Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Síða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 22. september 2005
Á sunnudaginn kemur 25. sept-
ember kl 20 hefjast að nýju æðru-
leysismessur í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði. Það er hópur áhuga-
fólks um æðruleysismessur sem
stendur á bak við þetta helgihald
ásamt prestum Fríkirkjunnar.
Þetta áhugafólk hefur kynnst
reynslusporunum 12 sem liggja
til grundvallar í öllu starfi AA
samtakanna svo og samtaka að-
stendenda alkóhólista í Al-Anon
og öðrum samtökum sem vinna á
sama grunni.
Fyrsta æðruleysismessan hér í
Hafnarfirði var haldin í Fríkirkj-
unni fyrir réttu ári síðan og voru
þær svo haldnar mánaðarlega.
Viðtökur voru sérstaklega góðar
og því var ákveðið að halda
áfram að bjóða upp á slíkar mess-
ur.
Fólk á förnum vegi spyr
gjarnan: Hvað er æðruleysis-
messa? Hver eru þessi 12
reynsluspor? Út á hvað geng-
ur þetta?
Heitið á messunni er dregið af
æðruleysisbæninni sem notuð
hefur um langan aldur af félögum
í AA samtökunum og Al-Anon.
Reyndar á bænin upphaf sitt í
kirkjulegu starfi en maður að
nafni Reinhold Niebuhr er talinn
höfundur bænarinnar. Talið er að
hann hafi fengið innblástur
annars staðar frá en sumir telja
bænina miklu eldri án þess að
færðar hafi verið sönnur á það.
Sagt er að Niebuhr hafi farið með
bænina fyrst við guðsþjónustu
árið 1943 og einn viðstaddra sem
var AA maður bað hann um afrit
af bæninni. Niebuhr mun hafa
afhent honum frumritið með
þessum orðum. „Gjörðu svo vel.
Bænin er þín. Hún hefur komið
mér að fullum notum.“ Æðru-
leysisbænin hljóðar svona:
Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt/ kjark til að breyta því sem
ég get breytt/ og vit til að greina
þar á milli.
Þungamiðjan í bataleið AA
fólks eru 12 reynsluspor. Þessi
reynsluspor fela í sér persónulegt
uppgjör sem fyrst og fremst
byggir á viðurkenningu á
sjúkdómi sínum og fúsleika til að
gera þær breytingar í lífi sínu sem
leiða til og viðhalda bata og
jafnframt byggja upp vörn gegn
þessum sjúkdómi sem aldrei
læknast fullkomlega. Sporin 12
hafa einnig reynst ómetanleg
hjálp í lífi aðstandenda alkóhól-
ista og einnig hjá öðrum hópum
fólks sem á við að glíma aðrar
tegundir fíknar eða áráttuhegð-
unar.
Æðruleysismessur eru kjörið
tækifæri fyrir alla þá sem kynnast
vilja nánar þessum aðferðum til
að bæta líf og líðan. Tónlistin
verður af léttara taginu í stíl við
þá gleði sem auðkennir góðan
bata og annast „Fríkirkjubandið“
hana.
Kaffi á eftir
Að lokinni messu munu þau
sem standa á bak við þetta
framtak bjóða upp á kaffisopa í
safnaðarheimili Fríkirkjunnar.
september 2005
ÆðruleysismessaKyrrðar-dagar í
Skálholti
30. sept.-2. okt.
Eins og í fyrra á
Fríkirkjusöfnuðurinn
frátekna kyrrðardaga í
Skálholti dagana
30. sept. - 2. október.
Kyrrðardagar í Skálholti hafi
notið mikilla vinsælda en Frí-
kirkjusöfnuðurinn var fyrstur
safnaða til þess að taka slíka
daga frá fyrir sitt fólk.
Dagskráin hefst síðdegis á
föstudegi og stendur fram á
sunnudag og nú þegar hafa
margir skráð sig til þátttöku.
