Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. maí 2009
Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is
Hemlar
Garðabær, Hafnarfjarðarbær,
Sveitarfélagið Álftanes og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
hafa tekið höndum saman um
rekstur á nýju frumkvöðlasetri
sem fengið hefur nafnið Kvik -
an. Kvikan mun opna þann 15.
maí að Strandgötu 11 hér í bæ
en henni er ætlað að veita ein -
staklingum aðstöðu, tengslanet
og stuðning til að stofna fyrir -
tæki undir faglegri handleiðslu
sérfræð inga Impru á Nýsköp -
unarmiðstöð.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
mun sjá um rekstur Kvikunnar
fyrir sveitarfélögin þrjú sam -
kvæmt samningi sem Lúðvík
Geirs son bæjarstjóri í Hafna -
rfirði, Gunnar Einarsson bæjar -
stjóri í Garðabæ, Sigurður
Magnús son bæjarstjóri á Álfta -
nesi og Þorsteinn Ingi Sigfús -
son forstjóri Nýsköpunar mið -
stöðvar undirrituðu sl. fimmtu -
dag í Bugalowinu.
Í Kvikunni munu 10-15 ein -
staklingar fá aðstöðu til að
vinna að viðskiptahugmyndum
undir faglegri handleiðslu sér -
fræðinga Impru á Nýsköpunar -
miðstöð. Þeir fá:
• Skrifstofuaðstöðu
• Aðgang að fundar her bergj -
um
• Faglega handleiðslu
sérfræð inga Nýsköpunar -
miðstöðvar Íslands
• Skapandi umhverfi og öflugt
tengslanet einstaklinga og
fyrirtækja
Kvikan er fjórða frumkvöðla -
setrið á hálfu ári sem Nýsköp -
unar miðstöð opnar á höfuð -
borgar svæðinu og hefur starf -
semi þeirra haft mikið að segja
fyrir þá 60 einstaklinga sem þar
hafa aðstöðu.
Nánari upplýsingar má fá á
vef Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands, www.nmi.is.
Nýtt frumkvöðlasetur í Hafnarfirði
Kvikan verður starfrækt að Strandgötu 11
Bæjarstjórarnir og Þorsteinn Ingi undirrita samninginnL
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n
Hinn heimskunni kvik mynda -
leikstjóri David Lynch boðaði til
blaðamannafundar í ráðhúsi
Reykjavíkur laugardag inn 2.
maí en hann var staddur hér á
landi til að kynna inn hverfa
íhugun. David kvaðst hafa lært
íhugunina í Kaliforníu fyrir 36
árum þegar Maharishi Mahesh
yogi lagði á sig ferða lög um
allan heim til að kenna þessa
fornu andlegu tækni. Hing að til
lands kom Lynch í boði vinar
síns, Sigurjóns Sig hvatssonar
kvikmynda fram leið anda, en
með honum í ferð var fulltrúi
Alþjóða íhugunar hreyf ingar -
innar, raja Tom Stan ley.
David Lynch einskorðaði mál
sitt við Innhverfa íhugun þótt
eflaust hefðu margir viðstaddra
vænt þess að hann talaði um
kvikmyndagerð sem hann hefur
orðið frægastur fyrir. Lynch er
þeirrar skoðunar að skilvirkasta
leiðin til að komast upp úr þeim
djúpa dal sem íslenskt þjóðlíf er
í um þessar mundir sé þessi
and lega tækni, Innhverf íhug -
un. Sjálfur sagðist David vera
fyrst og fremst listamaður. List
af hvaða tagi sem er sækir tján -
ing ar kraft sinn djúpt í hug lista -
mannsins þótt hún á hinn bóg -
inn sé alltaf spegill þess ytra
umhverfis sem listamaðurinn
lifir og hrærist í. David Lynch
sagði að íhugunin hefði í ára -
tugi veitt sér aukinn aðgang að
þeim hugarfylgsnum sem hann
sækir innblástur sinn til. Á
sama hátt taldi hann að einmitt
þessi andlega tækni, Innhverf
íhugun, TM, gæti með sam -
einuðu átaki nokkur hundruð
íhugenda, helst sem flestra,
leyst úr læðingi þann sköp unar -
kraft sem íslenska þjóðin þarf
að efla, sérstaklega nú á
kreppu tímum í þjóðlífinu.
