Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 19.08.2010, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. ágúst 2010 Fyrsta kvennamótið á Íslandi í skeet var haldið 26. júlí sl. og kepptu tíu konur. Keppt var í tveim flokkum A og B þar sem A er ólympískt skeet en B keppni sem SÍH hefur þróað sem byrj endakeppni. Skotnir voru tveir hringir í báðum flokkum. Í A flokki sigraði Anný Guð munds dóttir, Helena Ericson varð í öðru sæti og Brynja Ingólfsdóttir í því þriðja. Í B flokki varð Bára Gunnlaugs- dótt ir í fyrsta sæti, Guðlaug Sigurðardóttir í öðru sæti og Sigurjóna Björk í því þriðja. Aðrir keppendur voru Rebekka Stefánsdóttir, Inger Ericson, Guðbjörg Konráðsdóttir og Halldóra Matthíasdóttir. Tilboð Borgartúni 29 • Hrísateig 47 • Lækjargötu 4 • Langarima 21 • Spöng • Ögurhvarfi 3 Hjallabrekku 2 • Tjarnarvöllum 15 • Reykjavíkurvegi 62 • Fitjum, Kefl avík 10 07 – © H ön nu na rh ús ið e hf . 10 morgunbrauð á aðeins 949 kr. Ef verslað er fyrir: 1.000 kr. færðu brauð á 299 kr. 2.000 kr. færðu köku á 299 kr. 4.000 kr. færðu tertu á 299 kr. Á þessu hausti eru liðin 15 ár frá því að hjónanámskeið voru fyrst haldin á vegum Hafnar- fjarð arkirkju, en fyrsta nám- skeiðið var haldið haustið 1996. Þá var ætlunin að bjóða upp á eitt eða tvö námskeið, en vegna mik- illrar og stöðugrar aðsóknar eru námskeiðin enn í gangi. Nám- skeiðin hafa reyndar ekki aðeins verið haldin í Hafnarfjarðarkirkju heldur einnig víða um land og erlendis. Vinsældir námskeiðanna má kannski einna helst rekja til þess að á námskeiðunum gefst þátt- tak endum tækifæri til þess að skoða sitt eigið samband út frá fyrir lestrum og verkefnum sem hvert par heimfærir upp á sinn eigin veruleika. Þar er líka lögð rík áhersla á sjálfsskoðun og sjálfs rýni. En umfram allt er bent á fjölbreyttar leiðir sem hægt er að fara til að bæta og styrkja hjónabandið og sambúðina í aðstæðum lífsins. Þannig hentar námskeiðið öllum aldurshópum og er ekki síst gagnlegt fyrir þau pör sem vilja styrkja það sem gott er fyrir. Hjón þurfa þess vegna ekki endilega að vera í ein hverjum vanda til að geta nýtt sér aðferðafræði námskeiðsins. Og þó námskeiðið heiti hjóna- námskeið er það opið öllum pör- um, hvort sem þau eru í hjóna- bandi eða sambúð. Þó grunnurinn hafi alltaf verið sá sami hafa námskeiðin og áhersl urnar auðvitað breyst í gegnum árin. Undanfarin tvö ár hefur þannig sérstök áhersla verið lögð á leiðir til að styrkja fjölskylduna í því erfiða ástandi sem nú ríkir hér á landi. Áfram verður unnið út frá þeirri for- sendu nú í vetur. Í tengslum við námskeiðin hafa orðið til tvær bækur, Ham- ingjuleitin sem kom út árið 2001 og Hjónaband og sambúð árið 2006. Einnig hafa önnur almenn námskeið þróast út frá hjóna- námskeiðunum. Þar ber hæst nám skeiðið 10 leiðir til lífs ham- ingju sem er ætlað öllum en ekki pörum sérstaklega. Einn ig það námskeið hefur verið haldið um allt land á undan förn um árum. Rúmlega 12.000 manns hafa tekið þátt í hjónanámskeiðunum frá upphafi og mikill fjöldi hefur einnig sótt leiðirnar 10 til lífs- ham ingju. Og nú er sem sagt að hefjast 15. starfsár hjónanámskeiðanna en námskeiðin hefjast fyrstu vik- una í september. Hjónanámskeið í 15 ár Sr. Þórhallur Heimisson Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Strætó bs. býður nemendum með lögheimili á höfuð borgar- svæðinu sem eru í fullu námi við framhalds- og háskóla á höfuð borgarsvæðinu upp á nema kortin, en þetta er annað árið sem þau eru boðin í nú ver- andi mynd. Tæplega fimm þúsund náms- menn nýttu sér þennan kost á síðasta skólaári og sk. könnun Við skiptafræðistofnunar Há - skóla Íslands kom fram að yfir 90% voru ánægðir með nema- kortið og um 85% töldu það hafa hvetjandi áhrif á notkun þeirra á strætó. Sala á nemakortunum hófst í dag á www.strætó.is og geta þeir sem eiga kost á að kaupa nemakort pantað þau þar. Hægt er að kaupa kort sem gilda ýmist eina önn eða allt skólaárið og kosta þau fyrrnefndu 8.000 krónur en kort sem gilda allt skólaárið 15.000 krónur. Nemakort í strætó Fyrsta kvennamótið í skeet Helena, Anný og Inger.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.