Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Side 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006
Ostahúsið sem hefur verið
starfrækt síðustu 14 ár í
Hafnarfirði er nú flutt að Brúar-
vogi 2 í Reykjavík eftir að fram-
leiðslufyrirtækið Í einum græn-
um ehf. eignaðist Ostahúsið.
Helstu áherslubreytingar eru
þær að vöruval fyrir verslanir er
nú meira, fjölbreyttari veislu-
þjónusta og ostakörfur fyrir öll
tækifæri ásamt aukinni þjónustu
við stóreldhús og mötuneyti.
Verslunin sem áður var á
Strandgötu 75 Hafnarfirði hefur
verið lögð niður en í staðinn er
lögð áhersla á sölu á veislu-
þjónustu og ostakörfum í gegn-
um síma og einnig í gengum
vefsíðu fyrirtækisins www.osta-
husid.is
Ostahúsið býður upp á veislu-
þjónustu fyrir öll tækifæri,
ostabakka með fjölbreyttu úrvali
af ostum, vínberjum, sultum,
ólífum og fl. Grænmetisbakka,
ávaxtabakka, stóra brieosta og
girnilegar ostatertur ásamt
fjölbreyttu úrvali af ostakörfum.
Ostakörfurnar eru í fjórum
stærðum en þar að auki er mögu-
leiki á að útbúa stærri og veiga-
meiri körfur eftir óskum hvers
og eins. Í allar körfurnar má
einnig bæta víni eða öðru ef ósk-
að er.
Osthúsið hefur ætíð lagt mikla
áherslu á persónulega þjónustu,
útkeyrslu og heimsendingar en
sérstök áherslu er lögð á fjöl-
breyttar og girnilegar ostakörfur
nú fyrir jólin.
Ostahúsið á nýjum stað
Fyrirtæki og einstaklingar
Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur,
vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl,
skattakærur, fjármálaráðgjöf.
Magnús Waage, viðurkenndur bókari
Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275
Fjármálaeftirlitið samþykkti sl.
föstudag samruna Sparisjóðs
vélstjóra, SPV og Sparisjóðs
Hafnarfjarðar, SPH en stofnfjár-
eigendur beggja sjóðanna sam-
þykktu samrunann 1. desember
sl. Sparisjóðsstjórar Sparisjóðs
Vélstjóra eftir innlimun SPH eru
þeir Ragnar Z. Guðjónsson og
Magnús Ægir Magnússon.
Sparisjóður vélstjóra, SPV, var
stofnaður 11. nóvember 1961.
Sparisjóður Hafnarfjarðar, SPH,
var stofnaður 22. desember árið
1902 og S24, dótturfyrirtæki
SPH, var sett á stofn þann 14.
október 1999. Sameinaður spari-
sjóður starfrækir sjö útibú.
Stofnfé Sparisjóðs Vélstjóra
er eftir innlimun Sparisjóðs
Hafnarfjarðar að lágmarki kr.
216.339.841.- skv. samþykktum
sjóðsins frá 1. desember sl.
Reiknað er með að fundið verði
nýtt nafn á sjóðinn.
Af upprunalegum ábyrgðar-
mönnum SPH, síðar stofnfjár-
aðilum voru aðeins 4 eftir 24.
nóvember sl. þeir, Helgi Vil-
hjálmsson, Matthías Á. Mathie-
sen, Páll Pálsson og Trausti Ó.
Lárusson. Þá áttu Eyjólfur Reyn-
isson og Ingólfur Flygenring
einnig enn hluti en undir nöfnum
eignarhaldsfélaga.
Skv. ársreikningi SPV keypti
sjóðurinn 5 stofnfjárhluti í SPH
af 93 á um 22,5 milljónir kr. en
skv. heimildum Fjarðarpóstsins
eru þeir metnir nú á um 60
milljónir kr. en stofnfjáraðilar fá
í skiptum fyrir sína hluti, hluti í
Sparisjóði Vélstjóra.
Fjármálaeftirlitið samþykkir
samruna sparisjóðanna
Tveir sparisjóðsstjórar hjá Sparisjóði Vélstjóra
Stofnfjáraðilar SPH dags. 24. nóvember 2006
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. Borgartúni 31, Reykjavík
Fjárfestingarfélagið Vatnaskil ehf. Skipholti 50d, Reykjavík
Fjárfestingafélagið Klettur ehf.