Aðspurður hvort hér væri
ekki bara um hefðbundinn
lodd ara skap einhvers sértrúar -
hóps að ræða svaraði hann því
til að Innhverf íhugun kæmi
hvorki trú eða kukli við. Inn -
hverf íhugun, TM væri hlutlaus
andleg tækni sem virkaði eins á
alla venjulega mannlega hugi
og um það lægju fyrir hundruð
vísindalegra rannsókna sem
allar bentu í sömu átt: Til góðs
fyrir líkamlegt og andlegt at -
gerfi þeirra sem íhugunina
stunda.
S.A.
Hlutlaus andleg tækni til gagns?
Sigurjón Sighvatsson, David Lynch, raja Tom Stanley, Ari Halldórsson.
Vortónleikar
Bæjarstjóri boðar nú til
hverfa funda í sjötta sinn en á
undanförnum árum hafa bæjar -
búar sótt þessa fundi og komið
þar gagn legum ábend ing um á
framfæri. Á fundunum kynnir
bæjarstjóri stöðuna í dag og
framtíðarhugmyndir sem snerta
íbúa viðkomandi hverfis.
Umræðuefnin á fundunum
hafa verið fjölbreytt enda margt
sem brennur á íbúum bæjarins
sem hafa tekið því fagnandi að
hafa beinan aðgang að bæjar -
stjóra með þessum hætti
Steinunn Þorsteinsdóttir upp -
lýs ingafulltrúi bæjarins segir
fundina mjög gagnlega enda
séu þeir góður vettvangur fyrir
bæjarbúa til að fylgjast með því
sem er á döfinni hjá bænum og
ekki síður gott tækifæri til að
koma ábendingum beint til
bæjarstjóra. Öllum ábending -
um er komið í farveg hjá þeim
embættismönnum sem hafa
með viðkomandi málaflokk að
gera og er þeim fylgt eftir af
bæjarstjóra. Vill hún hvetja
bæjarbúa til að mæta á fundina
í sínu hverfi.
Allir fundirnir hefjast kl. 20
og boðið verður upp á kaffi og
meðlæti.
Mánudag 11. maí kl. 20
í Álfafelli, íþróttah. Strandg.
Setberg – Hraun –
Suðurbær - Miðbær
Þriðjudag 12. maí kl. 20
í íþróttamiðst. Ásvöllum
Hvaleyraholt – Vellir –
Ásland
Miðvikudag 13. maí kl. 20
í skátaheimilinu Hraunbyrgi
Norðurbær – Vesturbær
Kíktu á fund í þínu hverfi !
Bæjarstórinn í beinni með bæjarbúum
Þrír hverfafundir með bæjarstjóra, 11., 12., og 13. maí
Gaflarakórinn og Garðakórinn úr Garðabæ syngja
miðvikudaginn 13. maí kl. 17 í Víðistaðakirkju
Stjórnendur eru Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir og Jóhann Baldvinsson
Harmónikkuleikari: Þórður Marteinsson
Meðleikari: Arngerður María Árnadóttir
Allir velkomnir
1. maí gangan
Fengu sól á rigningardegi
Veðurguðirnir voru með
göngu mönnum í kröfugöngu á
1. maí í Hafnarfirði sem fór
friðsamlega fram að vanda.
Álíka fjöldi var í göngunni og
fyrri ár, jafnvel færri en
troðfullt var í Hraunseli á
baráttu- og kaffifundi þar sem
Karl Rúnar Þórsson og Halldór
Grönvold héldu ræður. L
jó
s
m
.:
G
u
ð
n
i
G
ís
la
s
o
n