Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.10.2009, Page 6

Fjarðarpósturinn - 08.10.2009, Page 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. október 2009 Hefðbundinn búskapur hefur fyrir löngu lagst af á Stór- Hafnarfjarðarsvæðinu en sk. hoppýbændur halda uppi heiðrinum og hafa fé á beit í beitarhólfum í Krýsuvík. Eftir gott sumar var fénu smalað í nýja Krýsuvíkurrétt á laugar - daginn og bæjarbúar fjöl - menntu til að fylgjast með í glampandi sólskini. Kátt í Krýsuvíkurréttum Fólk fjölmennti með ferfætlingunum L jó sm yn d ir : G u ð n i G ís la so n Bólusetning gegn árlegri inflúensu Tímapantanir í bólusetningu er í síma 550 2600 alla virka daga frá kl. 8-16 Ráðlögð er árleg bólusetning fyrir alla sem eru eldri en 60 ára. Einnig öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna- og lifrarsjúkdómu, sykursýki, illkynja og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð. Aðrir greiða 950 kr. fyrir bóluefni auk komugjalds. Munið að framvísa afsláttar- og/eða örorkuskírteini við komu. Ath.: Þetta er ekki gegn „svínaflensu“. Sú bólusetning verður kynnt síðar. Lungnabólgubólusetningar: Öllum 60 ára og eldri og þeim sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum er boðið upp á lungnabólgubólusetningu. Bólusett er á 5-10 ára fresti. Fyrirtæki sem vilja panta bólusetningu fyrir starfsfólk sitt eru beðin um að senda nafnalista á: lilja.g.gunnarsdottir@solvangur.hg.is eða faxa nafnalista í 550 2601. SÓLVANGUR Heilsugæslan Sólvangi, Sólvangsvegi 2 Haustgleði Foreldrafélags Engidalsskóla var haldin á lóð skólans sl. fimmtudag þar sem foreldrar og börn hittust og hreins uðu rusl af skólalóð, mál - uðu parísa á skólavöllinn og gæddu sér á grilluðum pylsum. Var þetta með fáum rigningar - lausum dögum haustsins og var ekki hægt að sjá annað en börn og fullorðnir skemmtu sér vel. Gaf foreldrafélagið skólanum tvær leikjabækur, 10x10 leikir, í tilefni dagsins. Vel heppnuð haustgleði Unga fólkið hafði sérstaklega gaman af að draga fé í dilka. Hin árlega haustmessa verður haldin í Krýsuvíkurkirkju á sunnudaginn kl. 14. Sætaferð verður frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, messar. Eyjólfur Eyjólfsson, söngvari og þverflautuleikari og Sveinn Sveinsson leika saman á þverflautur. Þórður Marteinsson leikur á harmón - ikku. Eyjólfur leiðir jafnframt sálmasöng. Við lok messu verð ur „Upprisa“, altaristafla Krýsu víkurkirkju eftir Svein Björns son tekin ofan og flutt í Hafnarfjarðarkirkju þar sem hún hefur vetursetu. Eftir mess - una er boðið til kirkjukaffis í Sveinshúsi. Þar stendur yfir málverkasýningin „Huldufólk og talandi steinar“. Lesið verð - ur úr dagabók listamannsins þar sem hann lýsir tilurð eins verks á sýningunni. Messur í Krýsuvíkurkirkju hafa jafnan verið fjölsóttar. Haustmessa í Krýsuvíkurkirkju

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.