Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Side 1

Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Side 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 14. tbl. 25. árg. 2007 Miðvikudagur 4. apríl Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Kostnaður gefinn upp Sól í Straumi mun gefa upp kostnað við kosningabaráttu samtakanna að sögn Péturs Óskarsson en Alcan mun ekki gefa upp sinn kostnað. Hins vegar hefur Alcan gefið upp að undirbúningur að stækkuninni hafi kostað um 800-900 milljónir kr. á síðustu 7 árum. Kostnaður Sólar í Straumi er áætlaður um 3,5 millj. kr. Gleðilega páska Fjarðarpósturinn óskar les - end um sínum gleðilegrar páska hátíðar. Vegna páskahelgarinnar verð - ur vinnslu tími næsta Fjarðar - pósts mjög stuttur og er skila - frestur á efni og aug lýsingum á þriðju dag. Sjá nán ar um skil á www.fjardarposturinn.is Hafnfirðingar höfnuðu því að auglýsa skipulagstillögu sem gerði ráð fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík upp í 460 þúsund tonna framleiðslugetu. Tillagan fer því ekki í lögbundna kynningu og hefur bæjarstjóri lýst því yfir að ekki verði breytt tillaga lögð fram á þessu kjör - tímabili. Aðeins skildu 88 atkvæði fylkingarnar að, 50,3% sögðu nei en 49,3% sögðu já. Kjörsókn var mjög góð, 76,6% sem var meiri en í síðustu sveitar stjórnar - kosn ingum. 12.747 kusu. Viðbrögð manna við niður - stöðunum eru blendin, and stæð - ingar fagna en aðrir hafa áhyggj - ur af þeim kostnaði sem Hafn - arfjarðarbær verður að öllum líkindum fyrir vegna þess að ekki verður af stækkuninni. Það virðist ljóst að Hafnarfjarðarbær þarf að taka á sig kostnað við að setja háspennulínur í jörð og breyt ingu á tengivirki við Hamra nes. Ljóst er að þynn - ingarsvæðið verður óbreytt og ekkert sem bendir til að lög um svæði takmarkaðrar ábyrgðar verði afnumin. Gunnar Svavars - son, forseti bæjarstjórnar full - yrðir í samtali við Fjarðar póstinn að ríkið muni kosta færslu Reykja nesbrautar í samræmi við gildandi aðalskipulag en svo geti farið að framkvæmdinni verði slegið á frest. Michel Jacques, forstjóri Alcan Primary Metal Group segir í tilkynningu að Alcan muni nú vandlega skoða alla mögulega kosti í stöðunni. Hann segir stóran hluta íbúanna hafa stutt stækkunarárformin og vildi hann þakka þeim og öllum starfsmönnum ÍSAl fyrir ómet - an legt framlagt við kynn ingu á verkefninu. Verður samt stækkað? Eins og áður hefur verið bent á hefur Alcan nú þegar leyfi fyrir framleiðslu á 460 þúsund tonnum í ÍSAL verksmiðjunni og því velta menn fyrir sér hvort Alcan muni endurnýja elstu tvo skálana í Straumsvík og byggja tvo nýja skála í staðinn þar sem hægt væri að framleiða allt að 280 þúsund tonn með nýjustu tækni og því gæti framleiðslan náð 350 þúsund tonnum. Það er því enn allt óljóst um framtíð álversins í Straumsvík. Óvissa um framhaldið Óbreytt þynningarsvæði og kostnaður við að setja háspennulínur í jörðu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o nMunum að flagga um páskana Fjarðarpósturinn og skátarnir ... vonbrigði ... sigur L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.