Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Page 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 7. maí 2009
Eldsneytisverð
6. maí 2009 í Hafnarfirði:
Sölustaður 95 okt. dísil
Atlantsolía, Kaplakr. 152,3 158,1
Atlantsolía, Suðurhö. 151,8 157,8
Orkan, Óseyrarbraut 151,6 157,6
ÓB, Fjarðarkaup 151,6 157,6
ÓB, Melabraut 152,3 158,1
ÓB, Suðurhellu 152,3 158,1
Skeljungur, Rvk.vegi 153,8 159,6
Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og
eru fundin á vef síð um olíufélaganna.
Að auki getur verið í boði sérafsláttur.
Kona með tvo unglinga óskar
eftir 3-4 herbergja íbúð í
langtímaleigu frá 1. ágúst.
Verðhugmynd 90 þús. á mánuði.
Upplýsingar í síma 896 3163.
Nokkurra mánaða, nær ónotað
„Sælurúm“ með nuddi frá RB-
rúmum til sölu. 120 cm breitt,
stillanlegt m. þráðlausri
fjarstýringu, vönduð springdýna.
Rúmteppi og púðar fylgja. Aðeins
kr. 180 þ. Uppl. í s. 896 4613.
Vel með farið reiðhjól 20-24“
óskast á góðu verði fyrir 8 ára
dreng. Uppl. í s. 699 8191.
Höfuðbeina- og spjaldhryggja -
meðferð. Slakandi og kemur
jafnvægi á likaman, vinnur á
verkjum og ýmsum kvillum.
Sérhæfi mig í börnum 0-8 ára.
Uppl. í s. 894 5635. Fanney.
Vantar þig barnapíu? Ég heiti
Hildur Íris og er 13 ára. Ég get
passað dýr og börn. Þú getur
hringt í mig mánudag - föstudag
frá kl. 15.30 til 21 og um helgar
frá kl. 11 til 22.
Númerið mitt er 860 9603.
Gullkros með Jesúmynd á
tapaðist á leiðinni Smáralundur
að kirkjugarðinu sl. laugardag.
Finnandi hafi samb. í s. 663 7798.
Silfraður Ipod fannst á Hraunbrún
rétt við Víðistaðaskóla fyrir páska.
Eigandi getur vitjað hans í
s. 848 9378.
Þú getur sent
smáauglýsingar á:
a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s
e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6
A ð e i n s 5 0 0 k r .
Tapað-fundið og fæst gefins: R Í T T
Þjónusta
Tapað - fundið
Húsnæði óskast
Til sölu
Óskast
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason
AUGLÝSING UM
SKIPULAG
Breyting á deiliskipulagi fyrir Hörðuvelli/ -
Reykdalsreit, Ljósatröð 2 og 4 og
Lækjargötu 46 í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi
sínum þann 31. mars 2009, að auglýsa tillögu
um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hörðuvelli/ -
Reykdalsreit, Ljósaströð 2 og 4 og Lækjargata
46 í Hafnarfirði, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felst í að gera byggingarreit og lóð
fyrir dælustöð, og viðbyggingu fyrir húsið að
Ljósatröð 2.
Breyting á deiliskipulagi Ásvalla,
Ásvöllum 1 í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi
sínum þann 14. apríl 2009, að auglýsa tillögu
um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ásvelli, Ásvelli
1 í Hafnarfirði, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Breytingin felst í að íþróttamiðstöðin verður
stækkuð, bætt verður við íþróttasal austan við
núverandi sal, gerð tengibygging að yfirbyggðri
stúku að núverandi gervigrasvelli. Byggingar -
reitur verður 12.260 m² í stað 7000 m². Fjölnota
knattspyrnuhús sem fyrirhugað var að byggja
yfir gervigrasvöll verður flutt sunnan við völlinn
og snúið þvert á hann. Byggingarreitur að
grunnfleti 13.300 m². Gerður verður 1330 m²
byggingarreitur fyrir íþróttatengda þjónustu rétt
við aðalaðkomu inn á svæðið. Gert verður ráð
fyrir að hægt verði að tengja núverandi íþrótta -
miðstöð við knatthús og byggingu fyrir íþrótta -
tengda starfsemi með tengibyggingu ofan eða
neðanjarðar, hámarks grunnflötur 350 m².
