Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Page 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Anton Ívar Kristjánsson er níu
ára gutti, hann veiktist af heila-
vírus aðeins fjögurra ára og lá
milli heims og helju í langan
tíma.
Síðan þá hefur hann glímt við
mikil veikindi og þroskafrávik,
þar á meðal mjög slæma floga-
veiki og hafa köstin farið allt
uppí 36 á sex klukkutímum sem
er gríðarlega mikið álag á svo
lítinn líkama. Læknar hafa gefið
fjölskyldunni von um að aðgerð
á heila geti haft jákvæð áhrif á
flogaveikina og haustið 2003
fór Anton Ívar til Boston með
foreldrum sínum þar sem reyna
átti að framkvæma þessa að-
gerð. Ekki var hægt asð gera
aðgerðina í það skiptið, nú á að
gera aðra tilraun til að gera
þessa aðgerð í Boston 29. sept.
n.k.
Það geta allir sagt sér það að
svona veikindi setja stórt skarð í
fjárhag fólks, og ferðin tekur um
6-8 vikur og eru þau þá laun-
alaus á meðan. Ef þú lesandi
góður sérð þér fært að rétta fram
hjálparhön þá munu þeir aurar
koma að góðum notum. Verum
minnug þess að margt smátt
gerir eitt stórt.
Söfnunarreikningurinn er
0545-14-602964
Kt.: 140753-3279
Hjálparbeiðni
Haustið komið
Fátt er fegurra en haustlitirnir í hrauninu sem boða kaldari tíma og vetur.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hafsteinn Ólafsson, vélstjóri
og Þóra Bragadóttir hafa rekið
fyrirtækið Beitir ehf. í Vogum í
fjölmörg ár. Bæði eru þau úr
Hafnarfirði en fluttust fyrir
fjölmörgum árum í Voga þar sem
Hafsteinn hefur þróað ýmis tæki
fyrir fiskiðnaðinn, hrognaskilju,
netaspil, línuspil, saltara og
þvottakör svo eitthvað sé nefnt.
Létu þau vel af sýningunni en
þau voru einnig með á síðustu
sýningu fyrir þremur árum.
Frá Sjávarútvegssýningunni:
Beitir H. Ólafsson
Þóra og Ásthildur Flygenring í
Rafeiningu í Hafnarfirði höfðu
kaffiborð á milli básanna.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hún teygðist aðeins í annan
endann gangan sem Alcan og
útivistarfélagið Ferlir stóðu fyrir
á laugardag. Gengið var áleiðis
upp í Straumssel eftir Straums-
götu og síðan um Straumsstíg til
suðurs. Stígnum, sem er vel
greinilegur, var fylgt upp hraunið
vestan við hlaðinn túngarð
Þorbjarnastaða.
Göngufólk var á öllum aldri og
hlýddi á góða leiðsögn Ómars
Smára Ármannssonar um
svæðið.
Í 4,5 tíma í hrauninu
Fjölmargir fylgdu Ferlisleiðsögn í Alcangöngu
Gönguhópurinn við Straumshelli.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Mjög hröð uppbygging hefur
verið á Vallasvæðinu á undan-
förnum árum en hafist var handa
við skipulag þar er vinnu við
skipulag Áslandsins lauk. Í tíð
fyrri vinstri meirihluta hafði
verið gert deiliskipulag að þessu
svæði sem byggja átti á undan
Áslandinu. Nýr meirihluti lét
hins vegar skipuleggja Áslandið
og gamla skipulagið að Völlum
var aldrei notað. Nú er verið að
hefja byggingar á einbýlishúsum
á Völlum 4 en fjölbýlishús á
Völlum 3 eru nú flest á lokastigi.
Í vinnslu eru nú svæðin Vellir
5 og 6 auk Áslands 3 en það er
svæði ofan Kaldárselsvegar,
ofan Mosahlíðar, sk. Öldur.
Vellir 5 eru beint framhald af
Völlum 4 sem sjást á myndinni
til vinstri en Vellir 6 stefna í
norður inn dalinn. Áætlað er að á
þessum 3 svæðum verði um 800
íbúðir og reiknað er með að
lóðum verði úthlutað á þessu og
næsta ári en ekki er ólíklegt að
Ásland 3 og Vellir 3 verði í boði
á sama tíma.
Hröð uppbygging á Völlum
Ný hverfi stöðugt í skipulagsvinnslu
Einbýlishúsahverfið Vellir 4, Fléttuvellir.
Vellir 1-3. Örin bendir á byggingarsvæði Hrauvallaskóla.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Þessa dagana er verið að ljúka
frágangi á nýju gervigrasi á
knattspyrnuvöll Hauka á Ás-
völlum. Kominn var tími til að
skipta út því gamla grasið var
talið hættulegt til íþróttaiðkunar
vegna hættu á meiðslum
leikmanna.
Nýja grasið er af nýrri kynslóð
gervigrass líkara rýjamottu á
móti stigahúsateppi ef hægt er að
nota þá samlíkingu. Búið er að
setja sand og mikið magn af
gúmmíkúlum sem fara niður í
grasið og verður völlurinn mikið
mýkri en sá gamli sem var
orðinn 14 ára.
Kostnaður við gervigrasið er
einhvers staðar á milli 30 og 40
millj. króna en einnig verður sett
upp lýsing á völlinn. Gert er ráð
fyrir því að völlurirnn verði
tekinn í notkun öðru hvoru meg-
in við helgina.
Nýtt og betra gervigras til Hauka
Hættulegt gervigras víkur fyrir nýjustu gerð
Gamla grasið til vinstri og nýja grasið án gúmmíkúlanna til hægri.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n