Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Side 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006
Jólakort
Samhjálpar
komin út
Sala er hafin á jólakortum
Samhjálpar. Heiti kortanna er
Vetrarfuglar sem er myndröð
eftir listmálarann Sigurþór
Jakobsson.
Sex mismunandi kort eru í
hverjum pakka og er verð
hvers pakka með umslögum
690 krónur. Einnig er hægt að
kaupa pakka á 990 krónur og
fylgir þá annað hvort með
geisladiskurinn Greater Than
Anything eða bókin Koss
götunnar. Þannig er hægt að
eignast hvort tveggja jólakort
og jólagjöf fyrir afar lága
upphæð.
Allur ágóði af sölu kortanna
rennur til hjálparstarfs Sam-
hjálpar.
Kortin eru til sölu á skrif-
stofu Samhjálpar að Stangar-
hyl 3a í Ártúnsholti. Einnig er
hægt að panta kort á milli kl. 9
og 15 alla virka daga í síma
561 1000.
Nýr vefur um
vísindi
menntagatt.is/visindi
Í nóvember árið 2004 skipaði
menntamálaráðherra starfshóp
til að gera tillögur um aðgerðir
til fjölgunar nemenda í raun-
vísindum og raungreinum.
Starfshópurinn hefur skilað
ráðherra tillögum sínum. Með-
al tillagnanna er að Menntagátt
verði falið að halda utan um og
koma á framfæri upplýsingum
um margvíslega starfsemi
tengda raunvísindum sem hinir
ýmsu aðilar standa að. Þar á
meðal eru viðburðir sem eru til
þess fallnir að auka áhuga
nemenda og almennings á
raungreinum og tækni, en þar
er meðal annars átt við keppnir
af ýmsu tagi, námskeið,
Vísindavefinn, hátíðir og verð-
laun.
Sett hefur verið upp sérstak-
ur vefur hjá Menntagátt,
www.menntagatt.is/visindi,
þar sem er að finna aðgengi-
legar upplýsingar um félög,
stofnanir, viðburði sem tengj-
ast náttúruvísindum og
kennsluefni. Hvatt er til þess að
sem flestir nýti sér þessar upp-
lýsingar og komi á framfæri
ábendingum um nýja viðburði
eða áhugavert efni á
bjorn@menntagatt.is.
Frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
Mikilvægar dagsetningar!
Lok haustannar
Jólatónleikar Kórs Flensborgarskólans, Vinakvöld á aðventu, verða í Hamarssal
Flensborgarskólans laugardaginn 16. desember kl. 16.00.
Gestir tónleikanna verða Páll Óskar og Monika.
Miðar til sölu hjá kórfélögum og á Súfistanum.
Einkunnaafhending og staðfesting á vali verður mánudaginn 18. desember
næstkomandi milli kl. 12.00 og 12.30. Að því búnu hefst prófsýning og stendur til kl.
14.30.
Brautskráning stúdenta verður í Hamarssal Flensborgarskólans miðvikudaginn 20.
desember kl. 13.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðstandendur útskriftarnema
eru beðnir að vera komnir tímanlega.
Lok haustannar
Stundatöflur verða afhentar fimmtudaginn 4. janúar frá kl. 11.00 til kl. 16.00.
Kennt er samkvæmt hraðtöflu föstudaginn 5. janúar.
Kennt samkvæmt stundatöflu frá mánudeginum 8. janúar.
Áætlað er að töflubreytingum sé lokið 10. janúar.
Nánari upplýsingar m.a. um opnunartíma skrifstofu í kringum jól og áramót verða sendar út í
Flensborgarfréttum og settar á heimasíðu skólans.
Skólameistari
Iðjuþjálfun Hrafnistu í
Reykjavík stóð fyrir jólakorta-
samkeppni Hrafnistuheimilanna
í ár. Sendir Hrafnista jólakort
sem gert er af heimilismanni og
er það í fyrst sinn. Það var mikill
áhugi og ánægja með sam-
keppnina og fjölda margir sendu
inn jólamyndir.
Leifur Breiðfjörð myndlista-
maður, Sigríður G. Jóhannsdóttir
vefnaðarkennari, Ingibjörg
Böðvarsdóttir myndlistarmaður
og Guðmundur Hallvarðsson
formaður Sjómannadagsráðsins
voru í dómnefnd og völdu þau
vinningshafann.
Í ár var valin mynd eftir Guð-
finnu Eugeníu Magnúsdóttur á
Hrafnistu í Hafnarfirði en hún er
85 ára.
Einnig sendi Leifur Eiríksson
af Hrafnistu í Hafnarfirði,
jólakvæði sem ákveðið var að
setja inn í jólakortið en Leifur er
99 ára gamall. Segir Sigurbjörg
Hannesdóttir iðjuþjálfi þetta
vonandi fyrsta af mörgum
jólakortum Hrafnistu heimilanna
sem gerð eru af heimilismanni.
Heimilisfólk teiknar jólakort á Hrafnistu
Guðfinna Eugenía tekur við
viðurkenningu fyrir myndina.
Verslum í Hafnarfirði!
w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
Jólasveinarnir komnir til byggða
Lj
ós
m
.:
S
m
ár
i G
uð
na
so
n