Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.04.2007, Blaðsíða 8
HRAFNISTA SUMARSTÖRF Hægt er að sækja um á www.hrafnista.is Nánari upplýsingar gefa: Viltu vinna með okkur? Við bjóðum sveigjanlegan vinnutíma og aðlögun að þínum þörfum. Starfshlutfall samkomulag. 8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 4. apríl 2007 Hópbílar með hönd á Kynnisferðum Reynimelur ehf., eignar - haldsfélag í eigu fjárfesta undir forystu SBA-Norðurleiðar hf. og Hópbíla hf. hefur eignast allt hlutafé í Kynnisferðum sem m.a. sér um Flugrútuna. Með þessu hefur FL Group lok ið sölu á öllum dóttur fyrir - tækjum sínum sem tengdust gamla ferðaþjónustuhluta Flug leiða eins og hann var, áð - ur en fyrirtækið fékk nafnið FL Group. Reynimelur ehf. komst síðast í hafnfirskar fréttir er fyrir - tækið óskaði eftir vilyrði fyrir lóð undir 80-120 m² sjálfs - afgreiðsluhóteli á Völlum en ekkert varð síðan af byggingu hótelsins. Sjávarútvegsdeild Fjöl smiðj - unnar, sem er verkþjálfunarsetur ungmenna á aldrinum 16-24 ára, gerði í fyrra samkomulag við hafnfirska fyrirtækið Nýsi um rekstur deildarinnar. Keypt var 150 tonna skip, sem nú ber heitið Fagriklettur HF-123. Skipið er til búið til netaveiða en enn vant - ar nokkurt fjármagn til þess að koma því úr höfn. Mörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að gerast styrktar- eða stuðn - ingsaðilar sjávarútvegsdeildar Fjöl smiðjunnar. Þetta kom skýrt fram á fundi deildarinnar fyrr í vikunni, þar sem starfsemi henn - ar var kynnt fyrir fulltrúum fyrir - tækja sem leitað hafði verið til. 35-40 milljónir kr. vantar Þorbjörn Jensson, for stöðu - maður Fjölsmiðjunnar, áætlar að 35-40 millj. kr. vanti til þess að hægt sé að hefja útgerðina. „Áhöfnin er klár í slaginn og nú vantar aðeins herslumuninn til þess að þessi draumur verði að veruleika. Markmiðið er að nem - ar Fjölsmiðjunnar geti síðan verið gjaldgengir skipverjar og svar að kallinu þegar vanan há - seta vantar á bát,“ segir Þorbjörn. Eitt af markmiðunum með starf semi deildarinnar er að gefa ung mennum sem vilja starfa í sjávarútvegi færi á verklegri þjálfun og réttindanámi í sam - vinnu við Fjöltækniskólann. Skjólstæðingar Fjölsmiðjunnar eru ungt fólk, sem hefur af einhverjum ástæðum flosnað upp úr námi eða vinnu. Að jafnaði eru ungmennin 6-8 mán - uði undir handarjaðri Fjöl - smiðjunnar. Um 270 ungmenni hafa notið leiðsagnar á þeim sex árum sem Fjölsmiðjan hefur verið starfrækt og um 80% þeirra hafa ýmist sest á skólabekk að nýju eða stunda nú reglubundna atvinnu. Fagriklettur gerður út fyrir 16-24 ára ungmenni Fjölsmiðjan og Nýsir keyptu, Fagraklett, HF-123, 150 tonna skip Þorbjörn Jensson, forstöðu - maður Fjölsmiðjunnar, kynnir starfsemi hennar á fundi. Stein - unn Guðnadóttir, í stjórn Fjöl - smiðjunnar og Stefán Þórarins - son stjórnarformaður Nýsis.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.