Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 22. september 2005
3ja rétta
kvöldverður:
– frá kr. 1.990,-
2ja rétta
hádegisverður:
– frá kr. 990,-
Nýlega var dreift inn á öll
heimili bæklingi sem ber heitið
„Verndum bernskuna“ og að því
mjög góða framtaki standa
Forsætisráðuneytið,
Þjóðkirkjan, Velferð-
arsjóður barna, Um-
boðsmaður barna og
Heimili og skóli. Ég
hvet hafnfirska foreldra
og uppalendur að til-
einka sér þau 10 heil-
ræði sem þar eru gefin.
Eins saknaði ég þó í
þessari skýru framsetn-
ingu og það er. Verum
barninu góð fyrirmynd. Ég tel eitt
hið mikilvægasta í hlutverki
uppalandans að sýna sjálfur í
verki góða siði sem barninu eru
innrættir í orði. Þetta getur m.a.
átt við um orðbragð og umtal um
menn og málefni. Einnig er mjög
mikilvægt að sýna börnum í verki
góðan og jákvæðan lífsstíl og
hafa ekki fyrir þeim heilsu-
skaðlegt líferni svo sem reykingar
og áfengisneyslu. Horfast verður
þó í augu við að reykingar verða
seint upprættar þótt margt hafi
áunnist og neysla áfengis er því
miður að verða hluti af daglegum
lífsstíl margra. Þannig hefur einn-
ig verið sífellt slakað á kröfum til
veitingar vínveitingaleyfa.
Í liðinni viku afgreiddi bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar vínveitinga-
leyfi til skyndibitastaðar sem
nýverið opnaði hér í bæ. Þetta
væri etv. ekki í frá-
sögur færandi nema
vegna þess að tveir
fulltrúar, Guðmundur
Rúnar Árnason og
undirritaður, greiddu
atkvæði gegn tillög-
unni og bókaði ég af-
stöðu mína þannig:
„Ég greiði atkvæði
gegn þessari leyfisveit-
ingu. Ég tel að bæjar-
ráð og bæjarstjórn fari með um-
sóknir um vínveitingaleyfi án við-
hlítandi málefnalegrar skoðunar,
sérstaklega með tilliti til forvarna
og hagsmuna fjölskyldunnar. Ég
hvet til að settar verði reglur um
málsmeðferð umsókna um vín-
veitingaleyfi þar sem forvarn-
arnefnd verði umsagnaraðili um
öll ný leyfi.“
Kjarni málsins er að ekki eru til
sérstakar reglur í Hafnarfirði um
málsmeðferð umsókna og í raun
er engin stefna til um hvernig
framfylgja megi megin tilgangi
áfengislaga eins og skýrt er kveð-
ið á um í 1. gr. þeirra en þar segir
orðrétt. Tilgangur laga þessara
er að vinna gegn misnotkun
áfengis. Í 14. gr. laga þessara eru
ákvæði um vínveitingaleyfi og
þar m.a. kveðið svo á um að áður
en sveitarstjórn veitir leyfi til
áfengisveitinga á veitingastað afli
hún umsagnar lögreglustjóra og
heilbrigðisnefndar sem metur
innréttingu og annað svipmót
veitingarekstrar. Þá er tekið fram
að sveitarstjórn skuli rökstyðja
niðurstöðu sína og gera grein fyrir
þeim sjónarmiðum sem henni
réðu. Enn fremur er ákvæði í
reglugerð að sveitarstjórn er
heimilt að takmarka vínveit-
ingaleyfi við bjór og létt vín. Ekki
er mér kunnugt um að til slíkrar
takmörkunar hafi verið gripið hér
í hafnarfirði nema í umdeildu
vínveitingaleyfi í jólaþorpi fyrir
tæpum 2 árum.
Skyndibitastaðir eru á sinn hátt
vettvangur fjölskyldunnar og því
er það í andstöðu við hagsmuni
hennar að þar sé veitt áfengi.
Áfengissala á slíkum stöðum
þekkist heldur ekki í flestum við-
miðunarlöndum okkar og því
með ólíkindum að svona sé kom-
ið á Íslandi þar sem lýðheilsa og
forvarnir eru í hávegum höfð, alla
vega í orði. Við skulum því taka
af skarið hér í Hafnarfirði og setja
skýrar reglur um veitingu vín-
veitingaleyfa þar sem forvarnar-
sjónarmið verða höfð að leiðar-
ljósi.
Vínveitingar á skyndibitastöðum
Almar
Grímsson
Við hendum ekki drasli á jörðina!
Hafnfirðingar! Hættum sóðaskapnum – gerum bæinn okkar snyrtilegan
Einstaklings- hjóna-
og fjölskylduráðgjöf:
Unnið með Multimodal therapy, sérsniðið eftir þörfum
hvers einstaklings.
PICT meðferð fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu- og/eða öðru ofbeldi á barnsaldri og eiga
erfitt með að tala um það. Í þessari meðferð þarf ekki að
segja frá því sem gerðist.
Prepare Enrich fyrir hjón/sambúðaraðila í vanda. Einnig
fyrirbyggjandi ráðgjöf fyrir pör sem eru að hugleiða
sambúð/hjónaband.
