama drenglundaða, skilnings fúsa hugarfar gagnvart einstaklinguin samfélagsins, og það þegar hefur sýnt mér. Og að þeir vilji leggja sína liðveislu lítilli tilraun, um óháð málgagn undir merkjum fordómaleysis og leitandi skilningsvilja, það tel ég mig eigi þurfa að efa. Og ég geri mér jafnvel vonir um, og það ekki að ástæðulausu, að þeir verði margir meðal þeirra, sem ekki láta sér nægja að gerast sjálfir áskrifendur, heldur útvegi og sendi mér áskriftir nokkurra fleiri úr sínum heimahögum eða nágrenni. Sendi ég svo öllum áskrifendum Eins helsingja alúðarkveðjur og þökk fyrir þeirra hlýju handtök í haustmyrkrinu og það svipheiði mannlegs eðlis, er þar brá birfu yfir veg einföruls ferðamanns Og ekki síst bfera þessi orð lilýj u hug- ans til þeirra mörgu meðsjúklinga minna hér á Kristneshæli, sem þegar gerðust áskrifendur í haust þegar listi lil áskrifta var lagður fram innan þess- ara veggja. Og þeim er þar brutu ísinn vildi ég mega segja aðykkurflyturEinn helsingi best sjálfur þakkir sínar. Og verði svo að einhverjum finnist drætt- irnir í svip hans, meira mildaðir, en líkur virðast standa til, þá er það ekki hvað síst þessvegna að mynd hans ber blæ af ykkar hugarfari. Og kannske er það mesta þakklætið og það sem er nokkurs virði. Hi1 3Þetta 1. tölublað Helsingja kemur út á einhverjum þýðingarmestu augnablikum mannkynssögunnar. —. Styrjöldinni í Evrópu er lokið og hall- ar undan fæti óðfluga hjá Japönum, hvarvetna í Asíu. Og frá San Franc- isko-ráðstefnunni, þar sem búast má við að ráðin verði örlög friðarins ný- fengna, — þaðan berst nú minni ófrið- argnýr, en mörgum mun hafa þótt efni standa til, eftir áður þekktum viðhorf- um víðsvegar um heiminn, og ekki sízt innan herteknu landanna að frelsi fengnu. Með hliðsjón af nokkru yfirliti og innsýn á þróunarsögu stjórnmála og stjórnarfars í heiminum s. 1. 25—30 ár, getur tæplega hjá því farið að menn hafi séð, að til þessa hef- ur daglega komið nýtt og nýtt í ljós, sem nægði til þess að nokkur uggur slæddist fyrir brjóst manna mitt í frið- arfagnaðinum, — svo glögglega blasir það líka við, hvernig allt í heiminum virðist nú renna stöðugt þéttar og hrað- ar á tvo meginstrauma um lífsskoðan- ir og skipulagningu þjóðanna og mann- legs samfélags; — tvö andstreymandi fljót sem aldrei virðast muni geta runn- ið saman í eitt, heldur streyma i þver- ORÐ Gangir þú á fund kvenna þá gleymdu ekki svipunni heima. Fr. Nietzsche. Konan skilur betur barnið en maðurinn af því maðurinn er meira barn en kpnan. Fr. Nietzsche. öfugar áttir hvert við annað og stefna sitt í hvert hafið. Viðhorfin í Póllandi, Grikklandi,. Frakklandi, Belgíu, Italíu o. s. frv. tala ægilega skýrt sínu máli. Og þá ekki síst það sem mest var áberandi síðustu vik- ur. í fyrsla lagi: hinar ýmsu dularfullu fregnir, sem bárust síðustu dagana fyr- ir stríðslokin frá hinni eldspúandi als- herjar vopnaverksmiðju og hernaðar- byrgðabúri' — Tékkóslóvakíu, — vítis- vélinni í hjarta Evrópu. Og svo í öðru lagi, það sem nú hefur verið að gerast síðustu dagana um- hverfis lykilinn að Adríuhafi, — Tríeste, — og jafnframt einn af þýð- ingarmestu útvörðum breskra heims- veldishagsmuna á meginlandi Evrópu. Og svo síðast en ekki síst Sýrlandsmál- in og öll hin sí-ógnandi arabiska Jehad- hrópandi hætta að baki þeirra. Nei, því verður ekki varist, þrátt fyrir fögur fréttaorð og friðsamlegt bjal á opinberum ráðstefnum, að geig- vænlega niðar nú í djúpunum í Mann- heiminum. En hvað framtíð næstu mánaða ber í skauti sínu er víst öllum ofviða að geta um, þó víðara hefðu vængfangið Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jén; onar RáShússtorgi I - Sími 100 Akureyri

x

Helsingi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helsingi
https://timarit.is/publication/949

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.