Fjarðarpósturinn - 22.09.2005, Qupperneq 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. september 2005
Við kunnum
að meta
eignina þína!
Áfram Haukar!
Það kom eflaust ekki mörgum
á óvart að Magnús Gunnarsson,
oddviti Sjálfstæðisflokksins til
10 ára og fv. bæjarstjóri, til-
kynnti að hann ætlaði ekki að
halda áfram í pólitík eftir næstu
kosningar. Hann hafði látið að
því liggja í málgagni flokksins
að það gætu orðið breytingar og
hafði einu sinni frestað að til-
kynna áform sín.
Samtímis tilkynnti Valgerður
Sigurðardóttir að hún gæfi kost á
sér í fyrsta sæti í lokuðu
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sem fer fram í nóvember en í maí
sl. greindi Fjarðarpósturinn frá
því að Haraldur Þór Ólason gæfi
kost á sér í fyrsta sætið.
Ljóst er að tilkynning Magn-
úsar hefur sett af stað vangavelt-
ur um framtíðarforystu í flokkn-
um og hafa þar verið nefndir til
ýmsir en óvíst hvað verður. Þó er
ljóst að varamennirnir Leifur
Garðarsson, Vilborg Gunnars-
dóttir og Páll Pálsson muni ekki
gefa kost á sér en ljóst að Helga
S. Stefánsdóttir mun gefa kost á
sér og ný komi í slaginn Guðrún
Jónsdóttir en auk þess er talið að
Bergur Ólafsson og María Krist-
ín Gylfadóttir gefi kost á sér auk
Almars Grímssonar. Steinunn
Guðnadóttir mun hafa gefið sér
umhugsunarfrest fram í miðjan
næsta mánuð. Þá hefur nafn
Valdimars Svavarssonar verið
nefndur auk þess sem ýmsir eru
að íhuga sína stöðu.
Ákveðið hefur verið að
prófkjörið verði aðeins fyrir
flokksbundna Sjálfstæðismenn
skv. tilmælum úr Valhöll en áður
var nægilegt að menn skrifuðu
sig í gestabók sem stuðnings-
menn flokksins.
Magnús Gunnarsson hættir
Amk. Haraldur og Valgerður takast á um fyrsta sæti D-lista
Magnús, Valgerður og Haraldur.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Þessir ungu drengir fylgdust spenntir með niðurrifi fyrsta tanksins og fannst mikið til koma.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
varahlutir.is
S. 511 2222
varahlutir.is – Bæjarhrauni 6
Bretti - húdd - ljós - stuðarar ...
Boddývarahlutir í bílinn þinn
Starfsmaður hringrásar vinn-
ur nú á kvöldin og um helgar
við að rífa fyrstu tvo olíutank-
ana á Hvaleyrarholti. Ágætlega
gekk að rífa fyrsta tankinn eftir
að gröfumaðurinn náði að
teygja klippurnar í efstu brún og
klippa gat á tankinn. Töluvert
burðarvirki er innan í tanknum
til að halda toppstykkinu uppi
en þykkast er í tanknum neðst,
14 mm stál. Það átti vélin ekki í
vandræðum með þó lúin væri
og hefði getað klippt þykkara
efni þegar hún var ný.
Tankarnir virðast vera í
þokkalegu ásigkomulagi en
suður farnar að láta á sjá að
sögn gröfumannsins. Áætlað er
að tankarnir hverfi á næstu
tveimur mánuðum.
Örstutt var í næstu íbúðarhús.
Olíutankarnir rifnir
Bætt öryggi og umhverfisbót
Lj
ós
m
.:
K
ris
tja
na
Þ
ór
dí
s
Á
sg
ei
rs
dó
tti
r