Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 11
Ég er einn þeirra sem haft hafa efasemdir um ágæti þess að samþykkja stækkun á Álverinu í Straumsvík en undir því nafni hefur ÍSAL og nú Al can gengið hér í Hafn ar firði frá upp hafi. Það var fyrst og fremst skortur á upp - lýs ingum sem olli því að ég var neikvæður í garð stækkunar en nú eftir að ég tók mig til og lagðist yfir málið er afstaða mín skýr: Ég er með - mæltur því að af stækkun verði. Jákvæðar og neikvæðar hliðar Vissulega er með þetta fyrir - tæki sem og önnur af þessari stærð ar gráðu, það eru neikvæðar sem og jákvæðar hliðar á málum en ef grannt er skoðað þá eru kostirnir yfirgnæfandi. Talað er um að stækkunin geri það að verkum að byggð geti ekki þróast á eðlilegan hátt til framtíðar. Eins og allir vita þá er svæðið þar sem fyrirhuguð stækkun mun koma skipulagt sem iðnaðarsvæði. Hver segir að svæði það sem nú þegar hefur verið byggt undir ýmsa iðnaðar - starfsemi hafi vinningin hvað fegurð varðar? Iðnaðar svæði hafa yfir sér ákveðinn blæ og er ljóst að ekki eru né verða, allir sammála um hvort slík svæði séu falleg eður ei en svæði sem þessi eru nauðsynleg og verður ekki hjá þeim komist í nútíma þjáð - félagi. Í dag má sjá að öll ný stóriðjuver kapp kosta að falla eins vel að umhverfi sínu sem kostur er og tel ég eftir að hafa skoðað fyrir liggjandi plön og teikn ingar að stækkun sú sem fyrirhuguð er muni að öllu leyti stand ast samanburð við núverandi iðnað ar hverfi þarna í ná grenninu. „Að vinna í fiski“ Það að vinna í álveri er að fá á sig einhvern nei kvæð an stimpil hjá ýmsum þeim sem á móti ál veri eru. Þetta er farið að hljóma eins og skammarsögnin „að vinna í fiski“. Það er með ólík indum hvað sumt fólk telur sig komast upp með varð andi þessa hluti. Þeir sem svona tala eru ekki í neinu sambandi við raun - veruleikan. Við megum ekki gleyma því að það verða alltaf til störf sem ekki krefjast lang - skóla menntunar. Störf sem þessi eru og verða alltaf nauðsynleg og skulu njóta virðingar. Við skul - um gera okkur grein fyrir því að í stóriðjuverum í dag er hátækni sífellt mikilvægari hluti starf - seminnar. Við megum heldur ekki gleyma því að t.d. hjá Alcan er rekinn öflugur skóli sem menntar fólk til starfa innan áliðnaðarins. Það er því gríðarleg reynsla og þekking sem þegar er til staðar hjá Alcan í Straumsvík. Í þessu eru fólgin mikil verð - mæti. Það getur engin haldið því fram að það sé einhver minnkun í því að vinna í stóriðju. Það að halda slíku fram er jafn mikill hroki og að segja það minnkun að vinna aðra almenna verka - mannavinnu. Hagur starfsmanna og eigenda að mengun sé í lágmarki Það er oft látið að því liggja að öll stóriðjuver séu bara meng - andi og að eigendum þeirra og starfsmönnum standi í rauninni á sama hvað þetta varðar. Þegar betur er að gáð kemur annað í ljós. Það er hagur bæði starfs - manna og eigenda að halda meng un í lágmarki. Starfsmenn fá uppbót á launum ef þeim tekst að halda mengun í lágmarki og eigendur geta fangað hin ýmsu efni sem hægt er að endurnýta í framleiðsluna. Ég skora á fólk að kynna sér þessa hluti . Heppin að Alcan vill stækka Við Hafnfirðingar getum talið okkur heppna að fyrirtæki eins og Alcan hafi áhuga á því að stækka og efla sig hér innan bæjarmarka okkar. Eins og marg oft hefur komið fram munu tekjur sveitafélagsinns stórauk - ast við stækkun og enn frekar þegar Alcan hefur fært sig inn í hið íslenska skattaumhverfi. Tekjur okkar Hafnfirðinga munu aukast um mörg hundruð millj - ónir á ári, það má gera ýmsilegt fyrir svona upphæðir. Það er eingin spurning að íbúar Hafnarfjarðar gera kröfur til aukinnar þjónustu sér til handa og má nefna nokkur dæmi sem hægt væri að framkvæma fyrir þessar auknu tekjur. Marg má gera fyrir tekjurnar • Það kostar u.