Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 4. apríl 2007 BYKO óskar eftir að taka á leigu tvær 2-3 herb. íbúðir með húsbúnaði frá 15. júlí til miðs októbers 2007. Uppl. veitir Agnar í s. 821 4005 eða agnar@byko.is 20 mánaða gamalt hjónarúm, svæðisskiptar dýnur, mjög þægilegt og gott rúm, vel með farið. Blúndulak og hlífðarlak geta fylgt með. Gæti verið gott í sumarbústað. Verð samkomulag. Uppl. í s. 555 2124. Brjóstnæla tapaðist í eða fyrir utan Players í lok janúar. Hömruð silfurnæla með steini. Uppl. í s. 866 1123. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Húsnæði óskast Til sölu Þjónusta Eldsneytisverð 3. apríl 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 115,2 114,9 Atlantsolía, Suðurhö. 115,2 114,9 Esso, Rvk.vegi. 116,8 116,7 Esso, Lækjargötu 112,8 112,7 Orkan, Óseyrarbraut 111,7 111,6 ÓB, Fjarðarkaup 111,8 111,7 ÓB, Melabraut 111,8 111,7 Skeljungur, Rvk.vegi 116,8 116,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Frábær árangur með Herbalife Ráðgjöf og eftirfylgni. Gerður Hannesdóttir dreifingaraðili. 865 4052 • 565 1045 ghmg@simnet.is Plokkfiskur - ekkert vesen - Heilsusafi frá Hawai Noni-100% lífrænn ávaxtasafi 75 næringarefni - Verð aðeins kr. 2.100 kr. www.puls.is Nú að loknum kosningum um stækkun álversins hafa vaknað upp nokkrar spurningar m.a. um réttmæti íbúakosninga um mál er varðar framtíð stórfyrir - tækis á borð við Alcan. Eins hefur verið rætt um ábyrgð þeirra aðila sem kjörnir eru á lýð ræð - islegan hátt til forystu og ætla má að þurfi að axla þá pólitísku ábyrgð sem er að taka afstöðu til þeirra málefna sem upp koma hverju sinni. Nú þegar eitt mikil - vægasta mál sem komið hefur á borð Hafn firð inga er til um fjöll - unar ber svo við að fulltrúar meiri - hlutans í bæjar stjórn Hafnarfjarðar skorast undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og kjósa að standa á hliðarlínunni. Full trúar Samfylk - ingarinnar í Hafn arfirði hafa skrif - að mikið í blöð in nú fyrir kosn - inguna um stækk un álversins, það hefur ekki verið mikið um gagn - legar upp lýsingar um málefnið heldur hafa þeir borið lof á sig sjálfa og reynt að gera lítið úr bæjarfulltrúum Sjálf stæðisflokks - ins í Hafnarfirði sem tóku afstöðu eins og þeim vera ber sem pólitískt kjörnum full trúum. Í Víkurfréttir þann 29. mars sl. skrifar Gunnar Svavarsson odd viti Samfylkingar - innar í Suð vesturkjördæmi og segist treysta Hafnfirðingum, nú er það spurningin munu Hafnfirð - ingar treysta Gunnari Svarssyni í alþing is kosningunum í vor. Mun Gunnar Svavarsson velja þá leið að standa á hliðarlínunni, varpa allri ábyrgð á hendur borgaranna og neita að taka afstöðu þegar erfið mál koma til afgreiðslu á alþingi og skýla sér á bak við íbúalýðræði? Í sömu grein gerir hann lítið úr bæjar full trúum Sjálfstæðis flokks - ins í bæjar stjórn Hafnarfjarðar fyrir það eitt að virðast hafa dug í sér að taka afstöðu til málefnisins. Eins segir í sömu grein: „Í þeirra huga snýst þetta mikilvæga mál fyrst og fremst um stjórnlyndi og ráðsemi en ekki lýðræði“. Fulltrúar Sjálf stæðis flokksins hafa sýnt það að þeir eru fulltrúar lýð ræðisins með því að taka af - stöðu til þeirra málefna sem eru til um fjöllunar hverju sinni. Á sá aðili sem ekki sýnir stjórn semi og ráðsemi eitthvað erindi til forystu í pólitík? Guð mundur Rúnar Árnason bæjar fulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnar firði skrifar í Fjarðarpóstinn þann 29. mars sl. undir fyrir - sögninni „Hafn firð ing - ar sigra“. Í greininni fjallar Guðmundur Rún ar um fram - kvæmd ir sem fyrir hug - að ar voru m.a. á Norð - ur bakkanum í tíð meiri hluta Sjálfstæðis- og Fram - sóknarflokks og að ekki hafi verið hlustað á vilja íbúanna. Ekki var ég spurður um núverandi fram - kvæmdir á Norð urbakka. Það má vel vera að Hafn firðingar hafi sigrað eins og segir í fyrirsögninni, en sigraði Guð mundur Rúnar? Það er spurning sem hann einn veit. Þeir Hafnfirðingar, þ.