Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. mars 2007 Kári heitir maður Valvesson og er nokkuð góður að halda á penna (kannski úr áli?). Hann fann hjá sér hvöt í síðasta Fjarðarpósti að gerast e.k. dyravörður Hafn firð - inga og kvartaði yfir komu þeirra Bryndísar Schram og Jóns Bald vins Hanni - bals sonar í bæinn þann 21. febrúar sl., á eigin veg um að sögn Kára. Þarna snér ust hlutir á haus eins og reyndar flest í greinar korni vin - ar míns, Kára. Ég ásamt fleira góðu fólki stóð fyrir fund inum fræga í Bæjarbíói og bauð Jóni í bæinn og að sjálf sögðu ekki án Bryndísar. Þú skalt því skamma mig, Kári minn og ég skamm ast mín aldeilis ekki fyrir fund inn þann. Synd að þú skulir ekki hafa séð þér fært að mæta, frekar en bæjarfulltrúar Sam fylk ingarinnar. Þeir höfðu þó löglega afsökun - hlutleysið uppmálað. Hún er reyndar skrítin, um - hyggjan fyrir Samfylkingunni hjá þér Kári - kannski að verða svo - lítið einmanalegt hjá maddömu Fram sókn, sem reyndar er komin í bráða útrýmingarhættu, ekki síst í Hafnarfirði. Ég man reyndar eft - ir Sigurði P. Sigmundssyni, lang - hlaupara með meiru, en nú er hann genginn í Sól í Straumi. Ert þú þá kannski einn eftir? Eitt er víst að það voru fleiri á fundinum í Bæjarbíói, en finn - anlegir Fram sóknar - menn í Firðinum, jafn - vel þó að allt heimsins ál sé í boði. Fundar - menn voru reyndar nærri 200 og þá er Óm ar Ragnarsson með talinn og gestirnir úr Mos fellsbæ. Þú hefur einhverjar áhyggjur af atvinnu málun um heyrist mér. Við vorum einu sinni hjá SÍS gamla og svo hvarf hann eins og dögg eftir nótt. Þar var nú aldeilis fjöldinn að vinnu. Skömmu síðar gerðist Ísland full - gildur aðili að Ev rópska efna - hags svæð inu. Ég þarf varla að minna þig á hver átti mestan þátt í því. Nú er mest kvartað yfir of miklu erlendu vinnuafli og Íslend ingar á faraldsfæti um allan heim að kaupa fyrirtæki, og svona í framhjáhlaupi; áttu eitthvað sökótt við þá Ólaf Hannibalsson og Hans Kristján Árnason? Og ekki er Hans sonur Hanni - bals. Hans er reyndar kominn af séra Árna Þórarinssyni á Stóra- Hrauni vestur á Snæfellsnesi og þar af leiðandi af vondu fólki. Því er Hans Kristján merkilegri en annað fólk. Hvaðan ert þú annars ættaður, Kári? Vertu ævinlega blessaður, Reynir Ingibjartsson. Opið hús - Opið hús Hafnfirðingar, munið eftir opna húsinu í kvöld, 8. mars hjá SVH að Flatahrauni 29. Við verðum með góða kynningu á vatnasvæðum Skagaheiðar. Pálmi Sigurðsson kemur í heimsókn, en hann hefur eytt mörgu sumrinu á heiðinni. Félagar fjölmennum og tökum með okkur gesti. ATH, húsið er alltaf opið öllum og að sjálfsögðu er heitt á könnunni. Sjá nánar á www.svh.is Oft tala Íslendingar um hvalreka í óeiginlegri merkingu, það er sem sérstaka heppni. Í Landnámu segir frá komu Hrafna Flóka í Hafnarfjörð fyrir rúmur ellefu hundruð árum. þar ganga þeir félagarnir fram á rekinn hval og eitt af örnefnum okkar fagra lands (ennþá) verður til; Hvaleyri. En hvalreki hinn síðari varð er hana Antoníu Hevesi bar hér að landi frá gnægtum Ungverja - lands, en hvergi í Evrópu er jafn sterk tónlistarhefð og þar. Það er skemmst frá að segja að þessi glæsilega kona hefir auðgað hér allt tónlistarlíf. Þar ber hæst mánaðarlega hádegistónleikana í Hafnarborg. Margan góðan lista - manninn er hún búin að kynna á þessum tónleikum. Umsögn hennar um listafólkið er umvafið hlýju og kímni og furða hversu góðum tökum hún hefur náð á okkar erfiða máli. Síðast kynnti hún til leiks Auði Gunn arsdóttur, sópr an. „Daður og kampavín - óperettur“ var yfir skrift tón leik - anna. Auður söng sig inn í hug og hjörtu áheyrenda og áhorf - enda vildi ég segja, enda konan fjallmyndarleg. Andi Vínar - borgar sveif yfir vötnunum er hún söng aríur eftir E. Künneke, F. Lehár, N. Nosta og R. Stolz. Rödd Auðar er bæði mikil og fögur svo að jafnvel brá fyrir „Callískum“ tónum á mestu átakspunktum. Framtíðin er sannarlega Auðar Gunnarsdóttur. Bæjarstjórnin í Hafnarfirði á miklar þakki skildar fyrir stuðning sinn við menninguna. Sigurður Sigurðarson, Lækjarbergi 6 Hvalreki hinn síðari Ágætu Hafnfirðingar. Þegar menn og konur gefa kost á sér til stjórnunar bæjarfélags, verða þau hin sömu að vera þess bær að taka ákvarðanir. Stjórnendur bæjar - félags verða að taka ákvarð anir um smæstu og stærstu mál með heill og hag bæjarbúa að leiðarljósi. Stjórn - endurnir hafa það fram yfir okkur hin að þeir geta leitað til sér fræð - inga í flestum grein um t.d. fjár mál um, um - hverf is málum , skipulagsmálum, loftlagsmálum og svo mætti lengi telja. Nú ber svo við að Lúðvík Geirs son seldi álverinu land fyrir 300 milljónir króna. Nú veit ég ekki hvað hann áleit að það hyggðist fyrir með landið, en það virðist hafa komið flatt upp á hann að þeir vildu stækka álver ið. Stjórnmálamenn eru kjörnir til að taka afstöðu. Meirihluti bæj - ar stjórnar Hafnarfjarðar ákvað þó að taka ekki ákvörðun um stækk un álversins. Er til of mik - ils mælst að bæjarstjórinn sinni starfi sínu og upplýsi kjósendur um afstöðu sína til þessa mikil - væga máls? Samkvæmt þeim up lýsingum sem við, al mennir íbúar Hafn - arfjarðar, höfum, er lít ið að byggja á. Einn segir að mengun muni aukast, annar að því sé öfugt farið. Eins er það í flestum atrið um sem koma til álita við að taka afstöðu í málinu. Lúðvík Geirsson segist meira að segja ekki geta tekið afstöðu strax. Fyrst bæjarstjórinn getur ekki tekið afstöðu til málsins er erfitt að ætlast til þess að bæjarbúar geti það í utan - kjörfundaratvkæðagreiðslu sem þeg ar er hafin. Ef ég kýs í vænt - anlegri kosningu þá yrði ég að taka afstöðu í málinu á tilf - inningalegum grunni. Ákvarð - anir teknar á slíkum grunni eru sjaldnast til að byggja á, til dæm - is ef menn eru reiðir eða særðir á sinni. Nú fyrir skömmu lögðu höfuð - stöðvar Samfylkingarinnar kúrs - inn. Hafnfirðingar ættu að segja nei og engar refjar. Og til að boða villuráfandi flokksmönnum í Hafnarfirði fagnaðarerindið, var víkingasveit Samfylk ingar - innar send í Hafnarfjörð. Meira að segja gömul pólitísk aftur - ganga höfð með. Eftir fund sveit ar innar með Hafnarfjarðar - krötum, varð niðurstaðan sú að það ætti að segja nei að sinni. M.ö.o. nei og pínulítið já með. Að mínu viti er þetta heiguls - háttur. Menn er vinna við stjórn - un eiga að taka ákvarðanir og þora að segja já eða nei. Stóra spurningin er þessi. Hvað gerir Lúðvík ef Hafn firð - ingar samþykkja stækkun álvers - ins? Mun hann lúta vilja Hafn - firðinga, eða mun hann hlýða flokksforystu Samfylkingar inn - ar? Höfundur er kennari. Pólitískt hugrekki Sigurður P. Guðnason Kári, skammaðu mig Reynir Ingibjartsson A fjölmennum fundi sem haldinn var sl. fimmtudag í Hafnarborg var samþykkt álykt - un þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til þess að taka þátt í íbúa - kosningunni þann 31. mars þar sem kosið verður um framtíð álversins í Straums vík. Fundurinn skoraði jafnframt á íbúa að segja já í kosningunni þar sem framtíð eins stærsta at - vinnu rekanda í sveitarfélaginu verð ur ákveðin og tók undir öll meg in sjónarmið samtakanna Hagur Hafnarfjarðar þar sem settar hafa verið fram áhyggjur um að það fjari undan álverinu verði stækkun ekki samþykkt. Fundurinn taldi að þær meng - unar varnir sem settar verði upp í álverinu tryggi að allar reglugerðir sem lúta að mengun verði virtar til hins ítrasta. Fundurinn kallar eftir svörum frá kjörnum fulltrúum og ábyrgri upplýsingagjöf til íbúa sem geri grein fyrir mikilvægi fyrir tæk - isins í heildarsamhengi fyrir bæjar félagið. Þá hvatti fundurinn fjölmiðla til að sýna sanngirni og tryggja ólík um sjónarmiðum pláss og tíma í þeirri umræðu sem fram - undan er. Ályktun fundar Hags í Hafnarfirði Vilja að Hafnfirðingar segi já Um síðustu helgi komu 55 Norðmenn í skemmtiferð til Íslands og vildi svo skemmtilega til að allflestir voru frá Bærum, vinabæ Hafnarfjarðar. Leiðsögu - manni þeirra, Friðriki Á. Brekk - an, sem einnig situr í stjórn Nor - ræna félagsins í Hafnarfirði rann blóðið til skyldunnar og kom þess um ágæta hópi inn í Hafnar - fjörðinn með ýmsum hætti. Farin var bæjarferð og helstu kenni leiti skoðuð, auk þess sem Fjörukráin var heimsótt eina kvöldstund. Gullhringurinn ómissandi var farinn auk þess sem Haukur Hall dórsson tók á móti í Goða - fræðamiðstöðinni í Straumi og fræddi gestina um Snorra Sturlu - son og þau verkefni sem er verið að vinna að í Straumi. Þetta var skemmtileg tilviljun því í sumar eða frá 30. maí til 3. júní er norrænt vinabæjarmót í Bærum í Noregi. Gestir frá Bærum í Noregi TIL LEIGU Iðnaðarhúsnæði í Kapelluhrauni til leigu. Ca. 110 m² – Góðar innkeyrsludyr. Upplýsingar í síma 555 4844

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.