Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2012 Um þessar mundir vinnur menn ingar- og ferðamálanefnd Hafn ar fjarðarbæjar að stefnu- mótun í ferðamálum sem byggir á því markmiði að efla bæinn og nágrenni hans sem kjörinn og eftirsóknarverðan áfangastað fyrir ferðamenn árið um kring. Hafnar fjörð- ur hefur marg víslega sérstöðu sem ferða- manna staður og er vel í sveit settur í ná lægð við Reykjavík og alþjóð- legan flug völl. Það er sameigin legt markmið og verk efni bæjar yfir- valda og ferðaþjón ust- unnar í Hafnarfirði að kynna Hafnarfjörð sem áfanga- stað í alfaraleið. Ferða þjónustan í Hafnarfirði byggir á traustum grunni þeirra öflugu ferða þjón- ustu fyrirtækja sem í bænum eru og sem skapa fjölmörg störf og veita þjónustu. Miklir möguleikar Hafnarfjarðarbær hefur mikla möguleika á sviði ferðaþjónustu. Nokkur stór og öflug ferðaþjón- ustu fyrirtæki eru í bænum en einnig minni en afar mikilvæg ferða þjónustufyrirtæki. Þá er í bænum fallegt tjaldstæði á Víði- staðatúni, golfvellir, sundlaugar, skemmtilegar sérverslanir og öflug söfn. Hafnarfjarðarhöfn er einnig mikilvæg í ferðaþjónustu, bæði sækja þangað gestir sem vilja njóta þess að skoða fallegu smábátahöfnina og sjóinn en einnig vinnur Hafnarfjarðarhöfn markvisst að því að fjölga kom- um skemmtiferðaskipa til Hafn- ar fjarðar. Styrkleikar eru margir þegar horft er til þátta eins og fallegrar náttúru, af þrey ingar möguleika, menn ingartengdrar ferða þjón- ustu og ná lægð ar við sjó. Stutt er í náttúrulegt umhverfi og náttúru perlur og hér eru öflug ar menningar- stofnanir og frír að - gang ur að söfnum. Byggða safn Hafnar- fjarð ar er í gömlum fallegum hús um með mikla sögu, þar eru fróð legar sýningar sem birta sögu þjóðar og Hafnarfjarðar. Hafnar- borg, menningar- og lista miðstöð Hafnarfjarðar, er meðal fremstu listasafna landsins og þar er fjölbreytt starfsemi, s.s. list sýn- ingar, tónleikar, leiðsagnir, námskeið og fyrirlestrar. Mikil verðmæti felast í sögu Hafnar- fjarðar tengdri sjósókn, lífi fólks í hrauni, þjóðtrú (trú á álfa og vættir) og víkingum. Aðgengi að ferðamanna svæð- um þarf að bæta og huga að því að viðkvæm svæði raskist ekki. Mikil tækifæri felast í nýjum Suðurstrandavegi og brýnt e að kort leggja bestu leiðir í upp- bygg ingu ferðamannastaða í Krýsuvík. Fjöldi ferðamanna í Hafnarfirði Sumarið 2011 var gerð könnun á fjölda ferðamanna sem til Hafnarfjarðar komu það sumar. Helstu niðurstöður voru: Um 16% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands sumarið 2011 (júní til ágúst) höfðu ein- hverja viðdvöl í Hafnarfirði. Þar af gistu tæplega 5%, í að jafnaði 3,1 nótt, en rúmlega 11% komu í dagsferð. Hlutfall komugesta var 17% sumarið 2008 og 19% sumarið 2005. Má því áætla að 46 þúsund erlendir ferðamenn hafi haft viðkomu í Hafnarfirði sumarið 2011, um 15% fleiri en sumarið 2008, og þar af hafi 13-14 þúsund gist í nálægt 40 þúsund nætur. Stefnan og framtíðarsýnin Framtíðarsýn Hafnarfjarðar í ferðamálum er að bærinn sé þekktur fyrir notalegt andrúms- loft, blómlega afþreyingu tengda sjó, álfum og víkingum, góða hafnaraðstöðu, frábæra úti vistar- möguleika, hraunið og gömlu bæjarmyndina og sem bær fjöl- breyttrar menningar og lista. Auka þarf samstarf ferða- þjónustu aðila í bænum og í því sam bandi er lögð áhersla á að vinna með nýstofnuðum Ferða- mála samtökum Hafnarfjarðar og ferðaþjónustufyrirtækjum í allri markaðssetningu og upp bygg- ingu ferðamannastaða. Einnig er lögð áhersla á samstarf sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Kæri lesandi, ef þú vilt koma á framfæri ábendingum eða tillög- um að stefnumótun ferðamála í Hafnarfirði þá vinsamlega