Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Qupperneq 9

Fjarðarpósturinn - 22.10.2009, Qupperneq 9
www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 22. október 2009 40% afslátt Ný hraðþjónustaí Hafnarfirði Max1 Dalshrauni 5 Fáðu góðan á umfelgun og jafnvægisstillingu Opnum nýja hraðþjónustu Max1 á laugardaginn, 24. okt. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Hafnarfjörður Dalshraun 5, sími 515 7190. Reykjavík Bíldshöfði 5a, Bíldshöfði 8, Jafnasel 6, Knarrarvogur 2, sími 515 7190. Akureyri Tryggvabraut 5, sími 462 2700. Skoðaðu max1.is Nýtt Max1, Dalshrauni 5: Opið virka daga milli kl. 8 -17. Laugardaga milli kl. 9 -13. Ný skólastefna kynnt Nýsamþykkt skólastefna Hafn ar fjarðar verður kynnt á fundi í Víðistaðaskóla á mánu - dag inn kl. 17.15. Ellý Erlingsdóttir, for maður fræðsluráðs Hafna r fjarð ar, kynnir skólastefnuna, fulltrúi foreldraráðs Hafnar fjarðar flyt - ur stutt erindi og tækifæri gefst til fyrirspurna. Skólastefna Hafnarfjarðar var fyrst samþykkt árið 2005. Allt árið 2008 og fram til vors 2009 hefur sú stefna verið í endur - skoðun og sú skólastefna sem nú birtist er afrakstur þeirrar endurskoðunar. Allir bæjarbúar eru vel komn ir. Þjófar og rúðubrjótur Rúðubrjótur var handtekinn í Hafnarfirði í síðustu viku. Sá hafði tekið sér far með leigubíl en átti síðan ekki fyrir reikn - ingnum þegar til þess kom. Af ókunnum ástæðum braut mað - urinn rúðu í leigubílnum en hætt er við að reikningurinn verði mun hærri þegar ný rúða og ísetning hafa bæst við hann. Maðurinn var verulega ölvaður. Þá var kveikt í strætis vagna - skýli sem skemmdist nokk uð. Fyrir nokkru voru tveir karl - menn og ein kona, öll á þrítugs - aldri, handtekin í miðbæ Hafn - ar fjarðar eftir að þau höfðu brot ist inn í fyrirtæki og bif reið - ar og stolið verðmætum. Fólk ið hafði brotist inn í verslunina Mind Xtra í Firði og stolið þar fatn aði og þá brutust þau inn í bifreið sem stóð á plani við versl unarmiðstöðina. Þau brut - ust einnig inn í bifreið á Austur - götu og stálu ýmsum smámun - um. Á leið sinni í miðbæinn komu þau við í íþróttahúsinu við Strandgötu og stálu þar úr búningsklefa, jakka sem í var gsm sími. Þegar fólkið var hand tekið var annar karl mað - urinn í hinum stolna jakka. Nokkur umræða hefur skapast í bæn um er varðar þann „vanda“ sem það hefur í för með sér að m.fl. karla í Haukum hafi áunnið sér rétt til þátt - töku í efstudeild knattspyrnu á komandi leik tíð. Vanda - málið er fólgið í því að ekki er fyrir hendi á Ásvöllum lögleg aðstaða fyrir áhorfendur. Sam - kvæmt leyfiskerfi UEFA (Samband evrópskra knatt spyrnusambanda) þar sem við Íslendingar er um meðlimir í og KSÍ sér um að þessum reglum sé framfylgt, verður að vera fyrir hendi lágmarksaðstaða fyrir áhorfendur í efstu deild karla, sem í þessu tilfelli er a.m.k. 500 sæti í „stúku“. Þessar reglur gilda þó ekki fyrir leiki í m.fl. kvenna. Það hefur einnig komið fram að til þess að mæta þessum lágmarks - kröfum þarf að ráðast í framkvæmdir á Ásvöllum sem nema um 30 millj - ónum króna. Margir, þar á meðal nokkrir af for - ráða mönnum Hauka hafa séð það sem sjálfsagðan kost í stöðunni að Hauk ar leiki sína heima leiki í efstudeild á heima velli okkar FH inga Kapla - krika þar sem aðstaða er til fyrir mynd ar og sjálfur völl ur inn einn sá allra besti hér á landi. Forráðamenn Hauka óskuðu eftir fundi með forráðamönnum FH