Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 08.03.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. mars 2007 Fríkirkjan Sunnudaginn 11. mars Sunnudagsskóli kl. 11 Kvöldvaka með fermingar - börnum og foreldrum kl. 20. Sameiginleg fermingarveisla í safnaðarheimilinu á eftir. Allir velkomnir www.frikirkja.is Hraunseli, Flatahrauni 3 og hefst kl. 20.30 Félagsmiðstöðin Hraunsel • 555 0142, 555 6142 Munið vef félagsins: www.febh.is Dansinn dunar kl. 20.30 - 24 Capri-tríó leikur fyrir dansi. Hjartanlega velkomin? Dansleikur eldri borgara föstudaginn 9. mars Úr 180 þús. tonn í 460 þúsund tonn — 2,6 földun Í dag er framleiðslugeta ál - vers ins um 180 þús. tonn á áli á ári en starfsleyfi er fyrir 200 þús. tonnum. Losun mengandi efna Flúoríð getur í miklu magni haft skaðleg áhrif á gróður og dýralíf. Í núgildandi starfsleyfi eru viðmiðunarmörkin fyrir skála 1 og 2 1,2 kg/t ál og 0,65 í skála 3 en raunlosunin var 0,62 á árinu 2005 og heildarlosunin var því 112,3 tonn á árinu 2005. Brennisteinstvíoxíð (SO 2 ) er talið eiga þátt í myndun á súru regni og við framleiðslu Alcan árið 2005 sluppu út 2.477 tonn af brennisteinstvíoxíði. Alcan úti - lokar ekki notkun vothreinsunar sem gæti hreinsað um 90% af brenni steinstvíoxíði úr útblæstri í þeim hluta sem stækkaður verður. Koltvísýringur (CO 2 ) er helsta gróðurhúsalofttegundin og á árinu 2005 var losunin 17.049 tonn en þessi losun hefur minnk - að á undanförnum árum vegna minni notkunar jarðefna elds - neyt is. Flúorkolefnissambönd (CF 4 / C 2 F 6 ) eru sterkar gróður húsa loft - tegundir sem myndast helst við spennuris. Losun flúorkolefna ár ið 2005 var 8.434 tonn (CO 2 ígildi) Ryk á uppruna sinn í hráefnum í rafgreiningarferlinu og getur haft skaðleg áhrif á gróður og dýralíf vegna flúorinnihalds. Á árinu 2005 var svifriksmengunin 150,7 tonn og hafði minnkað um 22,4 tonn frá árinu 2004. Eftir stækkun Skv. núgildandi starfsleyfi er heimild fyrir losun 0,55 kg/tonn ál af flúoríðsamböndum eftir fulla stækkun verksmiðjunnar eða um 253 tonnum á ári, 1,2 kg/tonn ál af ryki eða um 552 tonnum á ári og 15 kg/tonn ál af brenni steins tvíoxíði eða um 6.900 tonnum á ári. Þess má geta að mörkin fyrir álverið á Reyðarfirði er 0,35 fyrir flúoríðsambönd, 1 fyrir ryk og 13,5 fyrir brennisteinsdóoxíð. Engar kröfur eru í dag um losun á koltvísýringi en fyrirtæki verða brátt að sækja um kvóta enda hefur Ísland kvóta skv. alþjóðasamningum. Þynningarsvæðið Skv. deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir að þynn ingar - svæðið minnki úr 10 km² í 3 km². Alcan telur sig geta betur Einu tölur sem almenningur hefur til samanburðar og losun mengandi efna fyrir og eftir stækkun eru núgildandi gildi og hámarksgildi í starfsleyfi. Í starfsleyfinu eru hámarksgildi miðuð við núverandi stærð og eftir stækkun. Hins vegar telur Alcan sig geta gert betur og vísar m.a. í losun í dag sem er mun minni en starfsleyfið heimilar. Skv. upp - lýsingum frá Alcan verður líkleg losun á flúoríði 0,4-0.45 kg/t ál en var á árinu 2005 0,62. Losun flóorkolefnissambanda (PFC) er í dag um 47 kg/t ál reiknað í koltvísýringsígildum en heimild er fyrir 140 kg/t ál. Guðrún Þóra Magnúsdóttir hjá Alcan bendir á að það skipti ekki máli hvar þessi efnum er sleppt út á jörðinni heldur magni þeirra og segir að meðallosun PFC efna í áliðnaði sé um 1160 kg/t ál. Þá segir Guðrún Þóra að sam - kvæmt dreifispám muni svif ryk ekki hafa áhrif út fyrir lóða mörk ISAL þ.e. styrkur þess muni aldrei ná 50 ug/m3 fyrir sólar - hring við lóðamörkin og raunar muni hann í versta tilfelli þ.e. í algjöru logni slefa upp í 25 ug/m 3 innan lóðamarka. „Loft gæða mælingar á Hval - eyraholti hafa einnig sýnt að loft - gæði þar eru góð og að t.d. upp - spretta svif ryks sé ekki frá ál ver - inu í Straumsvík. Brenni steins - díoxíð er að jafnaði um 2% af leyfi legum mörkum eða um 1-2 ug/m 3 og flúor um 0,02 ug/m 3 sam anborið leið bein ingargildi 0,3 ug/m 3 yfir vaxta tímabil gróð - urs. Tölur segja lítið einar og sér og verður alltaf að setja þær í rétt samhengi, það sem skipt ir máli fyrst og fremst er hver verða áhrifin,“ segir Guð rún Þóra Magnúsdóttir hjá Al can. Hvað þýðir stækkun álversins fyrir okkur? Verður stærsta álver Alcan eftir stækkun L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ástjarnarsókn Messa með altarisgöngu kl. 17 í samkomusal Hauka, Ásvöllum Sunnudagurinn 11. mars Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10 - 12 Barnakórsæfi ngar miðvikudaga kl. 16.30 - 18 Safnaðarstarf í samkomusalnum TTT þriðjudaga kl. 16 - 17 Æskó 8. bekkjar þriðjudaga kl. 20 - 22 Æskó 9. - 10. bekkjar fi mmtudaga 20 - 22 Kirkjukórsæfi ngar fi mmtudaga kl. 18 Safnaðarstarf í Áslandsskóla www.astjarnarkirkja.is 2005 (t) Heimild (t) Eftir stækkun (t) Heimild Flúoríð *1 112 200 207 253 Brennisteinstvíoxíð 2.477 4.200 3.119 6.900 Ryk 151 300 386 552 Koltvísýringur 275.400 694.600 Flúorkolefnissambönd*2 8.434 25.200 12.420 64.400 *1 Alcan áætlar að við stækkun sé líklegt að losunin verði 0,4-0,45 kg/t ál og heildarlosun verði því 184-207 tonn á ári *2 Mælt í koltvísýringsígildum. Alcan áætlar að ná þessum efnum niður í 27 kg/t ál eins og tókst fyrstu 6 mánuði ársins 2006. Tölulegur samanburður á mengun Álbræðslur Alcan Afkastageta á ári Land Staður Eignarhlutur Álbræðslur Alcan eru margar á stærð við ábræðsluna í „Reykjavík“. * Hlutur Alcan. *** Verður lokað. H e i m i l d : A l c a n F a c t s 2 0 0 6 Söngfuglar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.