Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 08.04.2010, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Miðvikudagur 8. apríl 2010 Íþróttir Handbolti úrslit: Karlar: Haukar - Stjarnan: 35-23 FH - Valur: 20-25 Körfubolti úrslit: Karlar: Valur - Haukar: 73-82 Næstu leikir: Handbolti 8. apríl kl. 19.30, Digranes HK - FH (úrvalsdeild karla) 8. apríl kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Akureyri (úrvalsdeild karla) 9. apríl kl. 19.30, Hlíðarendi Valur - Haukar (úrslitakeppni kvenna) 11. apríl kl. 16, Ásvellir Haukar - Valur (úrslitakeppni kvenna) 14. apríl kl. 19.30 Valur - Haukar (úrslitakeppni kvenna) Körfubolti: Haukar í úrvalsdeild! Haukar sigruðu Val í tveimur leikjum í keppninni um úrvals- sæti í körfubolta karla og tryggði sér keppnisrétt í úrvalsdeild að ári. Haukar hafa ekki verið í efstu deild síðan 2006-2007 en verða á ný í efstu deild að ári ásamt KFÍ sem sigraði í 1. deild. Fáðu 20% afslát t af olíu, smurningu o g skiptum á olíusíu í dag! Afmælistilboð Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1 Nýttu þér betri þjónustu á Max1 cw100072_brimborg_max1_afmaelistilbod_smurning_augldagbl_2x11_fjp_23032010_end.indd 123.3.2010 09:34:51 Útibú Arion banka, Fjarðar- götu 13-15 býður Hafnfirðinga velkomna á fjármálanámskeið um mikilvægi markmiða í fjármálum heimilisins. Nám- skeiðið verður haldið í Hafnar- borg miðvikudaginn 14. apríl. Tilgangurinn með nám skeið- inu er að kynna mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir fjármál heim ilisins og að sett séu mark- mið í rekstri þess. Nú þegar þrengir að í fjármálum heim- ilanna er það enn mikilvægara en áður. Það er t.d. mikilvægt fyrir ungt fólk sem er að stofna heimili og þá sem eru að hætta að vinna og þurfa að bregðast við breyttum tekjum. Einföld fjárhagsáætlun er gott hjálpar- tæki sem gefur yfirsýn og bætir stjórnun á ráðstöfun tekna. Þá er nauðsynlegt að gera ráð- stafanir í tíma til að mæta stórum útgjaldaliðum. Með námskeiðinu viljum við aðstoða fólk við gerð fjár hags- áætlana og sérstaklega alla þá sem eru ekki byrjaðir að sinna þessum þætti í heimilis fjár- málum. Á námskeiðinu verða jafn framt kynntar nokkrar sparn aðarleiðir fyrir heimilin. Það hefur sýnt sig að þeir sem hafa góða stjórn á fjármálum sínum uppskera og geta leyft sér meira en þeir sem huga ekki nógu vel að þessum mikilvæga þætti. Þetta er því án efa spurning um aukin lífsgæði. Við hvetjum alla til að mæta í Hafnarborg þann 14. apríl kl. Mikilvægi markmiða í fjármálum Arion banki heldur fjármálanámskeið 20 og njóta léttra veitinga í bland við fróðleik sem kemur sér vel. Hægt er að skrá sig á námskeiðið á heimasíðu bankans - arionbanki.is eða í síma 444-7000. Einnig er hægt að skrá sig í útibúinu í Fjarðar- götu 13-15 sem er opið alla virka daga frá kl. 9-16. Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Rúnar Gíslason útibússtjóri og Jóhanna Reynisdóttir aðstoð­ ar útibússtjóri. Laugardaginn 27. mars sl. var Guðmunda Guðbjartsdóttir (Gógó), föðuramma Ólafs Elíassonar myndlistamanns, 90 ára. Gógó hefur dvalið á Sólvangi undanfarin ár og notið þar mjög góðrar aðhlynningar. Ættingjar hennar komu saman þennan dag á kaffistofu Sólvangs og áttu saman góðar stundir. 90 ára fmæl Gógó með eftirlifandi systkinum sínum, Sveini, Sólveigu og Ásgeiri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.