Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Side 11

Fjarðarpósturinn - 07.05.2009, Side 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 7. maí 2009 1947 árgang - ur hittist Hafnfirðingar fæddir 1947 hittast í Skútunni 9. maí kl. 20 og eru þátttakendur hvattir til að tilkynna þátttöku til Guðjóns Þorkelssonar í síma 892 1051 eða gth@internet.is Úrslit: Fótbolti Konur: FH - ÍA: 1-0 Haukar - Selfoss: 2-1 Karlar: FH - KR: 3-1 Breiðablik - FH: 0-3 Handbolti Karlar: Valur - Haukar: 25-33 Haukar - Valur: 28-25 Valur - Haukar: 32-29 Næstu leikir Fótbolti 11. maí kl. 19.15, Keflavík Keflavík - FH (úrvalsdeild karla) 11. maí kl. 20, Leiknisvöllur Leiknir - Haukar (1. deild karla) Íþróttir TÖLVUHJÁLPIN Viðgerðir, vírushreinsanir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum. Kem í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is Fyrir hressa stráka og stelpur 8-12 ára – skipt í hópa eftir aldri Jaðarnámskeið fyrir unglinga sem þora 13-16 ára SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Á hverju ári er framkvæmd rann sókn á högum og líðan ungs fólks á Íslandi á vegum Rannsókn og greiningar ehf. Hafnarfjörður tekur þátt í þessu verkefni ár hvert og nýtir sér niðurstöður rann - sóknarinnar til að móta stefnu sína í for varnar - málum og bregð ast við ef niður stöður gefa til kynna óæskilega þró - un. Síðasta könnun var lögð fyrir í febrúar 2008 og birtist niður - stað an í september sama ár. Niðurstaðan var góð fyrir hafnfirska unglinga, áfengis- og vímu efna neysla er undir lands - meðaltali, reyk ingar aldrei verið lægri og almennt líður unglingum okkar vel. En þegar kemur að þátt töku stúlkna í íþrótta- og tóm - stundarstarfi þá var niðurstaðan sú að við hér í Hafnarfirði erum undir landsmeðaltali og ákveðið var að bregðast við þeirri þróun af fullum krafti. Í nóvember var settur á lagg irnar þver - pólitískur starfs hópur aðila frá ÍTH, for - varna rnefnd og jafn - réttis- og lýðræðis - nefnd ar auk fram - kvæmda stjóra ÍBH. Starfs hóp urinn starf - aði í tæpa 2 mánuði og lét greina gögn Rann - sóknar og greiningar til hlýtar, framkvæma rýnihópa - rannsókn á meðal stúlkna í Hafn - arfirði, starfs menn félagsmið - stöðva gerðu könnun og talningar í sínu starfi og að gerð aráætlun samþykkt. Áhugaverðar niðurstöður Niðurstaða rann sókn ar innar var slá andi en kemur í ljós að at - vinnuþátttaka stúlkna í 9. og 10. bekk í Hafn arfirði er með hæsta móti eða 10% yfir lands meðal tali og segjast 30% stúlkn anna vinna 10 klukku stundir eða meira á viku og 13% stúlkn anna starfa meira en 15 klukkustundir á viku, sem er yfir 40% starfshlutfall. Rýni - hóparnir gáfu glögga innsýn inní hugarheim stúlkna og áhuga sviðs þeirra. Þær kvörtuðu ekki undan skorti á íþrótta- og tóm stunda - tilboðum í Hafnarfirði, töldu margt áhuga vert vera í boði og tómstunda tilboðin vel auglýst. Niðurstöður rýnihópanna gefa einnig til kynna að atferli ungs fólks ráðist mikið til af tilfallandi stemningu og kúltúr í jafningja - hópunum. Vísbendingar um það má sjá á miklum sveiflum í íþrótta þátttöku milli árganga og milli skóla hverfa. Það er einnig göm ul saga og ný að stúlkur eru miklar hóp sálir og ef ein ákveður að hætta íþróttaþátttöku þá hverfa oft fleiri með. Þarna er tækifæri fyrir íþróttahreyfinguna að grípa inní og einnig foreldrar en aðrar rannsóknir sýna ítrekað að stuðn - ingur foreldra við íþrótta þátttöku stúlkna er mikilvægasti þátt urinn til að sporna gegn brottfalli. Aðgerðaráætlun gefur leiðarlínurnar