Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2012 Sumarið er tíminn. Börn á öllum aldri storma út í góða veðrið til að leika og hitta önnur börn. En ýmsar hættur leynast samt. Sumarið er sérstakur áhættutími. Rannsóknir hafa sýnt að þau börn sem byrja að neyta áfengis og fíkniefnis byrja oft á sumrin. Á sumrin er eng inn skóli, færri skipu lagðar tómstundir, meira frí og foreldrar slaka oft meira á taumn­ um í uppeldi sínu. Á síðustu árum hefur náðst frábær árangur í for­ vörn um. Vímuefnaneysla ungs fólks hefur minnkað umtalsvert. Mörg samstarfsverkefni sem foreldrar hafa verið í lykil­ hlutverki hafa skilað góðum árangri. Því miður er það þannig að útivistarreglur fylgja ekki skóla­ dagatalinu en núna mega börn 12 ára og eldri vera lengur úti á kvöldin. Það verður samt alltaf á ábyrgð foreldra að ákveða hve lengi börn mega vera úti innan ramma útivistarreglna og gildi svefns skólabarna fyrir hvern skóladag er ótvírætt. Það má líkja þessu við að þó gata með 70 km hámarkshraða breytist í 90 km hámarkshraða þýðir það ekki að lögreglan hætti að fylgjast með. Að framfylgja útivistarreglum er bara eitt af mörgum hlutverkum foreldra­ röltsins. Foreldrar þurfa alltaf að vera vakandi. Foreldraröltið er talin ein besta hverfaforvörn sem til er því hún eflir samstöðu foreldra, veitir öllum aðhald og tryggir gott upplýsingastreymi innan hverfa. Þrátt fyrir að útivistartíminn sé breyttur þá er ekki hægt að efast um mátt for­ eldra röltsins. Þrátt fyrir að börn­ in séu lengur úti þá fylgist röltið áfram með öðrum málum í hverf inu og veitir aðhald rétt eins og lögreglan gerir með nær veru sinni. Heimapartý, hópa safnanir og fíkniefnasala eru viðfangsefni sem foreldra­ röltið sinnir alltaf. Samvera foreldra með börn um sínum er engu að síður besta forvörnin og því hlutverki ber okk ur að sinna sérstaklega á sumr in. Gangi ykkur vel, sam an. Geir er forvarnafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og Jóhanna er talsmaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar. Forvarnir á sumrin Foreldrar eru bestir í forvörnum Geir Bjarnason Jóhanna S. B. Traustadóttir www.frikirkja.is Fríkirkjan Aðalfundur Aðalfundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn í safnaðarheimilinu miðvikudaginn 23. maí, 2012, og hefst hann kl. 21. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Safnaðarstjórn. Viðurkenning Foreldraráðs Hafnarfjarðar var veitt 8. maí sl. í Hafnarborg en veitingin er orðin fastur liður í vorverkum skólalífsins. Alls bárust sex til­ nefn ingar og hlutu tvö við ur­ kenningu Foreldraráðs að þessu sinni. Þau sem tilnefnd voru: Jenný Berglind Rúnarsdóttir ensku­ kennari í Áslandsskóla fyrir framúrskarandi foreldra sam­ starf, hugmyndaauðgi og vilja til að koma til móts við einstakl­ inginn á hans forsendum með jákvæðni, léttleika og sann­ gjörnum aga. Margrét Brands­ dóttir leikskólakennari á Víði­ völlum og þjálfari hjá FH fyrir að ná því besta fram í börnum, vinna frá hjartanum og með dásam legum samskiptum. Mar­ grét Valgerður Pálsdóttir fyrir vinnu með einhverf börn og stofn un námsvers fyrir einhverf börn í Setbergsskóla. Margir skól ar á landinu hafa kynnt sér upp byggingu og starfsemi náms versins sem fyrirmynd sinna námsvera. Hún hefur unn ið afar óeigingjarnt starf í þágu einhverfra barna. Ólöf Björg Guðmundsdóttir tón list­ ar kennari og kórstjóri í Lækjar­ skóla fyrir frábært tónlistarstarf í skólanum, blokkflautukennslu og svo stjórnar hún þremur kór­ um skólans. Ólöf er hörku­ dugleg og hvetjandi með nemend um. Steinar Ó. Stephen­ sen kennari í Hvaleyrarskóla fyrir skákkennslu í skólanum. Steinar hefur unnið frábært starf og haft mikið frumkvæði sem og áhuga og virðingu fyrir nemendum. Vilborg Sverris­ dóttir fyrir danskennslu í Hval­ eyrar skóla. Í gegnum dansinn fá nemendur tækifæri til að þjálfa annað tjáningarform, læra samskipti og tjáningu auk aga sem innbyggður er í dansi. Í ár hlutu viðurkenninguna Stein ar Ó. Stephensen og Mar­ grét Brandsdóttir. Auk viður­ kenn ingarskjals fengu þau lista­ verk eftir hafnfirsku lista menn­ ina Fanný Hauksdóttur og Svövu K. Egilsson ásamt bóka­ gjöf frá Hafnarborg. Viðurkenning Foreldraráðs Hafnarfjarðar Vilborg Sverrisdóttir, Steinar Ó. Stephensen, Jenný Berglind Rún­ ars dóttir, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, talsmaður Foreldra­ ráðs Margrét Brandsdóttir og Margrét Valgerður Pálsdóttir. Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur fengið eina milljón króna í styrk frá Sprotasjóði til að þróa ný stár­ lega námsbraut til stúdentsprófs. Í umsókninni stendur meðal annars: „Markmið verkefnisins er að þróa námsbraut til stúdentsprófs frá Iðnskólanum í Hafnafirði sem tryggir að andi og markmið nýrrar námskrár (2011) og nýrra laga um framhaldskóla (2008) komist til skila. Þetta væri leið fyrir iðn­ og list námsnema til að klára stú dents próf meðfram verknámi sínu um leið og markmið og við mið nýrrar námskrár yrðu í hávegum höfð. Áætlunin gerir ráð fyrir að allir áfangar verði skilgreindir upp á nýtt og tillit tekið til grunnþátta nýrrar nám skrár, hæfniþrepa og þess að samþætta nám eins og mögulegt er, einnig bóknám og verknám. Þannig viljum við tryggja að bóklegt og verklegt nám styðji hvort annað í því markmiði að virkja námshvöt nemenda, rækta námsgleði og vinnuanda. Við vonumst til að afraksturinn verði heilsteyptir nemendur sem hafa skilning á eiginleikum og hæfi leikum Fær milljón til að þróa námsbraut til stúdentsprófs sínum og eru vel undir búnir undir þátttöku í þjóðfélagi og starfi.“ Þess má geta að Sprotasjóði hafa aldrei borist fleiri umsóknir en í ár eða um 190. Sótt var um samtals ríflega 400 milljónir í styrki en til ráðstöfunar voru 44 milljónir. Sprotasjóður styrkir þróunarstarf í leik­, grunn­ og framhaldsskólum. Verkefnastjóri verkefnisins er Úlfar Harri Elíasson. Hverfafundur fyrir íbúa Hval­ eyrarholts verður haldinn í næstu viku í Hvaleyrarskóla. Á fund­ inum verður lögð áhersla á næstu framkvæmdir í hverfinu, skipu­ lag og uppbyggingu, skólamál, þjón ustu og annað sem brennur á íbúum hverf isins. Stjórn foreldrafélags Hvaleyrarskóla vill hvetja alla íbúa á Hval­ eyrarholti til að mæta á fundinn og sýna sam­ stöðu um að fá svör við hinum ýmsu spurning­ um sem brenna á íbú um. Eins og fram hefur komið í fréttum síðast­ liðna daga er ástand Hvaleyrar skóla algjör lega óviðunandi. Heil brigðis yfirvöld hafa tekið út skóla bygg inguna og sagt hana nánast ónot hæfa. Margar stofur leka, vatn er ódrykkjarhæft, leik tæki á skóla­ lóðinni hættuleg, veggir eru ónýt ir, salernis að stöðum hefur ver ið læst, vaskar ótengdir og margt fleira. Um er að ræða vinnu aðstöðu barnanna okkar og Hafnar fjarðarbær hefur látið hjá líða að sinna lagalegri skyldu sinni að við halda skó­ lanum. Skóla stjórnend­ ur hafa reynt að fá þetta lagað án árangurs! Þrátt fyrir þetta hefur verið sam þykkt að byggja íþrótta hús við annan skóla bæjarins á meðan Hval eyrarskóli er nán­ ast í niðurníðslu. Við viljum rétta for­ gangs röðun og krefj umst þess að börnin okkar fái við unandi vinnu að stöðu í skól an um áður en ráð ist er í fjárfrekar bygginga fram­ kvæmd ir við aðra skóla. Annað dæmi er stofnun 5 ára deildar í Hvaleyrarskóla en sú tillaga starfshóps um skólaskipan í Hafnarfirði var samþykkt á fundi fræðsluráðs þann16. apríl sl. að því er virðist án þess að málin hafi verið skoðuð grand­ varlega áður. Mörgum spurn­ ingum er ósvarað en þrátt fyrir það er frestur foreldra til að sækja um fyrir barnið sitt, út ­ runn inn. Þá má nefna opnunina frá Reykjanesbraut inn á Hval eyrar­ holtið? Eru ennþá uppi áform um það? Þessum ásamt fleiri spurn­ ingum viljum við íbúar fá svör við og vill stjórn foreldrafélags Hvaleyrarskóla hvetja alla íbúa á Hvaleyrarholti til að mæta, sýna samstöðu í verki og krefjast aðgerða frá bæjaryfirvöldum. Höfundur skrifar fyrir hönd stjórnar foreldrafélags Hvaleyrarskóla. Íbúar á Hvaleyrarholti! Athugið! Íris Erlingsdóttir Taka tvö stæði Bæjaryfirvöld og lögregla virðast áhugalaus þótt bílastæði bak við bæjarskrifstofurnar séu að verða að geymslu fyrir húsbíla sem sumir taka tvö stæði. Virðist þetta bera vott um yfir gang eigenda bílanna og úr ræða leysi yfirvalda en bíla stæðin eru mikið notuð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.