á.m. eflaust fjöldi starfsmanna Alcan, sem kusu hann í bæjarstjórn til að taka afstöðu og axla þá ábyrg sem honum var falið, fá ekki svar við þeirri spurningu. Lúðvík Geirsson bæjar stóri kaus að standa á hliðar - línunni ásamt félögum sínum í Samfylkingunni. Helstu rök Lúð - víks eru að sem bæjarstjóri „allra Hafnfirðinga“ geti hann ekki tekið afstöðu. Ef pólitískt kjörinn aðili er settur í stól bæjarstjóra, þá getur það ekki þýtt að hann sé þar með orðin opinber starfsmaður með enga pólitíska ábyrgð. Þá er eins gott að ráða utanaðkomandi aðila í þetta starf, þannig getur oddviti meirihlutans hverju sinni axlað þá pólitísku ábyrgð sem hann var kjörinn til. Þeirri spurningu verður ekki svarað hver úrslitin hefðu orðið ef hinir pólitísku kjörnu fulltrúar Samfylkingarinnar hefðu tekið afstöðu með eða á móti. Eflaust hefðu úrslitin orðið skýrari á annan hvorn veginn ef þeir hefðu ekki kosið að standa á hliðarlínunni sem hlutlausir áhorfendur, heldur axlað þá ábyrgð sem þeir voru kjörnir til. Höfundur situr í hafnarstjórn Hafnarfjarðar. Hjáseta meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Ingi Tómasson Það er 1. apríl og ég lít út um gluggann. Álverið er á sínum stað og það er glampandi sól yfir Straumi. Ekkert hefur breyst og þó. Ótrúlegt kvöld er að baki, þar sem Davíð í orðsins fyllstu merk - ingu, sigraði Golíat. Þver pólítískur hópur fólks með sannfæringu vann sigur í mikil væg - ustu íbúa kosningum á Íslandi til þessa. Sigur gegn erlendu risafyrir - tæki, sigur gegn öflug - um samtökum fyrir - tækja með landssamtök atvinnulífs og iðnaðar að baki, sigur gegn mætti stéttarfélaga, stjórnkerfis bæjar ins og ráðaafla í bæjarstjórn og ríkisstjórn, en síðast en ekki síst; sigur gegn ótakmörkuðu fjármagni og markvissum áróðri, þar sem spil að var með atvinnuhagsmuni fólks og seðlum veifað framan í bæjar búa. Enginn einstaklingur er meiri sigurvegari en Pétur Óskarsson, leið togi Sólar í Straumi í kosn inga - baráttunni. Með rósemi sinni og hógværð tókst honum að gera lít - inn læk að fljóti. Dæmi um sjálf - stæðis mann með sjálfstæða hugs - un, sem lét ekki stefnu flokks síns í bæn um ráða ferðinni. Og það mun aði um kraftinn í Valgerði Hall dórsdóttur, Sam fylkingar - konu, sem fylgdi sannfæringu sinni, þvert gegn boðum og bönn - um forystunnar í Hafnarfirði sem virðist hafa haldið, að lýðræðið fælist í því að taka ekki afstöðu. Það munaði líka um Sigurð P. Sig - mundsson, framsóknarmann sem sýndi, að mesti álfokkur á Íslandi í dag er ekki einsleitur. Vinstri græn ir stóðu sína vakt eins og áður og og nærvera Ómars Ragnars - sonar og félaga var ómetanleg. En fyrst og síðast var það fólkið í grasrótinni sem stóð ekki á sama um bæinn sinn, sem vann sigur - sig ur fyrir lýð - ræðið. Svo má það ekki gleym ast að sú ákvörð - un Sam fylk ingarinnar í Hafnarfirði, að setja ákvörðun um stækk un álvers Alcan í íbúa - kosningu, er afar merki legt skref í þróun íbúa lýð - ræðis hér á landi. Niðurstaða kosningana í Hafn - arfirði mun fara á spjöld sögunnar, sem einn mesti sigur umhverfis - sinna til þessa. Þarna gafst tækifæri til að skora á hólm hina óheftu stóryðjustefnu, sem ráðið hefur hin síðari ár. Sigur í þeim slag mun hafa gríðarleg áhrif, ekki síst hjá yngstu kynslóðum þjóðarinnar. Mótmæli grunnskólanema í Hafnarfirði höfðu táknrænt gildi. Að sama skapi var dapurlegt að sjá virðulega eldri borgara í bænum, fylla heilsíðu auglýsingar og hvetja til byggingar stærsta álvers í Evrópu í bæjarbyggðinni. Það verður áfram sól í Straumi. Brátt munu Hafnfirðingar verða álíka stoltir af niðurstöðu kosn - ingana og Árnesingar af baráttu Sigríðar í Brattholti fyrir Gullfossi og Þingeyingar af baráttunni gegn uppistöðulóni í Laxárdal. Það urðu tíma mót í Hafnarfirði 31. mars 2007. Höfundur er nágranni álversins. Sól í Straumi Reynir Ingibjartsson Fatahreinsun JAKKAFÖT .................................... 1.630,- HEIMILISÞVOTTUR (30 stk, 15 lítil og 15 stór) ......3.980,- SKYRTUR ........................................ 400,- KÁPUR.......................................... 1.435,- GARDÍNUR (pr. kg.) ................................ 815,- ÞVOUM OG HREINSUM ALLAN FATNAÐ GLUGGATJÖLD OG MARGT FLEIRA ALLT Á HREINU SÍÐAN 1965 HRAUNBRÚN 40 SÍMI 555 1368 Humar er konfekt úr hafinu Fiskur á grillið -nammi nam- Atlantsskip hafa hafið losun og lestun skipa sinna á nýju at - hafna svæði félagsins við Hafn - arfjarðarhöfn. Fyrsta losun í Hafnarfirði fór fram á laugar - dag inn en þá var skipað upp úr Kársnesi. Með þessari breytingu er lok - ið fyrri áfanga af tveimur í flutn ingum Atlantsskipa til Hafn ar fjarðar. Annar áfangi verð ur flutningur vöru húsa - starfsemi skipafélagsins og skrif stofu til bæjarins. Áætlað er að honum verði lokið í árslok 2007. Þá verður öll starfsemi fyrir tækisins kominn á einn stað í Hafnarfirði. Atlantsskip flyst til Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.