Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 14.12.2006, Qupperneq 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 14. desember 2006 Fiðluleikarinn er fjórða ljóða- bókin, sem Árni Grétar Finns- son, hæstaréttarlögmaður og fv. forseti bæjarstjórnar sendir frá sér. Áður eru útkomnar ljóða- bækurnar Leikur að orðum 1982, Skiptir það máli 1989 og Sept- emberrós 1997. Góðar viðtökur við fyrri bókum hafa verið höfundi mikil hvatning og því lítur Fiðluleikarinn nú dagsins ljós. Á sama hátt og efni fyrri ljóðabóka Árna Grétars, er efni ljóða Fiðluleikarans fjölbreytt. Ljóðin fjalla meðal annars um tímann, mannsævina frá æsku til elli, hverfulleikann, samtímann, ástina og margt fleira. Meirihluti ljóðanna er ortur undir hefð- bundnum bragarháttum, en í bókinni eru einnig allmörg óhefðbundin ljóð og þó oft að hluta með hljóðstöfum. Sjónar- hornin eru margbreytileg og tónninn í Fiðluleikaranum er næmur eins og í fyrri bókum höfundar. Bókin er rúmlega 100 blað- síður og skemmtilega mynd- skreytt af Gunnari Karlssyni. Fiðluleikarinn Fjórða ljóðabók Árna Grétars Finnssonar Áfangastaður við Suðurhöfn- ina í Hafnarfirði var tilnefndur til sænsku arkitektúrverðlaunanna „Forum AID prize“ i flokknum arkitektúr fyrir árið 2006. Verkið var tilnefnt til verð- launanna af alþjóðlegri dóm- nefnd, þrátt fyrir að íslensk dóm- nefnd hefði ekki séð ástæðu til þess. Það þykir mikill heiður að hljóta tilnefningu til þessara verðlauna. Áfangastaðurinn var hannaður af Alark arkitektum ehf., Kristjáni Ásgeirssyni, Jakobi Líndal og Sigurbergi Árnasyni. Tilnefndur til arkitektúrverðlauna Áfangastaður við Suðurhöfnina Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands afhenti fyrir skömmu Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar 500.000 kr. fram- lag til jólaaðstoðar í ár. Úthlutun nefndarinnar fyrir þessi jól fer fram dagana 14. og 19. desember. Hægt er að sækja um aðstoð á skrifstofu Rauða krossins Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu) alla virka daga frá 9-15 en til 20 á fimmtu- dögum. Rauði krossinn sér um fataúthlutun en hún fer fram að Gjótuhrauni 7 alla miðvikudaga frá 9-14. Færði Mæðrastyrksnefnd hálfa milljón króna Úthlutun fer fram í dag og 19. desember Elísabet Valgeirsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar tekur við framlagi Rauða krossins frá Áshildi Linnet framkvæmdastjóra. Þeir blakta nú næstum hlið við hlið grænfánarnir í Álftanesskóla og í Krakkakoti en Jónína Bjart- marz afhenti náttúruleikskólan- um Krakkakoti sinn fyrsta græn- fána sem staðfestingu á góðu starfi að umhverfismálum í skólanum. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherrann afhendir græn- fánann í starfi sínu. Það var mikil hátíð í Krakka- koti 1. desember þegar fáninn var afhentur, haldnar voru ræður, boðið var upp á grænfánatertu og bæjarstjórinn gaf skólanum tvær moltutunnur. Grænfáninn í Krakkakot Umhverfisvænir nágrannar okkar í náttúruleikskóla Jónína Bjartmarz og Hjördís G. Ólafsdóttir leikskólastjóri með börnunum. Lj ós m .: S m ár i G uð na so n Sóknarbörn í Ástjarnarsókn sýndu tillögu safnaðarnefndar um að auglýsa stöðu prests lausa til umsóknar lítinn áhuga en aðeins 22 mættu til að taka afstöðu til tillögunnar og aðeins 4 greiddu atkvæði með henni. Staðan er því sú að Kálfatjarnar- sókn vill auglýsa en Ástjarnar- sókn ekki, en sóknirnar deila með sér presti. Málið fer nú í hendur Úrskurð- arnefndar sókna og enn óvíst hvort auglýst verður. Vilja ekki auglýsa preststöðuna Jólasveinn í Sívertsenshúsi. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.