Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Blaðsíða 2
Er kosningabarátta til bæjarstjórnar Hafnar - fjarðar hafin? Síðasti bæjarstjórnarfundur var eins og hanaat og hreinlega móðgandi við bæjarbúa að slíkum fundum skuli sjónvarpað og útvarpað. Þar áttust við í hanaati fulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Sem bæjarbúi veiti ég þessum flokkum aðvörun og við þriðju aðvörun er brottrekstur. Hvaða aðferðum ætla bæjarfulltrúar að beita til þess að ná árangri í málefnum bæjarins sem þeir eru kosnir til að vinna - allir ellefu! Ætla þeir bara að fegra stöðuna og stinga höfðinu í sandinn eða ætla þeir að sverta bæjarfélagið með fullyrðingum um slæma stöðu og nota til þess öll meðöl? Hvorugar þessara aðferða geta bæjarbúar liðið og fólk sem beitir þeim skal ekki vænta þess að verða kosið aftur til árhrifa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Stríðsleikurinn er farinn að ganga svo langt að blekkingar eru notaðar og hefur Fjarðarpósturinn dregist inn í umræðuna í tengslum við fullyrðingar í einu flokkblaðinu að rekstur Ásvalla - laugar kosti 700 þús. kr. á dag. Í umfjöllun blaðsins um þetta mál er vakin athygli á því að Ásvallalaug sé enn bitbein stjórnmála - flokkanna og skýringa leitað hjá fjármálastjóra bæjarins sem upplýsir að reksturinn muni kosta skattgreiðendur 400 þús. kr. á dag. Segist stjórnmálaflokkurinn þá aldrei hafa sagt að þessi 800 þús. kr. rekstrarkostnaður leggist á skattgreiðendur! Hvað vakti þá fyrir stjórnmálaflokknum? Voru rekstrartekjur laugarinnar auka - atriði. Svona blekkingarleiki sem til þess eins eru ætlaðir að koma höggi á andstæðinga í pólitík frábið ég mér og kalla eftir ábyrgari þátttöku bæjarfulltrúa. Ég ítreka það enn og aftur að það voru kosnir 11 manns í bæjarstjórn og þeir bera allir ábyrgð. Guðni Gíslason. 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. maí 2009 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 10. maí Messa kl. 11 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkjuna. Prestar: Sr. Gunnþór Þ. Ingason og sr. Kjartan Jónsson. Kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn í Hafnarfirði Veisla fermingarbarnanna í Hásölum Sunnudagaskóli á sama tíma í Strandbergi Kyrrðarstund með kristinni íhugun þriðjudaga kl. 17.30 í umsjá Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur. TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Hádegistónleikar í dag Tenórinn og tilfinningarnar er yfir - skrift á hádegistónleikum Hafnar - borgar þar sem Antonía Hevesi fær til sín tenórinn Braga Bergþórsson. Tónleikarnir hefjast kl. 12. Hjálp í faðmlögum Vortónleikar Skátakórsins, sem nefnast „Hjálp í faðmlögum“ verða haldnir í skátaheimilinu Hraunbyrgi á laugardaginn kl. 15. Dagskráin er fjölbreytt að venju, innlend og erlend sönglög og að sjálfsögðu læðast skátalögin með í bland. Vortónleikar Miðvikudaginn 13. maí kl. 17 verður Gaflarakórinn með tónleika í Víðistaðakirkju ásamt Garðakórnum, kór eldri borgara í Garðabæ. Kórarnir syngja einir sér og saman lög úr ýmsum áttum. Gaflarakórinn flytur að þessu sinni nokkur lög eftir Hafn - firðinga m.a. Árna Gunnlaugsson, Jón Val Tryggvason og Þórð Mar - teins son í útsetningu Eyþórs Þor - lákssonar. Stjórnandi Gaflarakórsins er Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir og stjórn andi Garðakórsins er Jóhann Baldvinsson. Meðleikari á tónleik - unum er Arngerður María Árnadóttir. Kórinn á um þessar mundir 15 ára starfsafmæli. Veðurskrift í Hafnarborg Sýningin Veðurskrift með verkum Guðrúnar Krtistjánsdóttir stendur yfir í Hafnarborg. Sýningunni lýkur 10. maí. Siðasta sýningarhelgi. Aukasýning í Bæjarbíói Kvikmyndasafn Íslands sýnir á aukasýningu á laugardaginn kl. 16 dönsku myndina „Sult“ (Hungur) sem gerð var 1966 við samnefnda sögu eftir Norðmanninn Knut Hamsun. Í ár eru 150 ár frá fæðingu Knuts Hamsun. Helstu leikarar eru Per Oscarsson, Gunnel Lindblom og Birgitte Federspiel. ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Víðistaðakirkja sunnudagurinn 10. maí Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Bragi J. Ingibergsson. Vortónleikar kl. 20 Kirkjukór Víðistaðasóknar Stjórnandi: Arngerður María Árnadóttir. Stúlknakór og Barnakór Víðistaðakirkju Stjórnandi: Áslaug Bergsteinsdóttir. Einsöngur: Hlín Pétursdóttir sópran Meðleikari: Tómas Guðni Eggertsson. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Vitni vantar! Mánudaginn 20. apríl sl. um kl. 15.30 varð árekstur á horni Strandgötu og Linnets - stígs þar sem tveir bílar rákust saman. Þeir sem hafa orðið vitni að árekstrinum vinsam - legast látið vita í s. 896 3122. FJARÐARPÓSTURINN auglysingar@fjardarposturinn.is Auglýsingasími: 565 3066

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.