Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Blaðsíða 3
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. nóvember 2009 KYNNINGARFUNDUR Mánudaginn 23. nóvember kl. 17.30 verður haldinn kynningarfundur á tillögu að breyt - ingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 9 við Gunnarssund. Fundurinn verður haldinn í bæjarráðs - salnum 2. hæð, Strandgötu 6. Frestur til að skila athugasemdum er til 7. des - ember 2009 – hægt er að skoða tillöguna á www.hafnarfjordur.is Þeir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta eru hvattir til að mæta á fundinn. Skipulags- og byggingarsvið Það er engu líkara en örvænt - ing sé hjá Samfylkunni í Hafnarfirði. Lengst af á valda tíma sínum hafa þeir deilt og drottn að en nú þegar á bjátar reyna þeir að gera minni hlutann með ábyrgan fyrir gerð um sínum og ákvörð unum. Lúðvík Geirsson bæj arstjóri fór þannig með rangt mál í Fjarðar póstinum 12. nóv ember 2009 þegar hann fullyrðir að undirritaður hafi samþykkt afsláttarreglur vegna fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja í Hafnarfirði. Hið rétta er að frá 2002 þegar Samfylkingin varð illu heilli ráðandi í bæjarstjórn Hafnar - fjarð ar hafa bæjarfulltrúar Sjálf - stæðisflokkins hvorki greitt atkvæði með árlegri fjárhags - áætlun meirihlutans né tillögum meirihlutans um sveitar sjóðs - gjöld en afsláttur af fasteigna- og holræsagjöldum eldri borg - ara og öryrkja er hluti af þeirri afgreiðslu. Hið rétta er, og það veit Lúð - vík Geirsson vel, að ég hef flutt tillögur í bæjarstjórn um að allir eldri borgarar og öryrkjar í Hafn arfirði njóti fasts afsláttar og þeir tekjulægstu fái fulla niðurfellingu. Lúðvík gekk ávallt fram af fullri hörku um að fella slíkar tillögur. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur í gegnum allt tímabil góðæris í landinu hald ið uppi háskatta - stefnu í bænum og það stenst enga skoð - un þegar bæjar stjór - inn segir reglur um þetta með svipuðum hætti og í stærri sveit - ar félögum landsins. Þar sem Sjálf stæð - is flokkurinn er í meirihluta t.d í Garðabæ, Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ er bæði hærri tekju - mörk til niðurfellingar og meiri sveigj anleiki. Í Kópavogi er svip að kerfi og í Hafnarfirði en mun hærri tekjumörk. Sem dæmi nefni ég að í Kópavogi eru efri mörk tekna hjóna til að fá 50% afslátt 4.430.000 kr. en í Hafnarfirði eru mörkin tæpum sexhundruð þúsund krónum lægri eða 3.839.000 kr. Þetta kallar Lúð - vík Geirsson sambærilegt en fyrir marga þeirra 543 Hafn - firðinga sem fengu bréf á dög - unum um niðurfellingu afsláttar hefði þetta skipt sköpum. Er ástæða til að treysta Sam - fylkingunni? Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hafa skal það sem sannara reynist Almar Grímsson SÍMI 565 1988 WWW.N1.IS Meira í leiðinni OPIÐ alla daga 7–23 N1 kynnir nýja og betri þvottastöð fyrir bílinn þinn. Hún er með 5 bursta sem gerir þvottinn betri auk þess sem hann tekur mun styttri tíma. Komdu og prófaðu! Ný 5 bursta þvottastöð við þjónustustöð N1, Lækjargötu Foreldrar leik- og grunnskólabarna setja fram óskir og ábendingar um ýmis atriði sem lúta að skólastarfi, skipulagi og starfsháttum. Á undanförnum misserum hef ur óskin um samræmda skipu lagsdaga leik- og grunn - skóla verið mjög áberandi og reynd ar sú ósk sem foreldrar komu oftast á framfæri við undir ritaða. Einnig kom fram í niðurstöðum foreldrakönnunar að tæplega 85% foreldra voru