(Jón Auðunn Jónsson) Fjarðagötu 11, Hafnarfjörður
Fjárfestingafélagið Primus ehf. Efstaleiti 5, Reykjavík
Fons Eignarhaldsfélag hf. Suðurgötu 22, Reykjavík
FR16 ehf. Björtusölum 4, Kópavogur
Glitnir eignarhaldsfélag ehf. Kirkjusandi 2, Reykjavík
Guðmundur A. Birgisson Núpum 3, Ölfus
Gunnar Hjaltalín Sævangi 44, Hafnarfjörður
Hagar ehf. Skútuvogi 7, Reykjavík
Helgi Vilhjálmsson Skjólvangi 1, Hafnarfjörður
Hvítá ehf. (Eyjólfur Reynisson) Suðurgötu 100, Hafnarfjörður
JP Fjárfestingar ehf. Laugavegi 182, Reykjavík
Karen Millen Bretlandi
Kevin Stanford Bretlandi
LL Eignir Lækjarási 7, Reykjavík
Matthías Á. Mathiesen Hringbraut 59, Hafnarfjörður
MP Fjárfestingarbanki hf. Skipholti 50d, Reykjavík
Myllan - Brauð ehf. Tunguhálsi 11, Reykjavík
Páll Pálsson Mánastíg 6, Hafnarfjörður
Saxhóll ehf. Nóatúni 17, Reykjavík
SGP Fjárfestingar ehf. Laugavegi 182, Reykjavík
Sigurður Bollason ehf. Mávahrauni 7, Hafnarfjörður
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Kringlunni 5, Reykjavík
Skarðshyrna ehf. Nesbala 17, Seltjarnarnes
Sparisjóður Kópavogs Hlíðarsmára 19, Kópavogur
Sphinx ehf. (Ingólfur Flygenring) Fagrahvammi 10, Hafnarfjörður
Trausti Ó. Lárusson Fögrukinn 9, Hafnarfjörður
Ziltis Inc. Laufásvegi 69, Reykjavík
Þórður Magnússon Hraunbrún 20, Hafnarfjörður
Mikil uppbygging er nú við
Tjarnarvelli, en það er gata sem
mun liggja frá hringtorginu við
Ástjörn og inn á Vellina, milli
Ásbrautar og Reykjanesbrautar.
Við Tjarnarvelli 15 er þegar
risið hús sem hýsir Bónus og
bakaríið Kornið. KFC byggir
nær bænum á nr. 13 og Europris
stefnir á að opna stóra glæsilega
verslun síðla næsta árs á lóð nr.
11. Rausn ehf. og Endurskoðun
Gunnars Hjaltalín hafa lóð nr. 9
en þar hefur ekki verið ákveðið
um byggingaráform eftir að
keppni um heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins tapaðist. á lóð
nr. 5 hyggst Skúlason símver
ehf. byggja stórt og glæsilegt hús
sem áformað er að verði tilbúið í
ársbyrjun 2008. Lengst er komin
bygging stórhýsis að Tjarnar-
völlum 3 sem er í eigu Fjarðar-
verks en þar hefur ekki endan-
lega verið ákveðið hvaða starf-
semi þar verði til húsa. Þá stefnir
Samkaup á að byggja verslun á
nr. 1 í samstarfi við önnur fyrir-
tæki en þetta er stærsta lóðin á
svæðinu og næst hringtorginu
við Ástjörn.
Lóð nr. 7 hefur ekki verið
úthlutað en hún hefur verið frá-
tekin í langan tíma fyrir FL-
group og segist bæjarstjóri vænta
svars frá þeim á næstunni.
Heimildir Fjarðarpóstins
herma hins vegar að áhugi þar á
bæ sé lítill og litlar líkur á að
fyrirtækið byggi þarna á þessum
eftirsótta stað en að sögn bæjar-
stjóra eru margir á biðlista eftir
lóðum þarna.
Byggja við Tjarnarvelli
Frátekin lóð fyrir FL-group þrátt fyrir biðlista
Hin árlega Jólavaka við kerta-
ljós í Hafnarfjarðarkirkju verður
haldin sem endranær 3. sunnu-
dag í aðventu, nú á sunnudag og
hefst hún kl. 20.
Ræðumaður vökunnar verður
Kristín Ingólfsdóttir, háskóla-
rektor. Hún hefur sett markið
hátt í framsækinni menntastefnu
Háskóla Íslands og tekur þar mið
af siðferðilegum verðmætum.
Mjög verður vandað til alls
tónlistarflutnings á jólavökunni,
Hjörleifur Valsson leikur á for-
láta Stradivariusarfiðlu, Gunnar
Gunnarsson leikur á þverflautu,
Svava Kristín Ingólfsdóttir, sópr-
an, syngur einsöng og stjórnar
Kór Hafnarfjarðarkirkju sem
flytur aðventu og jólatónlist og
Antonía Hevesi, organisti leikur
á orgel og flygil.
Við lok vökunnar bera ferm-
ingarbörn loga af altarisljósum
um kirkjuna og kveikja á kertum
sem viðstaddir hafa fengið í
hendur og berst þá loginn frá
einum til annars sem vottur þess
að trúar- og fagnaðarljós jóla
kemur til þeirra. Eftir vökuna er
boðið upp á heitt súkkulaði og
smákökur í Hásölum Strand-
bergs.
Hafnarfjarðarkirkja
Jólavaka við kertaljós
Kristín Ingólfsdóttir, háskólarektor, ræðumaður
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Haukahúsið t.v. og nýbygging Fjarðarverks ehf. á Tjarnarvöllum 3.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n