sendu á netfangið marin@hafnar fjord- ur.is Höfundur er menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnar- fjarðarbæjar. Stefna Hafnarfjarðarbæjar í ferðamálum Marín Hrafnsdóttir Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar kl. 10 -14 Gönguhópurinn Röltarar og menning Föstudagar kl. 10 -14 Þjóðmálahópur og Matarlist kl. 10 -14 List og handverk Deiglan er opin fyrir atvinnuleitendur Mánudaginn 19. des. Leðurtöskugerð, tálgun og myndlist Miðvikudaginn 21. des. Raul söngæfingar í umsjón Kjartans Ólafssonar Deiglan fer í jólafrí 23. des. en byrjar aftur 4. janúar 2012 Atvinnuleitendur Deiglan er virknisetrið ykkar Fjölbreytt dagskrá þrisvar í viku Kór Flensborgarskólans og Flensborgarkórinn halda árlega vortónleika sína í Hamarssal á sunnudag og mánudag og hefj- ast þeir báða daga kl. 20. Nú er 101 nemandi í skólakórnum og 32 söngvarar eru í Flensborgar- kórnum, kór eldri Flensborgara. Á efnisskrá skólakórsins er nær eingöngu íslensk tónlist enda stendur fyrir dyrum tón- leikaferð til Þýskalands þar sem kórinn heldur þrenna tónleika í sumar, þar af eina með blönd- uðum kór frá Venesúela sem Hrafnhildur Blomsterberg kór- stjóri hefur kynnst á ferðum sín- um um Evrópu. Kórinn kemur einnig fram á öðrum vettvangi og mun gista á ungmenna- farfuglaheimili þar sem allt er til alls og góð æfingaaðstaða. Kór- félagar fara meðal annars í skoð- unarferðir og skemmtigarð og síðast en ekki síst æfir kórinn í fjóra daga undir handleiðslu þekkts þýsks kórstjóra, Jans Schumachers, sem einnig er í stjórn Europa-Cantat samtakanna en það er stærsta og virtasta kórasamband í Evrópu. Báðir kórarnir hafa tekið þátt í kóra- mótum á vegum þessara samtaka og vakið verðskuldaða athygli. Meðal efnis á tónleikum skóla- kórsins eru kórverk og útsetn- ingar eftir íslenska höfunda, t.d. á íslenskum þjóðlögum. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt kórverk, Vonir, eftir félaga í báðum kórum, Hafstein Þráins- son, nemanda í Flensborg sem samhliða því námi stundar fullt nám við Tónlistarskóla FÍH. Hann samdi bæði lag og texta. Efnis skrá Flensborgarkórsins er með öðru sniði þar sem erlend kórverk eru fyrirferðarmeiri en þau íslensku og á ýmsum tungumálum. Flutt verða verk frá endurreisnartímanum til dags ins í dag eins og framan- greindur frumflutningur ber með sér auk verka sem sérstaklega hafa verið samin fyrir kóra Flens borgar. Flensborgarkórinn er síðan á leið til Akureyrar í tónleikaferð og heldur þar tónleika 16. júní í Hofi. Miðar á tónleikana í Flensborg fást hjá kórfélögum og í Sú fist- anum. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.000 fyrir nemendur í Flensborg og 12 ára og yngri. Tvennir tónleikar Vorboðinn ljúfi í Flensborg Hluti Flensborgarkórsins í Novi Sad í Serbíu sl. haust. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti á fundi sínum í síð- ustu viku að verð íbúða húsa- lóða verði sem hér segir: • Einbýlishúsalóð 10.531.620 kr. 220 m² hús • Raðhúsalóð 8.616.780 kr. 180 m² hús • Parhúsalóð 9.574.200 kr. 200 m² hús • Fjölbýli 4-8 íbúðir 3.789.788 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 950 m² • Fjölbýli 9 íbúðir og fleiri 3.191.400 kr. hver íbúð, heildarstærð húss 1.200 m² Miklar umræður urðu í bæjar- stjórn og breytingartillaga D-lista felld um að lóðaverð verði fært niður á kostnaðarverð í sam ræmi við útlagðan kostnað við gatnagerð að viðbættu 10% álagi vegna ófyrirséðs kostn- aðar. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn fyrst nefndrar tillögu. Lóðaverð samþykkt Fjarðarpósturinn, bæjarblað Hafnfirðinga — besti auglýsingakosturinn í Hafnarfirði! www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.