ánægðir með ákvörðun fræðslu - ráðs um að hafa sam ræmda skipulagsdaga í öllum skólum Hafnarfjarðar á þessu skólaári. Nú eru skipulagsdagar leik- og grunnskóla á starfstíma grunnskólanna orðnir jafn marg ir eða fimm að tölu og því ósk að eftir að skipulagsdagar séu á sömu fimm dögunum í stað þess að dreifast hugsanlega á tíu daga. Í janúar sl. lagði formaður fræðsluráðs fram tillögu um að skólaárið 2009-2010 yrðu skipulagsdagar skólanna sam - ræmdir. Fræðslusvið leitaði eft - ir upplýsingum frá öllum grunn- og leikskólum um hvaða dagar hentuðu best og eftir að hafa yfirfarið og sam - ræmt óskir skólanna varð nið urstaðan sú að eftir taldir dagar yrðu sam ræmdir skipu lags dagar leik- og grunnskóla; 29. sept ember og 18. nóv em ber 2009, 4. janúar, 26. febrúar og 25. maí 2010. Þegar komast þarf að samkomulagi fyrir jafn stórt og fjöl breytt skólasamfélag og er hér í Hafnarfirði er ljóst að allir fá ekki óskir sínar uppfylltar en valdir voru þeir dagar sem flestir skólanna voru sammála um. Það var helst að skipulags - dagur 4. janúar hentaði ekki þeim skólum sem eru með svo - kallað tveggja anna kerfi, en með góðum vilja og skipulagi tekst að ráða fram úr því. Í einhverjum tilfellum hafa einstaka leikskólar sótt um flutning á starfsdögum vegna náms- og kynnisferða starfs - fólks og að fengnu samþykki for eldra - ráðs viðkomandi skóla er slíkt heim - ilað. Sjálfstæði skól - anna er mikilvægt, en einnig er mikil - vægt að láta á það reyna hvort fyrir - komulag sem þetta getur gengið, það verð ur reynslan að leiða í ljós. Eru samræmdir skipulagsdagar allra leik- og grunnskóla á starfstíma grunnskólanna komn ir til að vera eða er nægj - anlegt að samræma skipu - lagsdaga leik- og grunnskóla í sama hverfi? Höfundur er formaður fræðsluráðs og forseti bæjarstjórnar. Samræmdir skipulagsdagar leik- og grunnskóla? Ellý Erlingsdóttir Sl. föstudaginn afhenti Alcan á Íslandi hf. styrki til góð - gerðarmála í tengslum við þátttöku starfsmanna álversins í Straumsvík í Reykjavíkur - maraþoni 2009. Veittur var 100 þúsund kr. styrkur fyrir hvern hlaupahóp sem í voru 10 hlauparar hið minnsta, en hlauparar ákváðu sjálfir hvaða aðili skyldi styrkt - ur. Alls tóku 120 starfs menn álversins í 11 hlaupa hópum þátt í Reykja víkur mara þoni. Styrk - fjár hæðin nam því alls 1,1 milljón krónum. Afhendingin fór fram í mötu neyti ISAL í Straumsvík og mættu þangað fulltrúar þeirra sem hlutu styrki til að veita þeim viðtöku frá full - trúum hlaupahópanna. Þessir hlutu styrk: ADHD samtökin, Á rás fyrir Grensás, Bætum brjóst (tveir styrkir), Einstök börn, Félag áhugafólks um Downs heil kenni, Hring ur - inn, Ljósið, Mæðra styrksnefnd Reykjavíkur, Neist inn - styrkt - ar félag hjartveikra barna og Umhyggja - félag til stuðnings langveikum börnum. Maraþonhlaup til góðs Alcan á Íslandi veitti 11 styrki til góðgerðarmála starfsmenn ISAL afhenda styrkina fulltrúum ADHD samtakanna, Neistans og Hringsins. Um helgina verður haldið Hafnar fjarð armót Actavis og Hauka í 5. flokki kvenna í handbolta. Mótið fer fram á Ásvöllum og í íþróttahúsinu Strandgötu. Mótið hefst kl. 15.40 á föstudag og lýkur kl. 19 á laugardag. Áætlað er að í kringum 200 stúlkur taka þátt í mótinu en samtals eru skráð 25 lið til leiks frá 15 félögum og eflaust leyn - ast einhverjar landsliðskonur fram tíðarinnar í hópi þátt - takenda. 200 stúlkur í handbolta

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.