Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 06.12.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. desember 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 9. desember, 2. sunnudagur í aðventu Fjölskylduhátíð kl. 11 Bjarni Gíslason fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar kynnir Hjálparstarfið og jólasöfnun þess. Barna-og unglingakórar kirkjunnar syngja. Kórstjóri: Helga Loftsdóttir, Undirleikari: Anna Magnúsdóttir Gleðigjafar leika og syngja. Leiðtogar sunnudagaskólanna leiða hátíðina ásamt sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni sóknarpresti. Kirkjuþjónn: Jóhanna Björnsdóttir Barnastarf 10-12 ára: Þriðjudaga kl. 17-18.15 Barnastarf 7-9 ára: Fimmtudaga kl. 17-18.15 Ungbarnamorgnar: Fimmtudaga kl. 10-12 www.hafnarf jardark i rkja. is Aðventuhátíð í kvöld Aðventuhátíð Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju verður haldin í safnaðarheimili kirkjunnar í kvöld og hefst kl. 20. Ræðumaður er Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, Bar - börukórinn syngur og sr. Þórhallur Heimisson leiðir dagskrána. Boðið upp á kakó, piparkökur og konfekt að athöfn lokinni. Jólaþorpið um helgina Laugardagurinn 8. desember kl. 14: • Alan Jones frá X factor kemur og syng ur lög af nýju jólaplötunni sinni • Varúð – Grýla á vappi í þorpinu • Félagsmiðstöðin Ásinn með tónlistaratriði • María, Asninn og Gjaldkerarnir, barna- og unglingaleikrit frá Borgarleikhúsinu • Jólasveinabandið tekur lagið Sunnudagurinn 9. des kl. 14: • Jólaball með Gunna og Felix • Sproti skemmtir • Grýla mætir með einn af sonum sínum og skemmtir þorpsbúum og gestum Gamlar myndir í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands myndina Hvísl og hróp (Viskningar och rop 1972) eftir Ingmar Bergman. Hvísl og hróp gerist á hefðarsetri á seinni hluta 19. aldar. Karin og María hjúkra systur sinni Agnesi ásamt þjónustustúlkunni Önnu. Líf systranna, fullt af lygum, undirferli, kaldlyndi, sjálfsfyrirlitningu, sekt og ást í meinum, sést af og til í endurliti. Dramatískur dauðakrampi Agnesar vekur þeim einungis andúð. Systurnar hörfa undan, hvor á sinn hátt, þegar hún reynir að grípa í hendur þeirra á dauðastundinni. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - mynda safnið Chaplin myndin Kóngur í New York (A King in New York) frá 1957. Shadow konungur kemur til New York allslaus maður, eftir að upp - reisn brýst út í ríki hans. Hann kynnist Rubert en foreldrar hans hafa verið dregin fyrir óamerísku nefndina grun - uð um að vera kommúnistar. Sem afleiðing af kunningsskap þeirra er Shadow sjálfur grunaður um kommúnisma og verður að koma fyrir eina af yfirheyrslunefndum Mc - Carthys. Þetta er fyrsta mynd Chaplins eftir að hann fór í útlegð frá Bandaríkjunum og sú síðasta sem hann leikur sjálfur aðalhlutverk í. Jólaföndur í Lækjarskóla Jólaföndur verður í Lækjarskóla á laugardaginn kl. 11 til 14. Föndur - vör ur við allra hæfi verða til sölu á staðnum, verð á bilinu 250.- og 500.- kr. og veitingar á vægu verði. Nem - endur, foreldrar þeirra og systkini, ömm ur og afar njóta jóla stemmn ing - arinnar saman við föndur undir ljúfri jólatónlist. Hver skyldi hafa valið í keppnislið Hafnar - fjarðar í Útsvar. Eftir tap liðsins gegn Akranesi hefur ekki verið nokkur leið að fá uppgefið þann er valdi og skyldi engan undra að hann sé í felum. Við keppendurnir höfðum á orði að við yrðum að vera í felum, jafnvel í gervi Grýlu ef við töpuðum en svo furðulega vill til að okkur var næstum tekið eins og hetjum þegar við komum í bæinn aftur. Það segir meira en nokkur orð hversu trúin á okkur var lítil. Grínlaust sluppum við vel miðað við aðstæður og skrambi fúlt að ná ekki inn þessum aukastigum sem þurfti til að vinna eða bara komast áfram. Hins vegar var þetta fyrir okkur hin besta