Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Page 4

Fjarðarpósturinn - 19.11.2009, Page 4
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 19. nóvember 2009 Þegar þú vilt ná til Hafnfirðinga! Auglýsingasíminn er 565 3066 WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði, sími 440 1374 NÁGRANNAVARSLA Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nær - umhverfi sínu og sjá sér allir hag í þeirri samvinnu sem nágrannavarsla felur í sér. Hægt er að kynna sér nágrannavörslu í Hafnar - firði á www.hafnarfjordur.is þar sem íbúar geta sótt um uppsetningu nágranna vörsluskiltis. Í síðustu viku boðuðu hafnfirskir unglingar til mótmæla fyrir framan Ráðhús Hafnar - fjarðar. Mótmælin voru þau kröft - ugustu í bæjarfélaginu í langan tíma og hugmynda auðgi og kraftur ungl ing anna birtist skýrt í litríkum mót mæla spjöld um, öflugum ræð um og fantagóðri mætingu. Börn vilja að á þau sé hlustað Í mótmælunum sýndi hafnfirsk æska að hún er verðugur og nauð synlegir þátt tak - andi í umræðu um þró - un og fram tíð samfélagsins okkar. Hafn firsk ir unglingar vilja að á þá sé hlustað, ekki síst þegar mál - efnin varða þá sjálfa. Mótmælin voru þannig áminning fyrir bæjar - full trúa að hlusta eftir afstöðu ungra Hafnfirðinga. Að hlusta er hins vegar ekki það sama og ganga ský laust að kröfum ein - stakra hagsmunahópa. Í þá gryfju gekk bæjarstjórinn Lúðvík þegar hann lofaði unglingunum okkar að bæjarstjórn Hafnarfjarðar myndi ekki taka ákvörðun sem væri í andstöðu við vilja þeirra. Um leið kviknaði á myndavélum sjón varpsstöðvanna brast kjark - urinn og á einu augabragði urðu tillögur um hagræðingu að engu. Bæjarstjórinn klikkti svo út með því að tengja mótmæli ungling - anna við „íbúalýðræði af bestu gerð.“ Börn geta og vilja taka þátt í ákvarðanatöku Mótmælin hittu vissulega í mark en þau eiga ekkert skylt við íbúalýðræði. Það veit Lúðvík og það þurfa bæjarbúar líka að vita. Íbúalýðræði vísar til þess að íbúum sé gefinn kostur á að eiga skilgreinda aðkomu að ákvarðanatöku. Skil - greind aðkoma þýðir ekki að kunningjar eða kjarkaðir taki upp símann og hringi í bæj ar stjórann eða ungl - ingar hóp ist saman og mótmæli, heldur felur þátttaka almennings það í sér að í tengslum við tiltekna ákvörð un leita bæjaryfirvöld eftir aðkomu þeirra sem ákvörðunin hefur áhrif á. Fyrir nokkrum árum var Ung - mennaráð sett á fót í Hafnarfirði. Einhverra hluta vegna hefur bæjar stjóranum ekki hugnast að kalla það til þátttöku og virkja þan nig fulltrúa unglinganna sjálfa í að móta tillögur að breytingum. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt við vildum engu breyta og litlu hagræða er staða fjármála bæjarins þannig að bæjaryfirvöld eiga engra kosta völ. Þetta þurfa ungir Hafnfirðingar líka að skilja. Samráð er málið Ég trúi á gagnsemi þess fyrir bæjarstjórn sem er að endurskoða þjónustu við börn og unglinga að hún heyri frá börnunum sjálfum um þeirra hugmyndir, þannig að það séu ekki bara kjörnir fulltrúar og embættismenn sem sitja við ákvarðanatökuborðið. Frum kvæð - ið að hlustun og samræðu þarf að koma frá bæjaryfirvöldum en hér hafa hafnfirsk yfirvöld brugðist. Minnisblað um breyt ingar á skipulagi félagsmiðstöðva hefur legið fyrir frá því byrjun sept em - ber en þrátt fyrir það hefur hags - munaaðilum ekki enn verið boðið að hafa beina að komu að ákvarð - anatöku. Þetta er svo þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans í Fjöl - skyldu ráði, sem fer með málefni íþrótta- og æskulýðsmála, hafi snemma í haust óskað eftir því að hagsmunaaðilar í íþrótta- og æsku - lýðsmálum yrðu kallaðir til fund ar við ráðið og í framhaldinu virkjaðir til þátttöku í þeirri hag ræðing ar - vinnu sem nú stendur yfir. Ungir Hafnfirðingar hafa núna komið því skýrt á framfæri að þeir vilja að á þá sé hlustað. Því fyrr sem hafnfirsk yfirvöld svara því ákalli, því farsælla. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í Fjölskylduráði. Íbúalýðræði af bestu gerð? María Kristín Gylfadóttir

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.