Aðgerðaráætlun var samþykkt af starfshópnum og inniheldur hún margvíslegar aðgerðir líkt og sam starfsátak á milli ÍBH og Hafn arfjarðarbæjar. Þar eru íþrótta félögin hvött til að móta sér stefnu og aðgerðaráætlun til að sporna við brottfalli bæði stúlkna og drengja og auka hlutfall barna af erlendu bergi brotnu í félags - starfinu. Aukin fræðsla til foreldra varðandi mikilvægi stuðnings þeirra og kynning á skýrslunni til foreldra, en ekki síður íþrótta- og æskulýðsgeirans. Mikilvægt er að koma á árang - urs stjórnunarsamningum milli Hafn arfjarðarbæjar og félaganna, stuðla að sífelldri endurskoðun á niðurgreiðlsukerfi Hafnar fjarðar - bæjar og huga að auknu samstarfi við líkamræktarstöðvar varðandi framboð á líkamsrækt fyrir ungl - inga í bænum. Vinna sem þessi verður í sífelldri endurskoðun og mun eiga sér stað lokamat á árangri eftir 3 ár. Það sem er mik - il vægt í þessum efnum er að unglingar í Hafnarfirði séu alltaf á uppleið. Höfundur er bæjarfulltrúi. Hafnfirskir unglingar á uppleið Margrét Gauja Magnúsdóttir Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Guðjón að - stoðar hjá FH Handknattleiksdeild FH hefur samið við Guðjón Árna - son um að hann verði aðstoðar - þjálfari í þjálfarateymi FH í handboltanum á næsta tímabili. Guðjón gerði garðinn frægan með gullaldarliði FH-inga á 9. og 10. áratugnum og var fyrir - liði liðsins lengst af. Guðjón snéri sér svo að þjálfun og hefur áður verið aðstoðar þjálf - ari FH liðsins bæði með þeim Guð mundi Karlssyni og Þor - bergi Aðalsteinssyni. Hann hefur síðan þjálfað yngri flokka FH og sinnt ýmsum störfum fyrir félagið. Guðjón mun aðstoða Einar Andra Einarsson sem nýlega var ráðinn aðal - þjálfari liðsins. Sögðu sig úr stjórn Hauka Sverrir Hjörleifsson, for - maður, Hálfdan Þórir Markús - son, varaformaður, Brynjar Ind - riðason, meðstjórnandi, Gunn ar Hauksson, með stjórn andi og Steingrímur Páll Björns son, meðstjórnandi sögðu sig allir úr stjórn körfu knattleiksdeild Hauka á aðal fundi fyrir skömmu. Ljóst er að ástæðan teng ist fyrirhugaðri ráðningu Ágústs Björgvinssonar sem þjálfara meistaraflokks kvenna sem slegin var af á síðustu stundu við mikla óánægju þess - ara stjórnarmanna. Á framhaldsaðalfundi sl. mánudag var Samúel Guð - mundsson kjörinn nýr for - maður deildarinnar. Af stað eftir Selvogsgötu Á laugardaginn kl. 11 verður gengið af stað um hluta Selvogsgötunnar, gömlu þjóð - leiðar milli Hafnarfjarðar og Sel vogs. Þetta er 3-4 tíma ganga frá Kaldárseli að Blá - fjalla vegi neðan Grindarskarða en ekið er með göngufólk í rútu til baka. Þetta er fjórða sumarið sem boðið er upp á göngu verk - efnið „Af stað á Reykjanesið“, menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum. Það er sjf Menningarmiðlun sem stendur að verkefninu. Þátttökugjald er 1500 kr. en frítt er fyrir börn. Verkefnið er nánar kynnt á www.sjfmenningamidlun.is Skugga-Baldur á Bókasafninu Miðvikudagskvöldið 13. maí kl. 20 verður lokafundur vetr - arins hjá Lestrarfélaginu Fram - för sem starfrækt er á Bóka - safni Hafnarfjarðar. Rit höfund - urinn Sjón mætir og spjall ar við lesendur um skáld söguna Skugga-Baldur, sem út kom árið 2003. Skugga-Baldur er dulúðleg og heillandi saga sem gerist á 19. öld og segir frá prestinum Friðriki, vangefnu stúlkunni Öbbu og grasafræðingnum Baldri. Í verkinu fléttar Sjón saman þjóðsögum, sagnfræði, náttúrulýsingum og ljóðrænu á sinn sérstaka hátt. Stíll verksins er fágaður og einfaldur, en bókin fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.