Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Qupperneq 14

Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Qupperneq 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2012 Þá er verzlunarmannahelgin liðin og allt fór fram með friði og spekt, unglingarnir voru góðu börnin og þeir eldri fóru sér hægar en oft endranær. Rak arinn minn sagði mér að hann hefði mannað sig upp og farið með konuna og krakkana til Þingvalla á sunnudaginn, og vegna þess, að hann á engan bil, fór hann með rútu. Flestir rak arar sem ég þekki eiga annars bíl og ég held að rakarinn minn sé undan tekn­ ing. En sem sagt, hann fór með fjölskylduna í rút unni austur og bar ekki til tíð inda. Börnin léku sér þarna all an daginn og að áliðn um degi þegar rakarinn minn fór að hugsa til heimferðar, sagð ist hann hafa fengið í mag­ ann við til hugsunina um glanna­ legan akstur (svona fara þessar sí felldu aðvaranir um gætilegan akst ur með taugar manna) og hann sagðist hafa séð í huganum hvar unglingarnir glönnuðu fram úr rútunni á áttatíu og allt í ryki og stórhættu. Þetta var nú ekki aldeilis svona, sagði rakarinn. Það fór eng inn fram úr rútunni og yfir­ leitt var ekkert um framúrakstur á leiðinni, enda þótt bílaraðirnar fyrir aftan og framan væru svo langar sem augað eygði. Svona, sagði rakarinn, eru Íslendingar orðnir kúltíveraðir á verzlunar­ mannahelginni og guð má vita hvaða helgi verður næst fyrir barð inu á ólátaseggjunum. Von­ andi að þeir sletti eitthvað úr klauf unum á réttarböllunum og kaupakonuböllunum, því maður vill hafa jólin í friði, sagði hann um leið og hann tók við tuttugu og níukallinum. Annars var Gestur Þorgríms­ son aðalskemmtikrafturinn fyrir þá sem heima sitja og alveg geysi lega spennandi að hlusta á hvernig löggan tekur ökufant­ ana, sagði rakarinn um leið og hann burstaði jakkann minn að aftan. Ég hitti bara aldrei svona hóg væra lögregluþjóna, þegar mér varð á að aka of hratt. Sér­ staklega ekki þegar þessir í Hafn arfirði fóru að skipta sér af ökuhraðanum. Skemmtilegur maður í Hafnarfirði Og fyrst maður er farinn að tala um þá í Hafnarfirði þá verð ég að segja það, að það eru fáir menn skemmtilegri en þeir þar suður frá, sagði rakarinn. Þeir eru sko alveg bráðskemmtilegir og ég veit ekki hvort nokk urntíma hefir verið skemmtilegri og geð­ betri maður í stöðu lög regluþjóns á þessu landi en Gísli pól. En skemmtilegasti maður í Hafnarfirði og um leið sá glað­ asti og geðbezti fyrr og síðar er án efa Jónas í Dverg. Og ekkert skil ég í því, hélt rakarinn áfram, að sumir í Firðinum skuli ekki vilja verzla við Jónas. Ekki eru þeir naglar sem hann selur styttri en aðrir eða timbur kvist óttara en hjá öðrum og alltaf fær maður þetta sólskinsbros í kaupbæti hjá Jónasi í Dverg. Rakarinn varð að gera nokkurt hlé á frásögn sinni af Jónasi í Dverg, vegna þess að krakkar, sem biðu eftir klippingu, voru farnir í eltingaleik, en þegar krakkarnir voru setztir og kyrrð komin á hélt rakarinn áfram: Og það er ekki nóg að Jónas í Dverg sé svona broshýr og geð­ góður. Hann er líka séní á við­ skiptasviðinu, svoleiðis séní að þeir í Firðinum eiga líklega ekki annað eins. Allir borga Jónasi með glöðu geði og þeir sem ekki borga honum sjálfum með bros á vör borga lögfræðingnum hans, því það er talsvert af lögfræð ing­ um í Hafnarfirði og þeir verða að hafa eitthvað að gera eins og aðrir, sagði rak arinn, og Jónas sér um að sumir þeirra hafi fyrir salti út í graut inn. Ég sagði rakar­ anum að það væri öfugsnúið, þetta með Jónas, ef hann þyrfti á lög fræðingum að halda við inn­ heimt urnar, en rakarinn sagði að það sýndi bara ennþá betur en margt annað hvers konar ljúf­ menni Jónas væri, að senda lög­ fræðing í stað þess að koma sjálf ur. Og ef þú vilt endilega sjá alla hluti með eigin augum, sagði rakarinn og var farið að síga í hann, getur þú sussum far ið suður í Fjörð og athugað sjálfur hvort Jónas í Dverg er ekki í góðu skapi. Þú beygir til vinstri hjá Einarsbúð, kallaði hann á eftir mér. Úr Mánudagsblaðinu 13.8.1962 úr grein Obser vers, „Af ýmsum vettvangi“. Gleðjast má við góðan sið gjarna, nú hækkar sólin. Yfir oss vakir englalið. Enn koma jólin enn koma blessuð jólin. Frelsari okkur færður var friðarpostulinn góði. Borið í jötu barnið var Bauð okkur jólin bauð okkur blessuð jólin Guð oss sendi góðan son guðlegu meður sinni. Heimi fæddist þá frelsisvon Færði okkur jólin færði’okkur blessuð jólin Því við ræktum trú og tal temjum oss gleðistundir. Bljúg við iðkum bænaval. Brátt koma jólin brátt koma blessuð jólin. Fær oss Drottinn dýrð og ást dagana löngu núna. Lát ekki þína mildi mást. Mörg eru jólin mörg eru blessuð jólin. Haraldur Níels Kristmarsson Jólasálmur Lag: Hátíð fer að höndum ein Úr gömlum blöðum Bakarinn og umferðin Gestur Þorgrímsson Jónas Sveinsson Gísli Sigurðsson                                                  ­ Við óskum viðskiptavinum okkar sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin. Fjarðargötu 17 • 220 Hafnarfirði • Sími 520 2600 • Fax 520 2601 Fru m w w w .fru m .is Ultimate frisbee mót Dagana 29.­30. desember verð ur fyrsta alþjóðlega keppnin í Ultimate frisbee haldin hér á landi. Keppt verður í íþrótthúsinu að Ásvöllum og stendur keppni yfir frá kl. 11.30 til 17.30 fyrri daginn en til 16.30 seinni daginn. Alls verða um 77 keppendur frá 20 þjóðum en enginn keppir með eigin liði. Skipt er í lið á fyrsta degi og enginn íslensku kepp­ endanna 8 verða í sama liði. Frítt er inn. Næsta blað kemur út föstudaginn 4. janúar 2013

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.