Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 27.09.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 27. september 2007 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 30. september Sunnudagaskólinn kl. 11 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri Guðþjónusta kl. 13.00 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson, héraðsprestur Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. 8-9 ára starf á mánudögum kl. 16.30 10-12 ára starf (TTT) á mánudögum kl. 17.00 Unglingastarf á mánudögum kl. 19.30 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. Samverustundir 10 laugardagsmorgna kl. 10.30 - 12 Kynning á bókum um kristileg efni. Efni laugardagsins 29. sept.: Hjónabandið í blíðu og stríðu Leibeinandi: María Eiríksdóttir www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 45 daga í fangelsi Missti bílprófið ævilangt fyrir ölvunarakstur 59 ára gamall Hafnfirðingur var í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir ölvunarakstur. Hann var jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Var hann sakfelldur fyrir ölvunarakstur í tvígang, í mars og í ágúst og er það í þriðja sinn sem hann hlýtur refsingu fyrir slík brot. Reyndist áfengismagn í blóði hans vera 1,81‰ í fyrra skiptið en 1,51‰ í hið síðara. Neitaði Hafn firð - ingurinn í bæði skiptin að hafa drukkið en enginn vafi var talinn á sekt hans. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem lesa má á domstolar.is kemur fram að samkvæmt sakavottorði mannsins gerði hann árið 1999 sátt hjá sýslumanninum í Hafnarfirði um greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar í 12 mánuði vegna ölvunaraksturs. Þá var hann sakfelldur í dómi árið 2002 fyrir ölvunarakstur og dæmdur til greiðslu 160.000 króna sektar og til sviptingar ökuréttar í þrjú ár frá þeim degi að telja. Keiliskonur ætla að gera sér glaðan dag á morgun, föstudag og verðlauna þær sem voru í sex efstu sætunum í báðum flokkum í Sumarmótaröðinni. Forgjöf 0-18: 1. Margrét Berg Theodórsdóttir 143 pk 2. Kristín Sigurbergsdóttir 142 pk 3. Þórdís Geirsdóttir 141 pk 4. Anna Snædís Sigmarsdóttir 139 pk 5. Helga Gunnarsdóttir 132 pk 6. Unnur Sæmundsdóttir 129 pk Forgjöf 19-36 1.-2. Dröfn Þórisdóttir 146 pk 1.-2. Heiðrún Jóhannsdóttir 146 pk 3. Oddný Hrafnsdóttir 142 pk 4. Jónína Kristjánsdóttir 141 pk 5. Bjarney S. Sigurjónsdóttir 139 pk 6. Rebekka Valgeirsdóttir 136 pk Þetta er jafnfram lokahóf þeirra í ár og dregið verður úr skorkotum þeirra sem ekki fá veðlaun. Ingveldur Ingvarsdóttir mun taka við formannsembættinu í Kvennanefnd Keilis af Fanney Gunnarsdóttur Keiliskonur fagna góðum árangri Hlynur Guðmundsson er byrjaður að klippa, lita, slétta og krulla á hársnyrtistofunni Rún, Garðatorgi 7 Garðatorgi 7 sími 565 6445 Hár og útlit — Rún F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 9 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Hafnarfjarðarbær, Metan hf. og N1 hf. hafa gert með sér sam - komulag sem er fyrsta skrefið í átt að metanafgreiðslustöð í bænum. Samkvæmt samkomu - lag inu mun Metan hf., fyrir hönd Hafnar fjarðarbæjar og Metan, láta vinna hagkvæmis- og kostn - aðar áætlun á flutningi á metani til Hafnarfjarðar. Verði niður - stöður jákvæðar hefur N1 skuld - bundið sig til að setja upp af - greiðslu stöð fyrir metan í Hafn - ar firði. Niðurstaða áætlunarinnar á að liggja fyrir í lok árs 2007. Áhugi er hjá Hafnarfjarðarbæ og fyrirtækjum í bæjarfélaginu að auka þátt vistvænnar orku í sínum rekstri. Til að svo megi verða er nauðynlegt að koma upp annarri afgreiðslu á metani á höfuðborgarsvæðinu, en nú er metan einungis afgreitt á stöð N1 á Bíldshöfða. Hagvagnar og Hópbílar fara fremst í flokki áhugasamra fyrirtækja og vinna markvisst að notkun vistvænna orkugjafa á almenningsvagna sína. Með samningnum taka Hafn - arfjarðarbær, Metan hf. og N1 hf. af skarið og sameinast um mikil - vægt umhverfis- og sam félags - legt verkefni sem vonandi skilar því að aðgengi að metani muni taka stakkaskiptum og me tanið með því verða raunhæfur val - kostur í eldsneytisvali fyrir sam - göngur. Vilja flytja metan inn til Hafnarfjarðar Ef af verður þá verður sett upp metanafgreiðslustöð í bænum

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.