þ.b. 300 milljónir að gera leikskólana gjald frjálsa. • Það kostar u.þ.b. 150 milljónir að hafa frítt í almennings vagna og draga þar með veru lega úr mengun frá einka bílum. • Það kostar u.þ.b. 100 milljónir að borga niður æfingagjöld fyrir börn og unglinga vegna íþróttaiðkunar og efla þar með enn frekar forvarnir (er þegar gert að hluta). • Það kostar u.þ.b. 200 milljónir að lagfæra laun grunnskóla - kenn ara. Það má svo nota afganginn til þess að lækka skuldir okkar Hafn firðinga sem aftur gerir það að verk um að meira fé verður til ráð stöfunar til verklegra fram - kvæmda í framtíðinni. Hafnfirðingar við skulum ekki kasta þessu tækifæri á glæ, tækifæri til þess að gera framtíð okkar og þeirra sem á eftir koma, trygga. Segjum já við stækkun Alcan. Höfundur er framkvæmdastjóri í Hafnarfirði. www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 8. mars 2007 Körfubolti Úrvalsdeild kvenna: Hamar - Haukar:64-96 Úrvalsdeild karla: UMFN- Haukar: 88-78 Haukar - ÍR:95-97 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: Grótta - FH: 25-25 Haukar - Akureyri: miðv.dag. Úrvalsdeild karla: ÍR - Haukar: 32-27 1. deild karla: Afturelding - Haukar2: 37-23 FH - Grótta: 31-29 Næstu leikir: Körfubolti 8. mars kl. 17, Ásvellir Haukar - UMFG (úrvalsdeild kvenna) 8. mars kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Hamar/Selfoss (úrvalsdeild karla) 14. mars kl. 19.15, Keflavík Keflavík - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Handbolti 10. mars kl. 13.30 Laugardh. Grótta - Haukar (bikarkeppni kvenna) 13. mars kl. 19, Kaplakriki FH - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Handbolti Haukastelpur í úrslitum Á laugardaginn mætast Grótta og Haukar í úrslitum bikarkeppni kvenna í hand - bolta. Leikurinn verður í Lauga rdalshöll og hefst kl. 13.30. Nánar um leikinn á haukar.is/handbolti. Körfubolti Haukar fallnir í 1. deild Á meðan stelpurnar í körfubolta hjá Haukum vinna allt sem hægt er að vinna hefur gengi karlaliðs félagsins verið slakt á þessu ári og þegar ein umferð er eftir er liðið fallið og leikur því í 1. deild að ári. Körfubolti Haukar deild - ar meistarar Haukar tryggðu sér í síðustu viku deildarmeistaratitilinn í körfubolta k v e n n a með sigri á Hamri 96- 64 í Hvera - gerði. ÍþróttirStækkum álverið í Straumsvík Var neikvæður vegna skorts á upplýsingum Jón Rúnar Halldórsson Á laugardaginn kl. 20 frum - sýna söngnemendur í Tón listar - skólanum í Hafnarfirði óperuna Hans og Grétu eftir Humper - dinck. Sýnt verður í Hásölum. Undanfarin ár hafa söng - nemendur við skólann staðið að metnaðarfullum óperuflutningi einu sinni á ári og er skemmst að minnast Brúðkaups Figarós í fyrra og Cosi fan tutte fyrir tveim ur árum. Auk þess sem þetta er lærdómsríkt og gefandi fyrir nemendurna þá hafa áhorf - endur skemmt sér hið besta og eru allar líkur á að svo verði einnig í ár, enda býður Hans og Gréta upp á töluvert sprell og dramatísk tilþrif. Eins og nafnið bendir til byggist þessi ópera á hinu alkunna ævintýri sem öll börn þekkja og höfðar hún bæði til barna og fullorðinna. Hún verður flutt á íslensku, en þess má geta að nemendurnir og kennari þeirra þýddu drjúgan hluta óperunnar sjálf. Auk þess komu þeir að búningagerð og hönnun sviðsmyndar. Þeir hafa því þurft að sýna tilþrif á fleiri sviðum en í tónlist og leik og ýmsir hæfileikar fengið að blómstra. Undirleikur er í höndum Sigurðar Marteinssonar, en Þórunn Guðmundsdóttir sér um leikstjórn og tónlistarstjórn. Það eru sex hlutverk í sýning - unni, en það er tvískipað í hlut - verk Hans og Grétu og verða því tvær sýningar. Seinni sýn - ingin verður 24. mars kl. 14. Hans og Gréta í Tónlistarskólanum Óperuflutnningur söngnemenda skólans

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.