Fjarðarpósturinn - 16.05.2012, Blaðsíða 13
www.fjardarposturinn.is 13 Miðvikudagur 16. maí 2012
VORTÓNLEIKAR 2012
KÓR FLENSBORGARSKÓLANS
og FLENSBORGARKÓRINN
Í HAMARSSAL FLENSBORGARSKÓLANS
sunnudaginn 20. maí kl. 20.00 og
mánudaginn 21. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir er 2.000 kr. en 1.000 kr. fyrir
nemendur Flensborgarskólans og 12 ára og yngri.
Boðið verður upp á frítt ka og konfekt í hléi.
Stjórnandi er Hrafnhildur Blomsterberg.
Forsala miða í Sústanum í Hafnarrði og hjá kórfélögum.
20. & 21. maí kl. 20
Fimmtudaginn 17. desember 2009
kl. 18:00 og kl. 20:00 í
Hamarssal Flensborgarskólans
Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög
Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is
Fyrsti sveitarfundurinn í nýju húsi
Ný björgunarmiðstöð að rísa við Hvaleyrarlón
Orðnir fullgildir björgunarsveitarfélagar: Einar Rögnvaldsson,
Telma Rut Einarsdóttir og Valur Sverrisson.
Síðastliðið mánudagskvöld
hélt Björgunarsveit Hafnarfjarðar
sinn fyrsta sveitarfund í nýrri
björgunarmiðstöð sem rís nú við
Hvaleyrarbraut 32. Á fundinum
var staðan á bygg ingar fram
kvæmd um kynnt fyrir félögum
sveitarinnar en áætlað er að öll
sveitin verði flutt í nýja húsið
þegar líður á haustið.
Áhersla á endurmenntun
Á sama tíma á að leggja mikla
áherslu á endurmenntun og auka
þjálfun fullgildra félaga í sveit
inni og gera sveitina þannig að
mun öflugri sveit.
Sporhundur
Nýverið keypti sveitin nýjan
sporhund sem er nú í strangri
þjálfun og stefnan að hann verði
fullþjálfaður innan árs.
Unglinga- og nýliðastarf
Undanfarið hefur mikil vinna
verið lögð í að endurskoða ungl
inga og nýliðastarfið og var
afrakstur þeirrar vinnu kynntur á
fundinum. Lágmarksaldur ný
liða verður t.a.m. lækkaður í 17
ár og verður nýliðaþjálfun betur
tengd inní almennt starf sveit
arinnar. Unglingastarfið verður
tekið enn fastari tökum með það
að markmiði að þjálfa upp öfluga
einstaklinga sem í framtíðinni
munu verða burðarstólpar í
sveit inni.
Þrír nýir fullgildir félagar
Í upphafi fundarins skrifuðu
þrír félagar undir eiðstaf sveitar
innar en það geta þeir gert sem
lokið hafa nýliðaþjálfun sveitar
innar. Þeir komast nú á útkalls
lista og verða góður liðsauki við
sveitina.
Lj
ós
m
.:
R
ag
nh
ei
ðu
r G
uð
jó
ns
dó
tti
r
Nú draga bæjarbúar fram
reiðhjólin sín með hækkandi sól.
Því miður hefur borið á því að
börn séu án hjálma auk full
orðinna. Í umferða lög
um kemur fram að
börn yngri en 15 ára
skuli vera með hjálma
og okkur ber að virða
þær reglur hvort sem
þær fjalla um hjálma
eða aksturshraða.
Það er ástæða fyrir
því að börnum er skylt
að nota reiðhjóla
hjálma. Jú, slysin gera
ekki boð á undan sér. Þess vegna
ættum við að reyna að gera það
að sjálfsögðum hlut að börnin
okkar hjóli með hjálm. Þetta ætti
einnig að gilda gagnvart hlaupa
hjólum, hjólabrettum og sam
bæri legum leikföngum.
Við fullorðna fólkið erum
fyrir myndir barnanna og þrátt
fyrir að lögin skyldi okkur ekki
til að vera með hjálm ættum við
engu að síður að temja okkur
þessa reglu. Því slysin gera ekki
boð á undan sér hvort sem maður
er fullorðin eða barn.
Þeir sem keppa á
hjólum, hjólabrettum,
skíðum og hestum eru
með hjálma, þeir sem
ferðast daglega í vinn
una eru með hjálma og
í dag eru hjálm arnir til í
allskonar útgáfum í
næstu reið hjóla verslun.
Kiwanishreyfingin
hefur í áraraðir gefið
öllum 6 ára börnum hjálma í
Hafnarfirði. Kiwanismenn mega
svo sannarlega eiga hrós skilið
fyrir framtak sitt.
Kæru Hafnfirðingar, hjálmana
á.
Höfundur er forvarnafulltrúi
og reiðhjólamaður.
Hjálmana á
Geir
Bjarnason