Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 5

Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 5
Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði vinnur að því að koma á ný af stað skátastarfi í Vogum, Vatnsleysuströnd. Búið er að endurvekja skátadeildina Vogabúa en hún mun starfa í Vogunum en fá alla aðstoð frá Hraunbúum. Fjórir skátaflokkar munu starfa í Vogabúum í vetur og verða þeir með vikulega fundi þar en einnig verður boðið upp á kvöldvökur, dagsferðir og útilegur. Vogabúar munu einnig taka þátt í öllu starfi Hraunbúa í vetur og því eru mörg skemmti- leg og spennandi verkefni fram- undan. Skátastarf í Vogunum er ekki alveg nýtt því á árum áður var starfandi Skátafélagið Vogabúar og var það með elstu skáta- félögum á landinu. Skátastarf í Vogunum leið undir lok í kring- um 1970 og því eru eflaust margir afar og ömmur, pabbar og mömmur sem eru gamlir skátar og er þeim sem og öðrum áhuga- sömum velkomið að taka þátt í skátastarfinu á einn eða annan hátt. Árið 1992 var skátadeildin Vogabúar stofnuð innan Hraun- búa og starfaði hún í Vogunum í rúm 10 ár en lagðist niður vegna foringjaleysis, því er mjög mikil- vægt að foreldrar, gamlir skátar og aðrir áhugasamir taki virkan þátt í starfinu í vetur. Skátastarfið er þegar hafið og hefur fengið miklar og góðar viðtökur um 30 börn hafa þegar mætt til leiks en alltaf er pláss fyrir fleiri. Deildarforingjar Vogabúa í vetur verða Guðrún Stefánsdóttir og Guðrún María Helgadóttir en þær störfuðu báð- ar í skátadeildinni Vogabúum áður en hún lagðist niður. Skátafundir verða vikulega í Íþróttamiðstöðinni í Vogum sem hér segir: Ljósálfa- og ylfingaflokkurinn Stjörnur (drengir og stúlkur á aldrinum 9-10 ára): Fimmtudaga kl. 17-18. Skátaflokkarnir Vatnaliljur og Hörpur (stúlkur á aldrinum 11- 14 ára): Fimmtudaga kl.18-19 Skátaflokkurinn Fálkar (drengir á aldrinum 11-14 ára): Fimmtudaga kl. 19-20. Dróttskátasveitin D.S. Trail (drengir og stúlkur á aldrinum 15-18 ára): Öflugt og mikið starf fer fram í Hafnarfirði fyrir þenn- an aldursflokk, spennandi og krefjandi starf. Hvetur Guðrún Stefándsóttir, deildarforingi foreldra og aðra áhugasama til að vera með og vonast til að sjá sem flesta. www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 22. september 2005 Fjölskylduganga Munið eftir vasaljósunum! Mæting við Kaldársel kl. 13 á laugardaginn Skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna í ævintýralegu umhverfi Kaldársels, þar sem m.a. verða skoðaðir hellar og því rétt að taka með vasaljós og hafa húfu á höfðinu. Haustgöngur Alcan eru heilsu- og útivistarverkefni í samvinnu við ferðahópinn Ferli Sjáumst á laugardag! © F ja rð ar pó st ur in n/ H ön nu na rh ús ið – 0 50 9 BYGGIR MEÐ ÞÉR Mikil fjölbreytni ríkir í starfsemi BYKO og erum við ávallt að leita að góðu fólki. Það fólk sem við ráðum til starfa þarf að búa yfir hæfileikum til að starfa sjálfstætt, vera jákvætt og eiga mjög gott með að vinna með öðrum. BYKO ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SÍNU SVIÐI Umsóknum skal skilað inn fyrir miðvikudaginn 28. september nk. Vinsamlegast sendið umsóknir til: BYKO, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogi, merktar „Starfsumsókn 214“. Einnig er hægt að sækja um störfin á vef fyrirtækisins www.byko.is eða senda beint á atli@byko.is. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum. Við í BYKO Hafnarfirði erum að leita að fólki sem vill vinna með okkur að gera glæsilega verslun glæsilegri. . Í HAFNARFIRÐI Afgreiðslumenn í timbursölu Óskum eftir að ráða jákvæða og drífandi starfsmenn í fullt starf. Áhersla er lögð á reglusemi, dugnað, ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Kostur er ef viðkomandi hefur þekkingu eða reynslu af byggingarvinnu, trésmíðastörfum, lagerstörfum, vinnu á lyftara eða öðrum sambærilegum störfum. Um er að ræða framtíðarstörf LAUS STÖRF Skátastarf í Vogunum Hraunbúar í Hafnarfirði eru bakhjarl skátastarfs í Vogum Guðrún Stefánsdóttir, lengst t.h. ásamt skátahópi á Úlfljótsvatni. Það var sérkennilegt að fylgjast með því þegar vatn fór allt í einu að flæða upp á milli borða á „bryggjunni“ á Læknum við Hafnarborg. Vatn streymdi þarna að og þegar nánar var að gáð var stórstreymt og sjávar- staðan með hæsta móti. Ýmsir hafa kvartað yfir því að Lækurinn fái ekki að renna frítt til sjávar og telja að eðlilegt væri að sett yrði brú á Fjarðargötuna svo fólk sæi Lækinn fossa til sjávar í stað þess sem hann læðist þar út í röri. Flæddi upp á bryggjur Stóru bryggjurnar héldust þó þurrar Að ofan: Vatnið brýst upp með nokkrum krafti. Til vinstri: Vatnið streymir yfir bryggjuna. Lengst til vinstri: Óvenju há sjávarstaða við Óseyrarbryggju. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.