Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.09.2008, Blaðsíða 6
6 www.hafnarfjardarkirkja.is Fimmtudagur 25. september 2008 Fullorðinsfræðsla Hafn - ar fjarðarkirkju er komin á fullan skrið á ný eftir sum - ar leyfi og að venju verð ur boðið upp á fjöl breytt og spennandi námskeið. Ekki þarf að skrá sig á fræðslu - stundirnar nema annað sé tekið fram og eru þau ókeypis. Fyrsta námskeiðið var 11. september síðastliðinn þar sem velt var upp spurn ingum um samskipti mús lima og Vesturlanda í til efni dagsins. Þá voru sjö ár liðin frá árásunum á tví - buraturnana í New York. Bar fræðslukvöldið heitið „Íslam í sögu og samtíð“ og spunnust heitar um ræð - ur og góðar enda mættu fjölmargir á námskeiðið. Annað fræðslukvöldið fjall aði um mögulegt hjóna band Jesú og Maríu Magda lenu og hét ein - faldlega - „María Magda - lena og Jesús - hjón?“. Táknfræði og talnaspeki 2. og 9. október kl. 20 Þriðja námskeið hausts - ins ber yfirskriftina „Krist - in táknfræði og talna - speki“. Þar verða marg - breyti leg tákn úr sögu kirkj unnar skoðuð og merk ing þeirra skýrð en einn ig verður þar rýnt í uppruna kristinnar talna - speki og dulspeki. Verður það námskeið haldið 2. og 9. október. Síðara kvöldið verður Hafnarfjarðarkirkja skoðuð og rýnt í hin fjölmörgu tákn sem þar er að finna og margur hefur ekki tekið eftir. Keltnesk kristni 8. október kl. 20 Fyrsta fræðsluerindi sr. Gunnþórs Ingasonar sem er nýútskrifaður meist ari í keltneskri kristni, um kelt - n eska kristni verður í safnaðar heimilinu Strand - bergi miðvikudagskvöldið 8. október nk. kl. 20. Þátt - taka er ókeypis en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig með tilkynningu á gunnthor.ingason@gmail. com Biblían, dauðinn og eilífðin 6. nóvember kl. 20 Fimmta námskeiðið verð ur 6. nóvember og nefn ist „Biblían, dauðinn og eilífðin“ en það tengist allra heilagra messu. Verð - ur þar skoðað hvað Biblían hefur að segja um dauðann og eilífð ina og eilífðarvon krist inna manna. Kristin trú og lífsgildi í boðun dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups 8. og 15. nóvember kl. 11-12.30 Sr. Gunnþór Þ. Ingason fjallar um nokkur áherslu - atriði í trúarboðun dr. Sig - ur björns Einarssonar bisk - ups, hins nýlátna, stór - merka og ástsæla trúar - leiðtoga, og leiðir jafn - framt samræður um efnið í Strandbergi laugar dag - smorgn ana 8. og 15. nóv - ember kl. 10.30-12. Dr. Sig urbörn biskup var öfl - ugasti málsvari kristinnar trúar og lífsmiða á sinni tíð, marktækur og mátt - ugur bæðí í sókn og vörn. Arfur hans er mikill fjar - sjóður íslenskrar kristni og kirkju og dýrmætt er að kynna sér hann og njóta. Óskað er eftir því að þátt - takendur skrái sig með tilkynningu á gunn thor. - inga son@gmail.com Hjóna- og sambúðarnámskeið Samhliða fræðslu kvöld - unum eru haldin hjóna og sam búðarnámskeið reglu - lega eins og verið hefur allt frá árinu 1996. Nú hafa yfir 10.000 manns tekið þátt í þessum námskeiðum og ekkert lát er á eftir - spurn inni. Leiðbeinandi á öll um námskeiðunum er sr. Þórhallur Heimisson. Veitir hann nánari upp - lýsingar á thorhallur33 - @gmail.com. Þar fer einn - ig fram skrán ing á hjóna - námskeiðin. Fullorðinsfræðsla Kirkjan býður upp á fjölbreytta fullorðinsfræðslu í safnaðarheimilinu w w w .H af na rf ja rd ar ki rk ja .is Hafnarfjarðarkirkja: sími 555 4166. Sóknarnefnd: Aðalmenn: Sigurjón Pétursson, formaður Jónína Steingrímsdóttir, varaformaður Gunnlaugur Sveinsson, gjaldkeri Björg Jóhannesdóttir, ritari Guðbjörg Edda Eggerts - dóttir, Margrét Guðmunds - dóttir, Magnús Sigurðsson. Staðarhaldari: Ottó Ragnar Jónsson. Sunnudaginn 12. októ - ber verður hin árlega haust messa í Krýsuvíkur - kirkju kl. 14. Altaristafla kirkj unn ar eftir Svein Björns son verður tekin nið ur og færð til vetrar - geymslu í Hafnarfjarðar - kirkju. Sætaferð verður frá Hafn ar fjarðarkirkju kl. 13. Sr. Þórhallur Heimisson messar. Kirkjukaffi í Sveinshúsi Eftir messuna er boðið til kirkjukaffis í Sveins - húsi þar sem safn til minn ingar um Svein Björns son er til húsa. Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju sunnudaginn 12. október kl. 14 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Ráðgjöf hjá prestum Hafnarfjarðarkirkju Alltaf er mikil aðsókn í ráðgjafaþjónustu þá sem prestar kirkjunnar bjóða upp á. Þeir sem óska eftir viðtölum eru vin sam lega beðnir að hafa sam band með góðum fyrir vara og panta tíma í síma Hafnar fjarðar kirkju, 555 4166. Það er gefandi að mæta í fræðslustund í Hafnarfjarðarkirkju og komast út úr erli hversdagsins. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fimmta Strand bergs mótið 25. október Strandbergsmótið í skák, skákmót æsku og elli, hefst í Hásölum Strandbergs fyrsta vetrardag, laugardaginn 25. október og hefst kl. 13. Þátttakendur eru sem fyrr unglingar 15 ára og yngri og öldungar 60 ára og eldri og öllum er heimil þátttaka sem uppfylla aldursskilyrðin. Þátttakendur munu sækja Guðsþjónustu í Hafnar - fjarðarkirkju sunnudaginn 26. október kl. l1 og fulltrúar beggja hópa lesa ritningarorð. Verð launaafhending fer fram eftir Guðsþjónustuna í Hásölum og síðan er boðið til fjölteflis við Hinrik Danielssen stórmeistara. Nokkr - um færeyskum skákmönnum verður boðið á mótið. Hafnfirðingar úr báðum aldurshópum eru hvattir til að skrá á mótið. Páll Sigurðsson skákstjóri tekur við skráningum á netfangið: pallsig@ hugvit.is www.hafnarfjardarkirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.