Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 22. september 2005
Rekstur á vegum sveitar-
félagsins, s.s. rekstur vatns-
veitna, hafna og fasteigna
yrði samræmdur. Við það
yrðu skipulag, eftirlit og við-
hald þessara rekstrarþátta
auðveldari og ná mætti
fram aukinni hagkvæmni í
rekstri miðað við það sem
nú er. Framkvæmdir og við-
hald yrði að miklu leiti í
höndum verktaka, en hlut-
verk starfsmanna sveitar-
félagsins fælist að mestu í
umsjón og eftirliti. Hið sama
gildir um viðhald gatna-
kerfis, opinna svæða o.þ.h.
Aðild að byggðarsam-
lögum yrði endurskoðuð í
ljósi nýrra aðstæðna. Sveit-
arfélagið yrði aðili að
Slökkviliði Höfuðborgar-
svæðisins bs. og Strætó bs.
sem mundi hafa í för með
sér aukna þjónustu á sviði
brunavarna og almennings-
samgangna við Vatnsleysu-
strönd. Heilbrigðiseftirlit
yrði líklega í höndum sam-
eiginlegs heilbrigðiseftirlits
hins sameinaða sveitar-
félags, Kópavogs, Garða-
bæjar og Álftaness (nú Heil-
brigðiseftirlit Hafnarfjarðar
og Kópavogssvæðisins) og
almannavarnir í höndum Al-
mannavarna Höfuðborgar-
svæðisins
Hið nýja sveitarfélag yrði
áfram aðili að Dvalarheim-
ilum aldraðra á Suður-
nesjum og Fjölbrautarskóla
Suðurnesja enda munu íbú-
ar áfram sækja í þá þjónustu
sem þessar stofnanir veita.
Ekki er unnt að segja til um
áframhaldandi aðild að
Sorpeyðingarstöð Suður-
nesja eða Sorpu, enda ræðst
hún af því hvort hag-
kvæmara sé fyrir sveitar-
félagið að beina allri með-
ferð sorps til annars þessara
félaga að teknu tilliti til fjar-
lægða, umhverfissjónar-
miða og viðtökugetu félag-
anna. Líklegt er að hið sam-
einaða sveitarfélag muni
leita samstarfs við önnur
sveitarfélög á Suðurnesjum í
meira mæli en Hafnar-
fjörður gerir í dag. Skref í þá
átt hafa þegar verið stigin í
Hafnarfirði með sölu Raf-
veitu Hafnarfjarðar til Hita-
veitu Suðurnesja.
Samanlagður eignarhlut-
ur sveitarfélaga í öðrum
fyrirtækjum yrði óbreyttur.
Rekstur sameinaður
Aðild að byggðarsamlögum endurskoðuð
Fasteignaskattar og fast-
eignagjöld myndu fyrst um
sinn vera í sama hlutfalli og
nú gerist í Hafnarfirði.
Gera má ráð fyrir að
lóðaverð verði áfram lægra
í Vatnsleysustrandarhreppi
en í Hafnarfirði, en að það
fari hækkandi líkt og
hingað til hefur verið sök-
um aukinnar eftirspurnar.
Ekki er ólíklegt að sam-
eining við Hafnarfjörð verði
til þess að eftirspurn eftir
fasteignum og lóðum í
Vatnsleysustrandarhreppi
aukist og að hreyfingar í
fasteignaverði fylgi þróun-
inni á jaðarsvæðum höfuð-
borgarsvæðisins fremur en
þróun fasteignaverðs á
Suðurnesjum.
Svo sem fram hefur kom-
ið er ekki gert ráð fyrir bein-
um fjárhagslegum áhrifum
sameiningar á sveitarsjóð.
Áhrif sameiningar munu þó
líklega koma fram í stærð-
arhagkvæmni í rekstri ein-
stakra eininga, t.d. yfir-
stjórnar og félagsþjónustu.
Þá má benda á að reynslan
hefur sýnt að sparnaður,
sem leitt hefur af sam-
einingu sveitarfélaga hefur
nýst til að efla þjónustu
þeirra í öðrum málaflokk-
um.
Fjárhagsleg staða
Sparnaður nýtist til eflingar þjónustu
Þéttbýliskjarninn Vogar í Vatnsleysustrandar-
hreppi er hafnarbær líkt og Hafnarfjörður þó
stærðarmunurinn sé mikill. Vogavík var löggilt
sem verslunarhöfn árið 1893, þótt hafnarskilyrði
þættu þar löngum fremur erfið. Árið 1942 var
byggt þar fyrsta frystihúsið og og voru gerðar
miklar hafnarbætur upp úr því. Fyrsta haf-
skipabryggjan í Hafnarfirði var vígð árið 1913 en
þá var ekki komin hafskipabryggja í Reykjavík.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hafnarfjörður
Vogar