Fjarðarpósturinn - 27.08.2009, Qupperneq 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 27. ágúst 2009
Nú eru skólar byrjaðir og áhugasamir
krakkar halda glaðir í bragði í skólann sinn á
morgnana. Einhvern veginn hefur tekist svo
óhönduglega til við staðsetningu sumra skól -
anna að þeir eru staðsettir við safngötu hverf -
isins. Auðvitað þýðir þetta aukna hættu og er
óþarfi. Mun betur hefur tekist til við stað setn -
ingu á nýjasta skólanum, Hraun valla skóla, þó
svo gatan framhjá honum hafi verið í upphafi
mikið ekin og þar hratt ekið. Við Setbergsskóla er eins og ekki hafi
verið gert ráð fyrir bílum. Þar er skólalóðin ógirt og börn að leik
alveg út við götu og hlaupa oft út á götuna eftir bolta. Foreldrar og
jafnvel starfsmenn skólans leggja bílum sínum upp á gangstéttar
og á hverjum morgni er bílum lagt í skemmri eða lengri tíma beint
á gönguleið barnanna við skólann. Ekkert virðist vera gert til að
bæta ástandið. Gangstéttarkantar eru lágir, tekið úr köntum svo
jafnvel má ætla að þar megi leggja en undarlegasta við þetta er að
það eru foreldrar sem skapa mestu hættuna, foreldr ar sem standa
fremstir í flokki og heimta öryggi fyrir börnin sín. En enginn
virðist gera kröfur um úrbætur á öryggismálum á lóðinni.
Loksins, loksins, loksins er allt skolp frá bænum nú grófsíað og
sent 2 km á haf út. Þetta er stórmerkilegur áfangi þó erfitt sé að
hrósa einhverjum fyrir þetta af þeirri einföldu ástæðu að löngu átti
að vera búið að þessu. Fjarðarpósturinn var meðal þeirra sem
vöktu athygli á að ekki væri farið af stað tímanlega og birti
fjölmargar myndir sem sýndi öldurnar grípa skolpið og dreifa því
svo yfir næstu hús. En góðum hlut ber að fagna enda er
drykkjarvatn og frárennsli forsenda fyrir byggð og því ekki skrýtið
að þetta var eitt af fyrstu málum sem nýstofnaður Hafnarfjarðar -
kaupstaður tók á dagskrá sína.
Guðni Gíslason.
Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Sunnudagur 30. ágúst
Messa kl. 11
Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson
Ræðuefni: „Af ávöxtunum þekkist tréð“
Barbörukór Hafnarfjarðar leiðir söng.
Organisti: Bjarni Þór Jónatansson
Barn borið til skírnar.
Miðvikudagur 2. september
Gregorsk messa kl. 08
Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson
Eyjólfur Eyjólfsson leiðir söng.
Morgunverður í safnaðarheimilinu eftir stundina.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNARFJARÐAR
SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS
Frímann Andrésson
útfararstjóri
hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON
útfararstjóri
Fríkirkjan
Sunnudagur 30. ágúst
Guðsþjónusta kl. 17
Upphaf fermingarstarfsins.
Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra boðin
velkomin til starfa.
Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.
Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir.
Allir velkominir
í Fríkirkjuna!
www.frikirkja.is
LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA
Viðgerðir og uppsetningar á
loftnetum, diskum, heimabíóum,
flatskjám. Síma- og tölvulagnir
Loftnetstaekni.is
sími 894 2460
Sendibílaþjónusta í 25 ár!
Benni Ben. • 893 2190
Lífróður í Hafnarborg
Á morgun, föstudag kl. 20 verður
opnuð ný sýning í Hafnarborg. Á
sýningunni, sem ber yfirskriftina
„Lífróður – Föðurland vort hálft er
hafið“, eru verk eftir tæplega þrjátíu
listamenn sem endurspegla hafið á
ýmsan hátt.
Verkin á sýningunni birta mynd af
hafinu sem náttúrufyrirbæri en túlka
einnig mikilvægi þess fyrir sjálfs -
mynd þjóðarinnar og afkomu Íslend -
inga, verk sem fást við tengsl
manns ins við náttúruna og hug leið -
ingar listamannanna um félags leg og
pólitísk viðfangsefni sem tengjast
hafinu. Mörg verkanna eru ný, sum
hafa ekki áður verið sýnd hérlendis
en flest eru þau frá síðustu tíu árum.
Sýningin nýtur stuðnings Hafnar -
fjarðarhafnar sem nú fagnar 100 ára
afmæli sínu en auk þess standa
Þjóð fræðistofa og Kvik mynda safn
Íslands að málþingi og kvik mynda -
sýningum sem tengjast efni sýnign -
ar innar. Sýnendur eru: Ásdís Sif
Gunnarsdóttir, Ásmundur Ásmunds -
son, Birgir Andrésson, Elías Hjör -
leifsson og Ólafur Elíasson, Erla S.
Haraldsdóttir, Finnur Arnar Arnarson,
Gjörningaklúbburinn, Guðjón Ketils -
son, Gylfi Ægisson, Helgi Þorgils
Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson,
Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon,
Hlynur Hallsson, Ívar Valgarðsson,
Kristinn E. Hrafnsson, Kristján Guð -
munds son, Margrét H. Blöndal,
Magnús Sigurðarson, Libia Castro &
Ólafur Ólafsson, Ólafur Sveinn
Gíslason, Ósk Vilhjálmsdóttir, Ragnar
Kjartansson, Ragna Róbertsdóttir,
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og
Unnar Örn Auðarson.
Bæjarbíó
Þriðjudaginn 1. september kl. 20
sýnir Kvikmyndasafn Íslands ítölsku
kvikmyndina Strategia del ragno
eða Herkænska köngulóarinnar sem
er tilbrigði við smásögu argentíska
rith öfundarins Jorge Luis Borges.
Þar segir frá eftirgrennslan ungs
manns um afdrif föður síns í valdatíð
fasista á Ítalíu.
Árangur með
Herbalife
Aukin orka -
Betri líðan
Gerður Hannesdóttir
gsm 865-4052
ghmg@internet.is
Pantaðu frían
prufupakka!
Hvert er tré
mánaðarins?
Kallað er eftir
tilnefningu á tré
ágústmánaðar
í Hafnarfirði.
Sendu ábendingu á
almadrofn@hafnarfjordur.is
TÖLVUHJÁLPIN
Viðgerðir, vírushreinsanir,
uppfærslur og uppsetningar
á PC tölvum. Kem í heimahús.
Sanngjarnt verð
Sími 849-6827