Helsingi - 01.06.1945, Side 12
12
H E L S I N G I
Qvdsending
til áskrifenda að fyrirhuguðu
Ijóðaúryali mínu sl. ár.
Ákvörðun öll gagnvart þeirri 100 ein
taka útgáfu breyttist skyndilega síðari
hluta vetrar í fyrra eða um það bil, er
úrvalið var a'ð mestu fullbúið til prent-
unar. Mér barst þá óvœnt sérstaklega
gott tilboð frá ísafoldarprentsmiðju
!>m útgáfu á heildarsafni af ljóðum
mínum. A/ endanlegum samningum
varð þó ekki í það sinn og liggja þar
ýmsar orsakir að. En eins og öllum
hlýtur að vera ljóst, hefði það verið ó-
verjandi framkoma af minni hálfu
gagnvart áskrifendum mínum, hefði ég
haldið áfram hinni dýru 100 eintaka
útgáfu á úrvali Ijóðanna, en svo hefði
komið út á svipuðum tíma, eða nokkr-
um mánuðum síðar heildarútgáfa allra
ljóðanna, 4—5 sinnum stærri bók en
langtum ódýrari og þó hin vandaðasta
að frágangi. En sérstaka tölusetta út-
gáfu af heildarsafninu hafði ég aftur á
móti í huga, í stað úrvalsins. En svo
fór sem fyr er sagt, að ekkert gat orð-
ið úr þessari útgáfu á sl. ári og enn ó-
ráðið hvort til þeirrar útgáfu kemur
eða ekki.
En af hinni nýju ljóðabók minni sem
nú er í prentun hjá forlagi Pálma H.
Jónssonar — og hér auglýst á öðrum
stað í blaðinu, — mimu áskrifendur
mínir að úrvalinu fá send eintök í al-
veg sérstæðum búningi og þannig úr
garði gert, að ég vænti þess fastlega að
allir hlutaðeigendur geti orðið ánægð-
ir. Engir þurfa þó að álíta' áskrift sína
að úrvalinu bindandi fyrir sig til að
taka á móti hinni nýju ljóðabók minni,
í þess stað.
Svo biðst ég velvirðingar á því
hversu hefur dregist að senda þeim til-
kynningu þessa.
Kristnjshæli, 14. maí 1945
Steindór Sigurðsson.
EFNI í BLAÐIÐ — Framh. af 9. síðu.
verkefni það, sem honum er fyrirætl-
að eingöngu að reyna að taka
nokkra steina úr ruðningi nýrrar
götu, í áttina til þess sem verða
mætti til að draga úr því óbætanlega
tjóni, sem samfélagið vinnur óafvit-
andi sjálfu sér og sem þjóðin missir í
þeim mönnum og möguleikum þeirra.
En úr þessu greinasafni munu birtast
hér í blaðinu smápóstar öðru hvoru. Og
skal svo þessari upptalningu lokið, enda
sýnir framtíðin best sjálf, hvað kemst
að og hvað ekki.
Suður um liöf
Eftir Sigurgeir Einarsson.
Saga rannsóknarferða til suðurskauts Jarðar, stórfróðleg bók
og skemmtileg. Margir kaflar þessarar bókar eru heillandi og
ógleymanlegur lestur. Karlmennska og óbilandi þrautseigja
heimskautsfaranna ímm fámn úr minni líða.
Ungum mönnum er holt að lesa þessa bók. Hún stælir til dáða
og gefur góð fordœmi.
Sorrell og sonur
Hin óvenju hugþekka og fagra skáldsaga Warwick Deeping, sem
átt hefur mjög góðum vinsældum að fagna hjá íslenskum les-
endum.
Við, sem vinnum eldliússtörfin
Víðkunn og afburða vinsæl skemmtisaga eftir Sigrid Boo. Þessi
bók hefur verið kölluð „óskabók ungra stúlkna“, og mun það
vera réttnefni.
Ólafur Liljurós
Skrautútgáfa á þessu undurfagra og vinsæla þjóðkvæði með
fallegum heilsíðumyndum eftir Fanneyju Jónsdóttur.
Hans Karlsson
Ævintýri úr þjóðsögum Jóns Árnasonar með myndum eftir
Jóhann Briem listmálara. — Munið að íslenskar bœkur henta
íslenskum mönnum best.
Bókaútg. Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
REYKJAVÍK
Heildver zlun
JÓNS HEIÐBERG
Laufásveg 2A — Reykjavík
Símnefni: Heiðberg — Sími 3585.
Borðbúnaður
Búsáhöld
Leir og glervörur
Verkfæri alskonar
Burstavörur
Tækifærisgjafir
Leikföng
Vefnaðarvörur
Smávörur
Fatnaður alskonar
Skófatnaður
Leðurvörur
Ritföng
Umbúðapappír og pokar
Svissnesk úr.
HELSINGI
Verð 2 kr. tbl. — Augl.verð 4 krónur pr. cm., eindálka.
PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AK. 1945.
)
)