Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Page 11

Fjarðarpósturinn - 05.02.2009, Page 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 5. febrúar 2009 Úrslit: Handbolti Karlar: FH - Stjarnan: 34-22 Fram - Haukar: 20-30 Konur: Fram - FH: 34-29 Haukar - Grótta: 34-25 Körfubolti Konur: Hamar - Haukar: (miðv.d.) Haukar - KR: 65-57 Karlar: Laugdælir - Haukar: (miðv.d.) Haukar - UMFH: 75-78 Næstu leikir Handbolti 5. feb. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - FH (úrvalsdeild karla) 7. feb. kl. 16, Mýrin Stjarnan - Haukar (úrvalsdeild kvenna) 7. feb. kl. 17, Fylkishöll Fylkir - FH (úrvalsdeild kvenna) 8. feb. kl. 16, Valsheimili Valur - FH (bikar karla, undanúrslit) 31. jan. kl. 13, Framhús Fram - FH (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti 8. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Keflavík (úrvalsdeild kvenna) Mætum á heimaleiki Íþróttir Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda 2009 verða sendir út á næstu dögum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignarskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. ÁLAGNINGARSEÐILLINN Í ÍBÚAGÁTTINNI Nú er hægt að fara inn á vef bæjarins www.hafnarfjordur.is og skoða álagningarseðilinn í Íbúagátt Hafnarfjarðar. RAFRÆNIR GREIÐSLUSEÐLAR = UMHVERFISVÆNN SPARNAÐUR Frá og með 1. mars 2009 verða allir greiðsluseðlar fasteignagjalda Hafnarfjarðarbæjar sendir út rafrænt í heimabanka. Seðlarnir munu síðan birtast í Íbúagáttinni þar sem hægt verður að skoða þá. Þeir sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil þurfa að hafa samband við Þjónustuver bæjarins. GJALDDAGAR OG GREIÐSLA FASTEIGNAGJALDA Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu og eru gjöldin innheimt frá 1. febrúar til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi gjaldanna 1. febrúar 2009. AFSLÁTTUR ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRISÞEGA Afslátturinn er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við Fasteignaskrá Íslands og Ríkisskattstjóra. Til bráðabirgða verður afslátturinn reiknaður út frá síðasta skattframtali og færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli. Afslátturinn verður endurreiknaður þegar Ríkisskattstjóri hefur staðfest skattframtöl vegna tekna ársins 2008. Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir: Tekjur einstaklinga 2008 Tekjur hjóna 2008 Afsláttur Frá Til Afsláttur Frá Til 100 % 0 2.057.000 100 % 0 2.882.000 80 % 2.057.001 2.365.000 80 % 2.882.001 3.223.000 50 % 2.365.001 2.750.000 50% 3.223.001 3.839.000 Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar veitir allar upplýsingar varðandi álagninguna og aðstoðar þá sem þurfa hjálp við innskráningu í Íbúagáttina. Hægt er að hafa samband í síma 585 5500 eða í gengum netspjall á www.hafnarfjordur.is. www.hafnarfjordur.is TIL FASTEIGNAEIGENDA Í HAFNARFIRÐI Rafrænir greiðsluseðlar Umhverfisvænn sparnaður Tíu gjalddagar Álagningarseðillinn í Íbúagátt Hafnarfjarðar Þ J Ó N U S T U V E R H A F N A R F J A R Ð A R B Æ J A R S T R A N D G ATA 6 | 2 2 0 H A F N A R F J Ö R Ð U R S Í M I 5 8 5 5 5 0 0 | F A X 5 8 5 5 5 9 9 W W W. H A F N A R F J O R D U R . I S Hin nýja ríkisstjórn vinstri flokk - anna er ekki öfundsverð af hlut - skipti sínu. Katrín Jakobsdóttir mennta málaráðherra sagði það í við tali nýverið að sú skoðun að fjár - málastjórn færi vinstri mönn um ekki vel úr hendi væri mýta (goð - sögn) hægri manna sem ekki fái staðist. Óneitan - lega hefur Katrín nokk uð til síns máls eftir „gróð - ærið“ og banka hrun ið sem allt er á ábyrgð svo - kallaðra hægri manna. En sem betur fer er það bara fámennur hópur sem ber ábyrgð á þessu, ásamt þeim stjórnvöldum sem leyfðu því að gerast. Mér finnst orðið hægri maður eða „íhald“ vera of gott fyrir þetta fólk. Mér finnst það t.d. ágætt að vera kallaður hægri maður eða íhaldsmaður. Orðið íhald þýðir einfaldlega að vilja viðhalda því sem er gamalt og gott. Réttara væri að kalla þetta lið fjárglæframenn. Segja má að allt hafi þetta fjármálasukk byrjað með kvóta - kerf inu sem ég hef leyft mér að kalla „kaun á þjóðarsálinni“. Þar urðu til miklir peningar sem örfáir einstaklingar fengu á silfurfati frá stjórn völdum og þeir pen ingar voru ekki notaðir í atvinnu - veginn. Þeir menn sem stóðu fyrir þessari mestu svika myllu í sögu þjóð - arinnar munu fá vond eftirmæli sagnfræðinga. Því fyrr sem þessi óskapn aður verður sleg - inn af, því betra. En ég hef ekki orðið var við að vinstri menn væru að hafa miklar áhyggjur af kvótakerfinu. Eini stjórn málaflokkurinn sem hefur lýst andstöðu við það er hinn fámenni Frjálslyndi flokkur. Þegar Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis - ráðherra var skýrt frá því óréttlæti að öldruðum karlmanni sem býr á tvíbýli í kjallara á Grund var gert að greiða 100.000 krónum meira í gjöld til stofnunarinnar en áður var vegna þess að hann hafði tekið út ævisparnaðinn sinn, gerði hún lítið úr því og svaraði að það væri mörg ósanngirnin í lífinu. Vert er að geta þess að þegar þetta gerðist var Jó - hanna tryggingamálaráðherra. Þetta hljómar nú ekki vel úr munni konu sem líkt hefur verið við dýrl ing. Víst er að margt óréttlætið sem við - gengst gagnvart öldruðum og öryrkj um af hálfu Trygginga stofn - unar er látið afskiptalaust. Þessi stofn un hefur frá upphafi verið und - ir stjórn vinstri manna. Það er þó vert að láta þess getið að það eru þing - menn sem sam þykkja þau lög og reglur sem stofnunin vinnur eftir. Nei, velferðarstjórnin er svo sann ar lega ekki öfundsverð af hlut - skipti sínu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu stjórn mál - anna, ekki síst fjár mála stjórn inni. En ég, hægri maðurinn, vil þó óska stjórninni gæfu og geng is og að henni takist að vinna bug á vanda - málunum og greiða götu þeirra sem hafa orðið „gróð ærinu“ að bráð. Ekki síst óska ég þess að aldraðir og öryrkjar fái leiðréttingu sinna mála, já og ekki síst í skattamálum. Höfundur er fv. flugumf.stjóri. Urðu „gróðærinu“ að bráð Hermann Þórðarson Frá Álftanesi í Hauka Knattspyrnumennirnir Andri Janusson og Guðjón Pétur Lýðs son hafa skrifað undir tveggja ára samning við Hauka en þeir báðir koma til Hauka frá Álftanesi. Þeir þekkja hinsvegar vel til hjá Haukum en þeir spiluðu síðast með liðinu fyrir þremur árum í 1.deild inni, tímabilið sem Haukar féllu í 2.deild. SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 Sími 867 2273 Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h sími 699 0858

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.