Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.11.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 22.11.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. nóvember 2007 Kiwanishreyfingin, Eimskip og Safalinn hafa gert samning til næstu þriggja ára um kaup og dreifingu á hjálmum til allra barna í fyrsta bekk grunnskóla landsins. Áætlað markaðsvirði samningsins er um 20 milljónir króna. Undanfarin fjögur ár hafa Eim skip og Kiwanishreyfingin gef ið öllum börnum í fyrsta bekk grunn skólanna hjálm, til nota á reið hjólum, hlaupahjólum, línu - skautum og hjólabrettum. Hátt í 20 þúsund börn hafa notið góðs af þess ari gjöf Eimskips og Kiwanis og hafa þeir nú þegar sann að gildi sitt. Dæmi eru um að hjálmarnir hafi bjargað lífi barna sem lentu í slysi en notuðu hjálminn. „Kiwanishreyfingin er ákaflega þakklát góðum stuðn - ingi Eimskips og við fögn um þessum samningi. Kiwanis - hjálm arnir hafa vakið verð - skuldaða athygli á heimsvísu inn an hreyfingarinnar. Það fellur líka mjög vel að alheims - markmiðum Kiwanis, sem er að hjálpa börnum heimsins,“ sagði Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri Kiwanis. „Eimskip leggur mikla áherslu á öryggismál í allri starfsemi sinni og mikilvægt er að fyrir - tæki eins og Eimskip styðji framtak á borð við hjálma - verkefnið. Um 20 þúsund börn hafa nú fengið slíka hjálma og má gera ráð fyrir að á næstu þrem ur árum bætist annar eins fjöldi við,“ sagði Guðmundur Davíðsson forstjóri Eimskips á Íslandi. Hjálmaverkefni fær tryggan bakhjarl Eimskip kostar hjálmaverkefni Kiwanis næstu 3 árin Við undirritunina voru, f.v. sitjandi: Þorvaldur Ólafsson Safalnum, Guð mundur P. Davíðsson forstjóri Eimskips á Íslandi, Gylfi Ingvarsson um dæmisstjóri Kiwanis og Andrés Hjaltason fráf. umdæmisstjóri Kiwan is. Standandi f.v.: Óskar Guðjónsson erlendur ritari Kiwanis, Guð björg Ingvarsdóttir verkefnastjóri í markaðsdeild Eimskips, Matt - hías G. Pétursson kjörumdæmisstjóri Kiwanis og Guðmundur Oddgeir Indriðason formaður hjálmaverkefnis Kiwanis. Símabúðin Firði var stækkuð verulega fyrir nokkru. Eigend - urnir, hjónin Guðbjörg Fjóla Hall dórsdóttir og Heimir Ásgeirs son sögðu blaðamanni Fjarðar póstsins frá helstu áherslunum í búðinni. Þau segja að mikil sala sé í ýmsum íhlutum og fylgihlutum með farsímum þó sala á símum aukist stöðugt enda geta þau útvegað alla þá síma sem hér eru á markaðnum. Þau benda hreykin á úrvalið á raf - hlöðum í síma af flestum gerðum sem þau segja vera á mjög góðu verði, t.d. kosta raf hlöður í flesta Nokia síma aðeins 1.990 kr. Þau flytja rafhlöðurnar sjálf inn frá Finn landi og geta útvegað rafhlöður í heimasíma og í hleðsluborvélar líka. Minniskort í myndavélar segja þau vera á mjög góðu verði hjá sér en einnig selja þau minnislykla. Af öðrum símahlutum segja þau mikið spurt um þráðlausan búnað, blátannarbúnað sem hægt er að fá í mörgum útfærslum og einnig sérstakar bíleiningar. Þau bjóða einnig I-pod og mp3 spilara á mjög góðu verði frá Transit en þeir eru með útvarpi og hægt er að nota þá sem upptökutæki. Þá eru þau Guðbjörg Fjóla og Heimir með umboð fyrir Voda - fone, Stöð 2 og Símann auk þess sem þau selja strætókort. Þau veita alla almenna þjónustu fyrir þessa aðila og þangað getur fólk komið og fengið myndlykla keypt stöðvar og fl. Þau segja aukna samkeppni hafi aukið sölu á símum og hefur sennilega orðið