Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Side 1

Fjarðarpósturinn - 28.04.2005, Side 1
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 17. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 28. apríl Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Hallarbylting var gerð á aðal- fundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar síðasta vetrardag undir forystu Páls Pálssonar, framkvæmda- stjóra Fjarðar og varabæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Á löngum og ströngum aðalfundi var að lokum sæst á fyrirkomulag stjórnarkosninga og var kosið um lista. Hafði Páll afhent Matthíasi Á. Matthiesen formanni stjórnar sinn framboðs- lista þremur dögum fyrir aðal- fund eins og samþykktir SPH áskilja. Listi með Bjarna Þórðar- son sem formannsefni var hins vegar lagður fram á fundinum en deilt var um það hvort óska hefði átt eftir hlutbundinni kosningu með 5 daga fyrirvara svo hægt væri að leggja fram lista en meirihluti taldi það ekki nauð- synlegt. Matthías vildi ekkert segja um þessi mál en staðfesti þó í sam- tali við Fjarðarpóstinn að hann hafi verið búinn að ákveða að draga sig í hlé áður en nýtt fram- boð kom fram. Páll vildi ekki koma í viðtal en sagði þó ástæðu þessara aðgerða óánægju stofnfjáraðila með slaka afkomu Sparisjóðsins undanfar- in ár og í raun hafi verið tap af hefðbundinni bankastarfsemi en 700 millj. kr. gengishagnaður hafi verið sl. ár sem hafi bjargað afkomunni. Hann vildi ekki svara því hvort Björn Ingi Sveinsson, sparisjóðsstjóri hafi ekki haft traust nýrrar stjórnar en sagði samkomulag hafi verið um það að hann hætti. Björn Ingi sagði hins vegar það hafa verið einhliða sam- komulag og þetta hafi komið honum mjög á óvart. Sjá nánar um málið á bls. 11 Telur sér hafa verið sagt upp! Aðstoðarsparisjóðs- stjóri sagður í fríi Ingimar Haraldsson, aðstoð- arsparisjóðsstjóri var sagður í fríi næstu tvo daga þegar spurt var um hann hjá Sparisjóðnum á mánudag. Páll hitti Ingimar að kvöldi eftir fundinn og orð hans túlkaði Ingimar sem uppsögn en daginn eftir var haft samband við Ingimar og sagt að alls ekki væri verið að segja honum upp og væri nærveru hans óskað. „Ég hef vikið af vettvangi og er að hugsa minn gang,“ sagði Ingimar í samtali við Fjarðar- póstinn en óstaðfestar fréttir herma að fundur hafi verið boðaður með Magnúsi Ægi Magnússyni, nýráðnum spari- sjóðsstjóra þar sem reynt yrði að ná sáttum. Jóhann Halldórsson, for- stöðumaður innra eftirlits var líka sendur í frí en vildi ekkert láta hafa eftir sér. Fjármála- eftirlitið er talið hafa áhyggjur af meintri uppsögn Jóhanns. Bylting í Sparisjóðnum Ný stjórn rak nýja sparisjóðsstjórann Þrír fyrrum stjórnarmenn ganga af fundi með gjafir í hönd. Þriðjudagur 16.33: Kviknað í Eyrarhrauni. Slökkviliðið kom 6 mínútum síðar og lét húsið brenna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so nStofnfjár- eigendur óska eftir fundi Vilja skýringar Nokkrir stofnfjáreigendur hafa óskað eftir fundi stofnfjáreig- enda og er stjórn skylt að halda slíkan fund ef minnst 10% stofnfjáreigenda óska eftir. Vilja þeir fá skýringar á uppsögnum sparisjóðsstjóra og þeim áformum sem stjórnin hefur undir stjórn Páls Pálssonar. Páll Pálsson, formaður stjórnar Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.