Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.04.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 26. apríl 2007 FH-ingar héldu héldu fótbolta mót í Risanum fyrir 7. flokk drengja sl. laugardag. Fyrirtækið Lýsing styrkti mótið og kepptu fjögur félög, ÍR, Stjarnan, Víkingur ásamt FH. Alls tóku um 180 þátt í mótinu, bæði á yngra ári og eldra ári, á geysilega vel heppnuðu móti þar sem foreldrar mættu líka og höfðu gaman af. Kátir í knatt spyrnu L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43 er opin: virka daga kl. 09:00 - 19:00 laugardaga kl. 11:00 - 16:00 sunnudaga kl. 13:00 - 16:00 Suðvesturkjördæmi kraginn.is Súpufundur 60+ n.k. laugardag milli kl. 11:00 og 13:00. Gestur fundarins: Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður Allir velkomnir! Fríkirkjan Sunnudagur 29. apríl Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Æðruleysismessa kl. 20 Fríkirkjubandið leiðir sönginn Allir velkomnir www.frikirkja.is Ástjarnarsókn Guðsþjónusta kl. 11 í samkomusal Hauka, Ásvöllum. Barnakór Ástjarnarsóknar og kirkjukór leiða söng. Aðalsafnaðarfundur kl. 12 eftir helgihaldið, kosning í sóknarnefnd skýrslur nefnda og önnur aðalsafnaðarfundarstörf. Sunnudagurinn 29. apríl Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10 - 12 Barnakórsæfi ngar miðvikudaga kl. 16.30 - 18 Safnaðarstarf í samkomusal Hauka TTT þriðjudaga kl. 16 - 17 Æskó 8. bekkjar þriðjudaga kl. 20 - 22 Æskó 9. - 10. bekkjar fi mmtudaga 20 - 22 Safnaðarstarf í Áslandsskóla www.astjarnarkirkja.is Henda má hjólbörðum án gjalds hjá Sorpu Einstaklingar og fyrirtæki geta skilað hjólbörðum til Sorpu án þess að greiða sér - stakt gjald fyrir úrvinnslu þeirra. Úrvinnslugjald er lagt á hjólbarða sem fluttir eru til landsins hvort sem þeir eru nýir eða sólaðir, stakir eða sem hluti af ökutækjum. Úrvinnslu gjald - ið er notað til að greiða fyrir með höndlun hjólbarða, endur - vinnslu, endurnýtingu eða förgun, eftir að notkun þeirra lýkur. Atkvæðagreiðsla íbúa í Hafn ar - firði um fyrirhugaða stækkun Ál - vers ins í Straumsvík var mikil - vægur prófsteinn á þró - un íbúa lýðræðis ekki bara hér í Hafnar firði heldur á landsvísu. Það var fagnaðarefni hversu mikil þátttaka var í kosningunum sem sýndi og sannaði að bæjar búar höfðu skýra af stöðu og skoðun á þessu stóra máli og vildu nýta sinn lýð ræð - is lega rétt til að hafa bein áhrif á niður stöð una í þessu máli. Vissulega voru og eru skoð anir skiptar um deiliskipu lags til löguna og fyrirhugaða stækk un álversins. Það var sam hugur um það í bæjarstjórn og meðal bæjarbúa að fara fram með afgreiðslu málsins með þessum hætti, á eins lýðræðislegan máta og kostur er. Við tókum þessa um ræðu með skýr um hætti fyrir bæjar stjórnar - kosningar á sl. vori þar sem Sam - fylkingin setti fram skýrar línur um að íbúar myndu kjósa um málið þegar öll gögn lægu fyrir. Um það kosninga loforð var m.a. kosið í síðustu bæjar stjórnar kosn - ingum og nið ur staða þeirra kosninga var skýr og afdráttar laus. Samfylkingin og forystumenn hennar hér í Hafnarfirði hafa haldið á þessu máli af ábyrgð og skynsemi. Þeir flokkar sem áður höfðu lýst andstöðu við íbúa kosn - ingar tóku á lokasprettinum skýra afstöðu með slíkum kosningum þegar þeir sáu hver almennur vilji bæjar búa var í þessum efnum. Breið sátt og samstaða náðist um um gjörð og reglur fyrir slíkar kosningar og bæjarbúar sýndu sinn hug með því að fjölmenna á kjörstað. Ég sjálfur var gallharður stuðn ings - maður og fylgjandi deili skipu lagstil lög - unni en að sjálfsögðu verð ég að sætta mig við niður stöðuna eins og allir sem una lýð - ræðinu. Það er því óneit anlega und arlegt að heyra úrtölu raddir einstakra aðila sem eru ósáttir við niðurstöður kosn ing anna og finna nú að formi og skipulagi og öllu sem finna má að. Þá fyrst og fremst því að íbúarnir í bænum skyldu hafa fengið að ráða þessu máli sjálfir. Hjá þessum aðilum á lýðræðið greinilega ekki að virka nema sem skrautyrði á hátíðar - stundum, í það minnsta ef niður - staða kosninga er viðkomandi ekki að skapi. Við skulum virða meginreglur lýðræðisins og við skulum líka meta það og þakka að okkur er gefinn kostur á því af hafa bein áhrif á niðurstöðu mikilvægra mála. Það er lýðræði í reynd og það er skýrari framþróun í sam - ráði og samvinnu við bæjarbúa og landsmenn en við höfum áður kynnst. Við skulum læra að lifa með lýðræðinu. Hafnfirðingar, verum þakklátir fyrir það tækifæri sem við fengum til að taka þátt í íbúalýðræði í reynd. Það er nokkuð sem komið er til að vera í íslensku samfélagi. Höfundur er fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði. Lærum að lifa með lýðræðinu Ingvar V iktorsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.