vegna þessa máls sem að sjálfsögðu var orðið við. Þar kom fram að Haukar óskuðu eftir því að fá að spila alla efstudeildarleiki m.fl. karla og m.fl. kvenna í Kapla - krika. Við þessum óskum þeirra er ekki hægt að verða, þar sem álag á Kaplakrikavöll er þegar allt, allt of mikið. Samkvæmt álagsstuðli er Kaplakriki í 40-50% umframnotkun miðað við það sem ráðlegt getur talist. Þetta mikla álag skapast af því að við FH ingar eigum tvö lið sem keppa reglulega á þessum velli auk þess að yngri flokkar félagsins spila þar nokkurn fjölda leikja. Einnig skal það tekið fram að flestar æfingar m.fl. karla fara fram á Kaplakrikavelli. Það er því augljóst að einungis vegna þessa er ekki hægt að leyfa aukið álag á völlinn. Ágætir forráðamenn Hauka hafa einnig komið því inn í umræðuna að gera Kaplakrika að „Bæjarleikvangi Hafnarfjarðar“ þar sem þeir kærðu sig ekki um að vera gestir á sínum heimaleikjum. Þeir hafa einnig komið með hugmyndir um að við FH ingar færum með æfingar m.fl. karla á Ásvelli. Við þessu er að segja að það hefur tek ið okkur FH inga rúm 40 ár að koma Kaplakrika í þá mynd sem nú er og enn eigum við margt eftir ógert. Einnig skal á það minnt að þar til nú í sumar var einungis stúka fyrir tæplega 900 áhorfendur, stúka sem byggð var fyrir 25 árum. Það liggja þúsundir vinnustunda sem unnar hafa verið í sjálfboðavinnu fórnfúsra FH inga, óteljandi krónur sem lagðar hafa verið fram af velunnurum félagsins í þeirri aðstöðu sem nú er fyrir hendi í Kapla - krika. Eins skal það tekið fram að alltaf hefur verið gott samstarf á milli FH og Hafnarfjarðarbæjar, hvaða flokkur sem farið hefur með stjórn, varðandi uppbyggingu svæðisins þó á stundum hafi okkur FH ingum fundist seint ganga. Það er því ekki neitt sjálf - sagt mál að þó svo að okkar ágætu nágrannar í Haukum hafi unnið sig upp í efstudeild í knattspyrnu að það hafi einhverjar breytinger í för með sér hjá okkur FH ingum, svo langt í frá. Einhverjir tala á þeim nótum að þar sem öll íþróttamannvirki í Hafnarfirði séu í eigu bæjarins sé stjórnvöldum í lófa lagið að koma hlutunum þannig fyrir að t.d. Haukar spili sína heima - leiki í Kaplakrika. Í tilfelli okkar FH inga er þetta fjarri sanni, eignarhlutur Fimleikafélags Hafnarfjarðar í mann - virkjum í Kaplakrika er ríflega 60%. Eins og menn hafa sjálfsagt tekið eftir hefur þessi umræða að mestu far - ið fram án þátttöku okkar FH inga sem skapast sjálfsagt af því að þetta er ekki okkar vandmál og ekki okkar að leysa. Einhverjir tala um þetta sem deilu á milli FH og Hauka sem að sjálf sögðu er eins fjarri sannleikanum og hægt er, við FH ingar erum ein - faldlega ekki aðili að þessu máli og eigum þ.a.l. ekki í deilum við einn eða neinn vegna þessa. Við getum í þessu sambandi bent á sambærileg tilfelli frá Reykjavík að þegar t.d. Fjölnir vann sér rétt til þátt - töku í efstudeild karla í knatt spyrnu var það ekki í umræðunni að þeir spiluðu sína heimaleiki annars staðar en í Grafarvogi þrátt fyrir að þeir hefðu ekki aðstöðu sem skyldi. Það var aldrei vandamál annarra knatt - spyrnu félaga í Reykjavík að leysa þeirra aðstöðuvanda. FH ingar munu því halda áfram að einbeita sér að uppbyggingu í Kapla - krika með það að leiðarljósi að Kapla - kriki sé og verði heimavöllur FH. Höfundur er formaður knattspyrnudeildar FH. Vallarvandræði á Völlum Jón Rúnar Halldórsson

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.