skemmtun og mjög gaman að keppa við eldhressa Skagamennina. Þeim er valdi liðið er fyrirgefið. Nú keppist fólk við að komast í jólaskap, hús eru skreytt, smákökur eru bakaðar og jólaföndur er búið til í hverjum skóla. Mest snýst þetta þó um kaupmennsku og fátt virðist draga okkur í bæinn nema verslanir og von um góð kaup. Til að draga úr jólastressinu hvet ég Hafnfirðinga til að dvelja í heimabæ um jólin og skoða í ró og næði hvað hinar fjölmörgu verslanir hafa upp á að bjóða. Ég er orðin svo góðu vanur að ég versla helst allt í Hafnar - firði. Það sparar mikið bensín og tíma að þurfa ekki að þvælast út fyrir bæinn. Við karlmennirnir fáum reyndar fátt fatarkyns hér í bæ, nema sumir unglinganna og því þurfum við að fara í höfuðstaðinn einu sinni til tvisvar á ári til að byrgja okkur upp ef við nýtum þá ekki einhverja utanlandsferðina og verslum þar sem buxur og skyrtur eru í löngum röðum og auðvelt að velja. En það má flest annað fá hér í bæ og ég hvet Hafnfirðinga til að spara bensínið. Guðni Gíslason 1. Dælustöð við Óseyrarbraut, breytingar 1. Lögð fram tilboð í endurnýjun á dælum og stjórnbúnaði stöðvar - innar. 2. Lagður fram áætlaður fram kvæmdakostnaður Ístaks hf. í stækk un stöðvarinnar. 3. Lögð fram tilboð í rafdrifna loka vegna miðlunartanks á Suður fyllingu. Óskað er eftir heim ild til að ganga til samninga vegna þessara þriggja verkþátta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram fyrirspurn þess efnis að kostnaður vegna skýrslunnar verði lagður fram. Gert var stutt fundarhlé og af því loknu var fundi fram haldið. Liður 1. Framkvæmdaráð sam - þykkir með 3 atkvæðum og 2 greiða ekki atkvæði að fela um - sjónarmanni fráveituframkvæmda að ganga til samninga við lægst - bjóðanda, Fálkann hf. Liður 2. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Liður 3. Framkvæmdaráð sam - þykkir með 3 atkvæðum og 2 greiða ekki atkvæði að fela um - sjónarmanni fráveituframkvæmda að ganga til samninga við lægst - bjóðanda, Fálkann hf. 2. Graffíti Til fundarins kom Ólafur Ste f - áns son forstöðumaður Setursins. Ólafur kynnti verkefnið og taldi það vera afar jákvætt forvarnaverkefni. Hingað til hefur ungt fólk verið að spreyja bæði listaverk og skemmd arverk í skjóli nætur en nú á að gefa þeim sem vilja tækifæri á að spreyja nokkur undirgöng í Hafnarfirði. Þau þurfa að fá leyfi og stendur til að leiðbeina þeim þannig að verkefnið fari í já - kvæðan farveg. Með þessari snert ingu næst tækifæri til að breyta ólöglegri iðju í skipulagt æskulýðsstarf. Starfshópur er að vinna við að móta verkefnið. Haldin hafa verið námskeið þar sem þeim eru kennd rétt vinnu - brögð og fjallað um öryggisatriði. Lögreglan í Hafnarfirði hefur lagt nám skeiðunum lið með fræðslu um lagalegu hliðina. Forvarnanefnd styður verkefnið á allan hátt og telur það ýta undir fjölbreyttara framboð á tóm stund - um fyrir börn og unglinga. Kapelluhraun I Þriðjudaginn 4. des. kl. 11 voru opnuð tilboð í ofangreind verk í fundarherbergi bæjarskrifstofu á 3. hæð, Strandgötu 6. Bjóðendur voru inntir eftir fyrirvörum eða athuga semdum áður en opnað var. Svo var ekki. Verkkaupi tekur fram að rangar dagsetningar koma fram á tilboðsblaði. 1. Nettur ehf. 157.324.542,- 2. Suðurverk ehf. 187.254.639,- Frávik 1: 185.171.991,- 3. Glaumur ehf. 153.899.925,- 4. Heimir og Þorgeir ehf. 180.557.215,- 5. Ásberg ehf. 182.589.378,- 6. Vélaleiga AÞ ehf. 158.126.007,- Frávik 1: 151.872.207,- 7. Klæðning ehf. 171.000.000,- 8. Magni ehf. 150.405.961,- Frávik 1: 147.833.155,- Frávik 2: 144.898.623,- Kostnaðaráætlun 224.033.218,- Víðistaðakirkja 2. sunnudagur í aðventu 9. desember Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Messa kl. 13:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Natalíu Chow. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.