Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Side 6

Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Side 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. október 2009 Haukar voru topplið í annarri deild með Þráinn Haukson sem þjálfara þegar ég kom í liðið vor ið 1978. Hópurinn var þétt - ur og samheldinn. Aðeins einu sinni síðan hef ég ver ið í jafn góðum hóp, hjá Aftur eld ingu, en þá var Þrá inn einnig þjálf ari. Fyrsti æf - inga leikur inn var á móti Val. Í fyrri hálf - leik var mikið spil í Hauka liðinu en þeir gáfu stungu send ing - ar sem ég réði ekk ert við. Í hálfleik spyr Þráinn: „Jæja, strákar hvernig finnst ykk ur þetta ganga?“ Ég sagði: „Ég hef ekkert hér að gera. Þið eruð alltaf að gefa stungu send ingar.“ Og þá kom skýringin. Loftur Eyjólfsson, stormsenter, hafði lent í meiðslum og þeir voru vanir því að gefa snöggt á hann sem skoraði úr öllum send - ingunum. Það rann upp ljós fyrir Þráni, nú var kominn ann - ar senter sem vildi spila, kom - ast inní teig og pota. Í seinni hálfleik gekk allt upp. Þegar fjórar umferðir voru eftir á Íslandsmótinu tilkynnti Þráinn að við værum í hættu að falla niður í 3. deild. Við áttum eftir Þór frá Akureyri og Ísafjörð sem voru að berjast um annað sætið en KR var með fyrsta sætið öruggt. Þá gerðum við okkur lítið fyrir og unnum alla síðustu leikina og komumst upp í 1. deild. Það greip um sig mikil gleði sem entist fram að næsta keppnistímabili. Þá kom áfallið ... Þráni var sparkað. Allir eldri leikmenn - irnir; Addi Guðmunds, bræð - urnir Steingrímur og Danni Hvíti og Axel markmaður o.fl. hættu. Eftir sátu strákar, sem höfðu ekki leikreynslu t.d. Óli Jó (seinna landsliðsþjálfari), Óli Dísu, Bjössi Svavars, Valur Sig., Siggi Huldu, Svavar Svav arsson og Guðmundur Sig marsson. Ég gæti talið fleiri snillinga en læt þetta duga. Markmönnum yngri flokka, Guð mundi Hreiðarssyni og Erni Bjarnasyni, var ekki treyst og reynt var að fá Ög mund Krist ins - son til liðsins en Fylkir sagði nei. Á næsta keppn is tíma - bili unn um við bara einn leik, Akranes 2- 1 uppá Holti en það varð til þess að Vest manna - eyingar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Stjórn Hauka hætti að hugsa um liðið s.s. að þvo búninga og gera ráðstafanir um ferðir. Við þurftum að sjá um allt sjálfir og féllum niður í fjórðu deild. Ég tel, að ef Þráinn hefði verið áfram hefði þetta farið á annan veg. Þegar FH vann sig upp í fyrstu deild var þeim úthlutað Kapla krika en þegar Haukar unnu sig upp fengu þeir túlí - pana. Í haust sóttu Haukar um aðstoð til FH og fengu leyfi til að spila í Kaplakrika en FH setti það skilyrði að bærinn kæmi til móts við þá og gerði nýjan æfingarvöll því það yrði svo mikið álag á grasinu þegar tvo lið væru að spila. Haukar leituðu því til Vals um að fá að spila að Hlíðarenda og Valur breiddi út vængina og sagði já skilyrðalaust. Núna eru Haukar aftur komnir upp í úrvalsdeild og er það ekki síst að þakka þjálfara þeirra Andra Marteins - syni, samheldni liðsins og sterkri stjórn. Það er von mín að Haukar haldi áfram að vera bestir. Haukar Lárus Haukur Jónsson Óðinsauga, hafnfirsk útgáfa, gefur út 3 barnabækur eftir 2 hafnfirka rithöfunda Harald S. Magnússon og Huginn Þór Grét arsson. Bækurnar heita Raggi litli og Snjómaðurinn ógur lega eftir Harald, Lita - leikurinn og „Og þau lifðu ham ingjusöm allt til æviloka... eða hvað?“ eftir Huginn. Haraldur S. Magnússon hefur fengist við skrif um langt skeið og eru bækur hans um Ragga litla löngu orðnar þjóðþekktar. Þar má nefna bækur eins og Raggi litli og tröllskessan, Raggi litli í Súkkulaðilandi og nú síðast, Raggi litli og frosk - urinn alvitur. Enn er svo að vænta fleiri ævintýra af honum Ragga litla því ný bók er komin í myndvinnslu, en sögurnar spanna rúmlega 20 ára tímabil, þó er Raggi enn á unga aldri. Nýjasta bókin, Raggi litli og snjómaðurinn ógurlegi er eins og nafnið gefur til kynna, um kynni Ragga litla af hinum ógur lega snjómanni sem býr uppi á hæsta tindi Íslands. Huginn Þór Grétarsson er nýrri af nálinni, en hann gaf fyrst frá sér ferðabók árið 2006. En árið 2008 gaf Óðinsauga út fimm barnabækur eftir Huginn Þór, sem er líklega Íslandsmet. Þær hafa allar verið mjög vinsælar og hafa hver sinn boðskapinn að kenna. Ein þeirra, Nammigrísinn, hefur verið vinsælust allra barnabóka sem komu út árið 2008 skv. úttekt og hafa um 95-97% eintaka verið í útláni í þau skipti sem athugun hefur farið fram! Litaleikurinn sem kemur senn út, er fjölskylduleikur þar sem börn, unglingar og full - orðnir keppast við að láta sér detta sem flesta hluti í hug sem eru t.d. rauðir á lit. Þar sam - einast bókarformið við leik. Seinni bókin eftir Huginn Þór, „Og þau lifðu hamingjusöm allt til æviloka... eða hvað?“ er kómísk ádeila á klassísk ævintýri þar sem tilvonandi prins bjargar deginum og fær prinsessu að launum, og saman lifa þau hamingjusöm til ævi - loka. Hér er hinsvegar skyggnst inn í veruleikann og það kemur ýmsilegt grátbroslegt í ljós á bak við kastaladyrnar! Bækurnar eru væntanlegar í verslanir á morgun, föstudag. Óðinsauga – hafnfirsk bókaútgáfa

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.