Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 14.06.2007, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 14. júní 2007 1. deild kvenna í knattspyrnu VIÐ MÆTUM Á VÖLLINN Í SUMAR – ÁFRAM FH Næsti leikur er mánudaginn 18. júní kl. 20 á Kaplakrika FH - GRV Knattspyrna Bikarkeppni kvenna: Fjölnir - FH: (miðvikudag) Bikarkeppni karla: Víkingur Ó - Haukar: 6-7 1. deild kvenna: Haukar - FH: 4-1 Úrvalsdeild karla: FH - Fylkir: 0-0 Næstu leikir: Knattspyrna 14. júní kl. 20, KR-völlur KR - FH (úrvalsdeild karla) 16. júní kl. 14, Vilhjálmsvöllur Höttur - FH (2. deild karla) 16. júní kl. 14, ÍR-völlur ÍR - ÍH (2. deild karla) 18. júní kl. 20, Kaplakriki FH - GRV (1. deild kvenna, a-riðill) 18. júní kl. 20, Víkingsvöllur HK/Víkingur - Haukar (1. deild kvenna, a-riðill) 20. júní kl. 19.15, Kaplakriki FH - Breiðablik (úrvalsdeild karla) Námskeið fyrir börn hjá Björk Fjölbreytt og skemmtileg nám skeið eru í boði hjá Fim - leikafélaginu Björk í júní og ágúst. Í boði eru námskeið í klifri, taekwondo, fimleikum sem og almenn íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Nánari upplýsingar fást hjá Fimleikafélaginu Björk að Haukahrauni 1 og í síma: 565 2311 eða á www.fbjork.is Sundfélag Hafnarfjarðar, í samstarfi við Símann stóð fyrir Sunddeginum mikla í Suður - bæjarlauginni sl. laugardag en Síminn bauð landsmönnum frítt í sund þann dag. Margt var gert gestum til skemmt unar, m.a. var renni - brautarkeppni, arm beygju - keppni og sundkeppni, ásamt mörgum öðrum skemmtilegum þrautum. Einnig var hressandi tónlist spiluð á bakkanum og vakti það mikla ánægju. Þátttaka var mjög góð og var almenn ánægja með framtakið. Veðrið var fínt og gaf Síminn ýmsan nytsamlegan varning eins og kúta, sundbolta, hand - klæði, drykki og fleira. Á sunnudeginum var einnig frítt í sund og þá stóð foreldra - félag SH fyrir vöfflu sölu í Suðurbæjarlauginni og mæltist það vel fyrir. Salan er þáttur í fjáröflun fyrir Aldurs meist ara - mót Íslands sem haldið verður á Akureyri um mánaða mótin júní- júlí. Er það stærsta sundmót landsins fyrir unglinga og hafa hátt á fjórða tug sundmanna frá SH náð lág mörkum til þátttöku á mótinu. Eldri keppendurnir eru ný komnir úr æfingaferð til Sló veníu en margir af þeim yngri náðu sínum lágmörkum á OB mótinu sem haldið var í Sundhöll Hafnarfjarðar 2. júní s.l. Næst á dagskrá hjá SH er þátt - taka í Bikarkeppni Íslands sem fer fram í Vatnaveröldinni í Keflavík um helgina og þangað sendir SH tvö lið. Hafnfirðingum verður boðið aftur í sund í júlí og ágúst og verður þá frítt í sund. Nánari dagsetningar verða tilkynntar þegar nær dregur. Sunddagurinn mikli L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i sFrá klifurnámskeiði L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.