Það er sr. Bernharður Guð-
mundsson fyrrverandi frí-
kirkjuprestur í Hafnarfirði og
núverandi rektor í Skálholti
sem skipuleggur dagskrána.
Kostnaður fyrir gistingu og
fullt fæði er 13.000 krónur.
Skráning á skrifstofu Skál-
holtsskóla
Andlegt
ferðalag
Hefst í dag, 22. sept.
kl. 20 í safnaðarheimilinu
Undanfarin 4 ár hefur verið
hópstarf í Fríkirkjunni sem
kallast „Sporin 12 - andlegt
ferðalag“. Þetta starf hefur
vakið mikla athygli og
þátttaka verið mun meiri en
búist var við. Í því felst
leiðsögn fyrir fólk sem mætt
hefur misjöfnu á lífsleiðinni
og vill bæta líðan sína eða
sættast við fortíðina. Þótt
þetta starf byggi á 12
reynslusporum AA sam-
takanna er ekki verið að glíma
hér við alkóhólisma eða með-
virkni heldur hvers kyns ann-
að mótlæti sem fólk kann að
hafa orðið fyrir.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Helgihald
Sunnudagur 25. september
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11
Æðruleysismessa kl. 20
Sunnudagur 2. október
Guðsþjónusta kl. 13
Sunnudagur 9. október
Kvöldvaka kl. 20
Sunnudagur 16. október.
Guðsþjónusta kl. 13 / Kirkjudagurinn
Sunnudagur 23. október
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11
Sunnudagur 30. október
Guðsþjónusta kl. 13 / Poppmessa
Þann 1. desember á síðasta ári
voru 4.365 manns skráðir í
Fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði
og hafði þá fjölgað verulega á
milli ára en til samanburðar má
geta þess að árið 1996 voru innan
við 3000 manns í söfnuðinum.
Það sem af er þessu ári hafa
um 90 manns skráð sig í söfn-
uðinn þannig að fjölgunin heldur
áfram. Þrátt fyrir þessa fjölgun
blasir það við að til Fríkirkjunnar
leita mun fleiri en þar eru skráðir
sbr. fjölda skírnar- og ferming-
arbarna og sálgæsluviðtala.
Þar sem einu tekjur safnað-
arins koma af sóknargjöldum
sem er nefskattur greiddur til
kirkna eftir fjölda safnaðarfólks
er afar mikilvægt að þeir sem
vilja þiggja þjónustu prestanna
séu þar skráðir.
Hægt er að sækja eyðublöð á
www.hagstofa.is og einnig liggja
eyðublöðin frammi á skrifstofu
söfnuðarins að Linnetsstíg 6, og
skal þeim skilað til Hagstof-
unnar.
Safnaðarheimili: Sími 565 3430,
netfang: frikihafn@simnet.is.
Safnaðar-
fólki fjölgar
Á fimmta þúsund í söfnuðinum
Ung-
liðar
Glaðvær og
góður hópur
Undafarin ár hefur hópur
ungs fólks átt gott samfélag í
safnaðarheimilinu en þetta unga
fólk er flest 18 ára og eldra og
hefur tekið þátt í starfi kirkjunn-
ar um árabil undir stjórn Sig-
ríðar Valdimarsdóttur djákna.
Þetta er glaðvær og góður
hópur sem hittist á mánu-
dagskvöldum kl. 20 og kirkjan
er stolt af þessu góða fólki sem
setur skemmtilegan svip á
safnaðarstarfið.
Fr
ík
irk
ja
n
H
af
na
rfi
rð
i –
Ú
tli
t o
g
um
br
ot
:
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
, B
æ
ja
rh
ra
un
i 2
–
L
jó
sm
yn
di
r:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
–
Fr
ét
ta
br
éf
ið
e
r f
yl
gi
bl
að
m
eð
F
ja
rð
ar
pó
st
in
um
.