Tímapantanir í síma 896 9568
Gréta Jónsdóttir
fjölskylduráðgjafi ACC
Undirbúningur er nú hafinn
fyrir Jólaþorpið sem staðsett
verður á Thorsplaninu og verður
opnað fyrstu helgina í aðventu,
26. nóvember. Þorpið verður
með svipuðu sniði og áður, fag-
urlega skreytt tuttugu lítil hús þar
sem boðið verður upp á margt
sem tengist jólunum á einn eða
annan hátt. Opið verður allar
helgar aðventunnar og á Þorláks-
messu. Jólaþorpið er miðpunktur
þess sem Hafnarfjörður hefur
upp á að bjóða á aðventunni.
Opnunardagana verður að venju
skemmtidagskrá á jólasviðinu.
Helga H. Magnúsdóttir hefur
verið ráðinn verkefnisstjóri og
vinnur nú að því að fá skemmti-
krafta og að leigja út sölubásana.
Undirbúningur hafinn
fyrir Jólaþorpið
Helga H. Magnúsdóttir ráðinn verkefnisstjóri
Bridgefélag Hafnarfjarðar er
rótgróinn félagsskapur sem starf-
ar yfir vetrarmánuðina og gerir
þeim sem vilja kleift að spila
bridge í þægilegu andrúmslofti.
Öllum er heimil þátttaka og
margvíslegar keppnir eru í gangi
allan veturinn.
Félagið spilar á mánudags-
kvöldum í glæsilegum sal að
Flatahrauni 3 (Hraunsel) og byrj-
ar kl. 19.30. Frekari upplýsingar
eru í símum 897 4961 (Ásgeir)
og 565 3050 (Erla).
Bridge fyrir alla
Þegar núverandi oddviti sjálf-
stæðismanna Magnús Gunnars-
son hefur ákveðið að draga sig í
hlé hef ég áhuga á að
skipa fyrsta sæti lista
sjálfstæðismanna fyrir
komandi bæjarstjórn-
arkosningar.
Ég hef verið bæjar-
fulltrúi frá árinu 1994
er ég fyrst tók sæti í
bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar og skipaði þá
fjórða sæti listans. Í
tæp sjö ár var mér falin
formennska í hafnar-
stjórn
Frá árinu 1998 hef ég skipað
annað sæti lista sjálfstæðis-
manna, á þeim tíma hef ég sinnt
störfum forseta bæjarstjórnar, átt
sæti í bæjarráði og skipulags- og
byggingaráði.
Samhliða störfum í bæjarstjórn
hef ég átt sæti í stjórn Hafna-
sambands sveitarfélaga, stjórn
Samtaka sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu og sit nú í stjórn
Öldrunarsamtakanna Hafnar.
Þá hef ég stundað félagstörf
innan Sjálfstæðisflokksins síðan
árið 1974, á þeim tíma hef ég
m.a. sinnt formennsku og öðrum
stjórnunarstörfum og á nú sæti í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins.
Áherslur mínar eru að sjálf-
sögðu margar enda að mörgu að
hyggja í stóru bæjarfélagi en
meðal þess sem ég tel brýnast er
útrýming á biðlistum á leikskóla,
þeir eiga ekki heima í nútíma-
þjóðfélagi þegar allir
eru að sinna vinnu og/
eða námi daglangt.
Ég legg áherslu á að
grunnskólinn sé tilbú-
inn að taka á móti
nýjum einstaklingum á
sem bestan hátt burt
séð frá búsetu í bæn-
um. Bráðabirgðahús-
næði í grunnskólanum
er ekki vænn kostur.
Hafnarfjörður á að
vera eftirsóknarverður staður
fyrir atvinnurekstur, aðstaðan
með því besta sem gerist þar sem
við eigum svo góðar hafnir.
Eldri borgarar eiga að njóta
ævikvöldsins í Hafnarfirði. Ég
legg mikla áherslu á að efla
heimaþjónustuna enn frekar þá
vil ég sjá blómlega uppbyggingu
á þjónustuíbúðum.
Að sjálfsögðu verður fjárhags-
staða bæjarins að vera góð þann-
ig að bærinn okkar njóti virðing-
ar á markaði en við megum ekki
gleyma því að þjónustan við
íbúana er það sem Hafnarfjörður
stendur fyrst og fremst fyrir.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
frambjóðandi í 1. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi bæjarstjórnarkosningar.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Valgerður gefur kost
á sér í fyrsta sæti
Valgerður
Sigurðardóttir
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Kórfólk
Kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju óskar eftir
söngfólki í allar raddir
Kórinn er skipaður áhugasöngvurum og
menntuðum söngvurum. Kórinn setur markið hátt
en gleymir ekki gleðinni af að syngja. Á dagskrá er
bæði veraldleg og andleg tónlist. Raddþjálfun
verður tekin fyrir á kóræfingum.
Allir velkomnir í prufu.
Áhugasamir hafið samband við
Svövu Kristínu Ingólfsdóttur kórstjóra og
söngkennara, í síma 867 7882
Bókað í
bæjarstjórn
um raflínur
Í framhaldi af frétt af bókun
Sjálfstæðismanna er rétt að
taka fram að í fundargerð
bæjarstjórnar kemur fram að
önnur bókun var gerð um
málefni háspennulína á Völl-
um. Þar stendur:
Lúðvík Geirsson kom að
svohljóðandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Samfylking-
ar taka fram að aldrei hafi ann-
að staðið til en að umræddar
háspennulínur fari í jörð eins
og upplýst hafi verið í umræðu
um þessar skipulagstillögur.“
Lúðvík Geirsson (sign)