Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. október 2009 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitar félag - anna hefur sent sex sveitarfélögum bréf, þ.m.t. Álftanesi og Hafnarfjarðarbæ þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagstöðu í takt við hlutverk nefndarinnar. Svo viðkvæmt var þetta að bæjarstjóri Hafnarfjarðar lá á þessum upplýsingum og það þurfti fyrirspurn svo hann greindi frá bréfinu. Auðvitað kemur þetta bréf ekki óvart, hvorki hjá Hafnarfjarðarbæ sem hefur aukið skuldir sínar um 9 milljarða kr. frá miðju síðasta ári ef útreikningar sjálfstæðismanna eru réttir. Fullyrða sjálfstæðismenn að afborganir skulda fari úr 1,1 milljarði á þessu ári í 5,4 milljarða kr. sem bæjarfélagið ráði ekki við. Samfylkingin blæs á stóryrði sjálfstæðismanna og kennir fyrri ríkisstjórn um ástandið. Hvað sem því líður og reikningskúnstum þá er ljóst að allir þurfa að leggjast á árarnar til að bæjarfélagið komist heilt út úr þessari fjármálakreppu. Nú verður að skera niður og leita allra leiða til að auka tekjur. Skora ég á alla bæjarfulltrúa að vinna saman að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og leggja að baki pólitíska skollaleiki. Enginn vill kjósa fólk eða flokka sem ekki vill leggjast á árarnar þegar bátur er í neyð! Þrátt fyrir kreppu hefur bjarsýni ríkt hjá fjölmörgum fyrir - tækjunum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa nýjar verslanir opnað hér í bæ og þjónustuaðilar boðið þjónustu sína og er ekkert lát á. Fjölmörg iðnaðar- og þjónustufyrirtæki blómstra í bænum og ný hafa tekið til starfa og vert að horfa til þessa í stað þess að einblína á það sem miður fer. Með jákvæðni, bjartsýni og umfram allt samstarfi getum við náð okkur út úr þeirri kreppu sem við erum í. Ekki bíða eftir einhverjum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, tökum málin í okkar hendur. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 25. október Messa kl. 11 Prestur sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn leiðir söng. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu Víðistaðakirkja Vetrardagar í Víðistaðakirkju fimmtudagurinn 22. október „Andleg sjálfsvörn“ kl. 21 Sigursteinn Másson formaður Geðhjálpar fjallar um leiðir til að byggja upp varnir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks. laugardagurinn 24. október „Landslag handa fuglum“ kl. 17 Opnun myndlistarsýningar Karls Kristensen kirkjuvarðar. Léttar veitingar. sunnudagurinn 25. október Tónlistarguðsþjónusta kl. 11 Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson flytja ljúfa og fallega sálmatónlist. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal á eftir. Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt og skemmtileg stund í loftsal kirkjunnar. Veitingar í safnaðarsal á eftir Foreldramorgnar á mánudögum kl. 11.00 Fjölbreytt dagskrá fyrir heimavinnandi foreldra. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Vasaþjófar og Berlínarbúar í Bæjarbíó Á laugardaginn kl. 16 sýnir kvik - myndasafn Íslands myndina Pick - pocket í leikstjórn Roberts Bresson. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Berlin Ecke - Schönhauser í leikstjórn Gerhards Klein. Myndin sýnir ungt fólk í Austur-Berlín sem leitar að tilgangi sínum í lífinu áður en múrinn var reistur. Það langar, eins og aðra unglinga, í frelsi, að dansa við rokktónlist, skiptast á bönnuðum vestrænum varningi og reynir að forðast að vera þvingað til einhvers, hvort heldur er af foreldrum sínum eða ríkinu. Myndin gefur ágætis heildarmynd af borgarsamfélagi þar sem pólitísk og fjárhagsleg skipting hefur áhrif á alla. Ný skólastefna kynnt Nýsamþykkt skólastefna Hafn ar - fjarðar verður kynnt á fundi í Víðistaðaskóla á mánu dag inn kl. 17.15. Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Tölvuþjónusta Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.