til þess að færri Hafnfirðingar fari út fyrir bæjarmörkin til að versla síma og símabúnað. Stærri Símabúð í Firði Heimir Ásgeirsson og Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Enn verða óhöpp á Klettahlið eins og þegar staur eyði lagðist í síðustu viku. „Þrátt fyrir ítrek - aðar áhyggjur margra íbúa við Klettahlíð af hraðakstri niður brekkuna hafa bæjaryfirvöld ekki brugðist við óskum um úrbætur,“ segir einn íbúanna við blaðamann Fjarðarpóstins og segir að kannski megi deila um alvar leika málsins þar sem ekki hafa orðið stórslys á fólki ennþá, „einungis“ útafakstrar t.d. inní húsa garða. Áhyggjur af hraðakstri á Klettahlíð Ekið á staur í götunni í síðustu viku Hún var ljót aðkoman hjá þeim hjónum Magnúsi Björgvini Sveins syni og Ingu Maríu Magnús dóttur í Skógarásnum þar sem þau eru að reisa sér ein - býlishús. Lásar höfðu verið klipptir af vinnuskúr og gámi þar sem geymd voru verkfæri, efni og vinnufatnaður og var öllum verkfærum stolið svo og vinnu - fatnaðinum, skrúfu pökkum og fl. Segja þau tjónið mikið og segja skrítið að sjá að jafnvel skítugur vinnufatnaður hafi verið tekinn og áteknir skrúfupakkar sem bendi til þess að þeir sam þarna hafi verið að verki ætli að nota þetta við byggingarvinnu. Reynt var að fara í fleiri gáma á svæðinu og sjást m.a. ummerki eftir klippur á lási á gámi á næstu lóð. Að sögn lögreglunnar er alltaf eitthvað um þetta en að sögn Ingu og Magnúsar virðist hafa verið farið í fleiri vinnuskúra í þessu hverfi og nágranni þeirra hafi brynvarið sinn vinnuskúr eftir innbrot í hann. Byggingavaktin Þau hafa ritað bréf til hús - byggjenda í hverfinu og hvetja til árvekni í hverfinu og samstarfs og benda á að lögreglan í bænum hafi 2-3 bíla til að aka um Hafnarfjörð og Garðabæ og dugi það ekki til. Vilja þau að hús - byggjendur skiptist á að vakta svæðið á næturnar og segja að reyndar væri ekki dýrt að kaupa vakt á svæðið og deila kostnað - inum á öll húsin. Vinnugalli og skrúfur hurfu Lásar brotnir og miklu stolið úr vinnuskúr í Áslandi Frá byggingarsvæðinu í Áslandi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Lásarnir höfðu verið klipptir með sterkum klippum. Rétt við bæjardyrnar hjá okkur, í Vallkór í Kópavogi hefur Anna Borg, sjúkraþjálfari og einkaþjálfari opnað glæsilega líkamsræktarstöð. Hún segir stöð ina vera hluta af stærri heild í Kópavogi þar sem í upp bygg - ingu er fyrsta flokks íþrótta að - staða, fræðasetur, víðtæk heilsu - tengd starfsemi, með læknum, og sjúkra þjálfurum en á staðnum verður líka fram halds skóli. Stöðin verður í samstarfi við fag aðila, sjúkra þjálfara, heilsu - gæslu og íþrótta félög. Meðal nýj unga í stöðinni er þjálfunar - fer ill á lykli sem brúar bil á milli einkaþjálfara og þjálfunar á eigin vegum. Lyk illinn er forritaður með þörfum einstaklingsins sem setur hann svo í viðkomandi tæki sem gefur leiðbeiningar um notkun. Anna segir í stöðinni megi finna aukið úrval tækja, hefðbundin tæki og tæki sem sérstaklega þjálfa úthald og auki brennslu. Þá sé í stöðinni „kinesis tæki“, háþróuð tæki þar sem gott er að að þjálfa í einu liðleika, styrk og stöð ug leika. Anna er gift Arnóri Guðjohn - sen sem er einn af eigendum Knatt spyrnuakademíu Íslands. Þjálfunarferlið á lykli Anna Borg opnar heilsuræktin H10 sport og spa Anna Borg í nýju stöðinni í Vallarkórnum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.