Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Page 2

Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 8. apríl 2010 Kosningaloforð Besta flokksins virðast ná upp á pallborð samgönguráðuneytisins a.m.k. hugmyndin. Flokkurinn vildi setja tollahlið fyrir Garðbæinga og Seltirninga en nú vill samgöngráðherra taka toll af öllum sem aka að höfuðborginni. Allt er þetta réttlætt með dýrum framkvæmdum en rándýr göng úti á landi hafa ekki þótt nógu dýr til gjaldtöku. Ef þetta er grundvallarsjónarmið ráðherrans og hans flokks held ég að fylgi hans verði ekki mikið í næstu kosn­ ingum. Það er undarlegt ef þjóðhagslega hagkvæmustu vega­ framkvæmdirnar kalli á veggjöld en óhagkvæmar fram kvæmdir ekki. Það er skrýtin hagfræði. Hins vegar er auðveldast að ráðast á þann sem næstur er, það er einföld aðferðarfræði og hana virðist ráðherrann aðhyllast. En kannski erum við alltof kröfuhörð í vegmálum. Ef við getum ekki ekið á 90 km hraða tímunum saman erum við óhress og krefjumst úrbóta. Ég var í rútu á ferð um Tékkland fyrir skömmu og mældi 37 km meðalhraða á hálftíma akstri. Þar þurfti að aka inn í hvert einasta þorp og margar krókaleiðir. Ástandið er hvergi svona „slæmt“ hjá okkur. Íslenskar vegaframkvæmdir virðast ganga út á að komast sem hraðast og helst með engri viðkomu frá Reykjavík til Akureyrar. Ekkert annað kemst að. Eðlilegt er að þjóvegakerfið okkar sé lífæð byggðanna, við hana eiga byggðir að vaxa og dafna, ekki verða hornreka til þess eins að spara nokkra kílómetra til Akureyrar. Ef setja á vegatolla eiga menn að eiga aðra valkosti um leiðir, annað er ekki sanngjarnt. Svo er spurning hvort við höfum efni á að byggja upp vegakerfi með þeim kröfum sem við gerum. Guðni Gíslason Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Prjónakaffi í kvöld Síðasta prjónakaffi vetrarins verður haldið í Vonarhöfn, Hafnar fjarðar­ kirkju gengið inn frá Suðurgötu kl. 20-22 í kvöld. Handavinna og/eða spjall. Kaffi á könnunni. Allir eru vel­ komnir. Opið hús hjá SVH Verslunin Veiðihornið verður með vörukynningu á opnu húsi hjá Stanga veiðifélagi Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Heitt verður á könnunni. Hönnunarfyrirlestur Hönnuðurinn og listamaðurinn Guðlaugur Valgarðsson segir frá þróunarferli við vinnslu á verki sínu Joy(n), rennibraut, hús og rambeltu, sýnir myndir frá vinnunni og spjallar við sýningargesti í Hafnarborg í kvöld. kl. 20. Guðlaugur er nú að ljúka Meistaranámi í hönnun frá Konstfack listaakademíunni í Stokk­ hólmi en hann vinnur út frá hreyfiþörf barna. Guðlaugur er einnig mynd­ menntakennnari í Austurbæjarskóla. Orson Welles í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 endur sýnir Kvikmyndasafn Íslands kvikmynd Orson Welles frá 1942; The Magni- ficent Amber sons. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd kvikmyndin The Baby og Mâcon eftir Peter Greenway en myndir hans voru alltaf á skjön við meginstraumsmyndir. Myndin gerist í 17. aldar umhverfi og er um spillingu á öllum stigum sam­ félagsins. Loftnets og símaþjónusta Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma­ og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! sjálfstæður dreifingaraðili Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og þingmenn koma til skrafs og ráðagerða. Allir velkomnir Tölvuþjónusta Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 KLÆÐSKERI Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Vönduð vinna. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. eftir kl. 16 í síma 866 2361 www.vidistadakirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 11. apríl Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 Fer fram í loftsal kirkjunnar. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. 11. apríl Fermingarmessur kl. 11 og 14 Prestar sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir. Guðmundur Sigurðsson organisti. Barbörukórinn syngur. Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma. Stífluþjónusta Geirs Stíflulosun, myndun lagna, endurnýjun frárennslis- og drenalagna, gröfuþjónusta, efnisflutningar, múrbrot, malbikssögun, kjarnaborun. Geir s. 697 3933 Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Sími 565 9775 - ALLAN SóLARhRiNgiNN - uth.iS www.skataskeyti.is Þarftu að gera við bílinn? Gerðu það sjálfur, úrvalsaðstaða með öllum verkfærum og faglegri ráðgjöf. Rennum bremsudiska og skálar.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.