Gert verður ráð fyrir reit fyrir þjónustu m.a. fyrir
sjálfsafgreiðslubensínstöð. Núverandi búnings -
hús fjarlægt eða breytt í samræmi við nýja
notkun síðar. Bætt verður inn byggingarreit fyrir
pylsuvagn við innkeyrslu á austurhluta svæðis -
ins. Stúka sem áður var sýnd sunnan við núver -
andi gervigrasvöll verður stölluð gras brekka.
Byggingarreitur fyrir bráðabirgðastúku austan
megin við núverandi grasvöll.
Deiliskipulögin verða til sýnis í þjónustu -
veri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá
4. maí - 2. júní 2009. Hægt er að skoða deili -
skipu lagstillögurnar á vef Hafnar fjarðar -
bæjar. Nánari upplýsingar eru veitt ar á
skipulags- og byggingarsviði.
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til
skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar -
bæjar, eigi síðar en 16. júní 2009. Þeir sem
eigi gera athugasemdir við breytinguna innan
tilskilins frests, teljast samþykkir þeim.
Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar.
40 ára karlmaður
Ég, Þorsteinn Gíslason,
er að útskrifast með Háskólagráðu.
Tek að mér krefjandi og flókin verkefni.
Einkar laginn á AutoCad.
Upplýsingar í síma 663 2805
Í vetur var opnuð vídeóleiga
við Strandgötu 21, hér í bæ.
Fljótlega fór að bera á því að
bílar lögðu upp á gangstéttina
fyrir framan og trufluðu gang -
andi umferð. Brugð ist var fljótt
við og m.a. sett
blómaker til að koma
í veg fyrir að bílum
væri lagt upp á
gangstéttina. Þetta
var að sjálf sögðu til
mikilla bóta fyrir alla
sem eru gang andi.
Þarna stutt frá þ.e.
gegnt Ráðhúsi Hafn -
ar fjarðar hefur verið
lagt upp á gangstétt í
mörg ár. Það virðist vera í lagi.
Hvað veldur? Af hverju var
brugðist svona við þegar
vídeóleiga á í hlut en látið kyrrt
liggja þegar lagt er upp á
gangstétt fyrir framan bæjar -
skrifstofurnar?
Þar sem bæjarfélagið er á
hausn um er ekki rétti tíminn til
að fara fram á stórfeldar lag fær -
ingar á bílastæðum í mið -
bænum. En væri ekki rétt að
taka niður skiltið sem stendur
við gangstéttina sem er á milli
bókasafnsins og Súfistans.
Það er álit margra að skiltið
gefi þeim leyfi til að leggja á
gangstéttinni frá kl. 8 til 18.
Á fundi miðbæjarnefndar 13.
mars sl. var eftirfarandi bókað
og enn gerist ekki neitt:
Bókun um bíla -
stæða notkun á gang -
stéttum á Strandgötu
„Lagt er til að skilti
með áletr uninni „30
mín frá kl. 8-18“ sem
stendur við gang stétt -
ina fyrir framan
ráðhús Hafn ar fjarð ar
við Strand götu verði
fært að inn keyrslu á
bílastæðið og komið í
veg fyrir að lagt sé upp á gang -
stétt. Núverandi staða skiltisins
gefur til kynna að leggja megi
upp á gangstétt frá kl. 8 til 18. En
eins og allir vita eru gang stéttir
ætlaðar gangandi og ólög legt að
leggja bíl upp á þær. Jafn framt
leggur nefndin til að fundið verði
úrræði til að koma í veg fyrir að
bílum sé lagt á Strand götunni
fyrir framan hús nr. 21.
Ljósmyndir eru í fylg iskjali.
Höfundur er fulltrúi Sjálf -
stæð is flokksins í mið bæjar -
nefnd.
Bílastæði eða gangstétt?
Þóroddur S.
Skaptason