Fjarðarpósturinn - 20.12.2012, Side 27
www.fjardarposturinn.is 27 Fimmtudagur 20. desember 2012
brunaboða en þeir voru staðsettir
hér og þar í bænum. Slökkvi
starfið gekk mjög vel og ótrúlega
litlar skemmdir.
Ég hef oft hugsað síðar hefði
þessi bruni komið upp að nætur
lagi, hvort tími hefði verið að
grípa til kaðalsins eða kunnátta
nægjanleg að nota hann. Þetta
var jú skraufþurr timburhjallur
sem hefði fuðrað upp á skömm
um tíma, við vorum 8 manns í
okkar íbúð og hvað um alla
hinum megin í húsinu.
Umhverfi
Sunnan við Strandgötu 50 var
lágreist hús ein hæð með háu risi,
þar bjó um tíma Helgi Guð
mundsson og Pálína kona hans
ásamt mörgum börnum.
Meðal okkar barnanna voru
skiptar skoðanir um númer
húsanna þau töldu að þeirra hús
væri númer 50 en ekki okkar, við
bættum úr því og sögðum að
þeirra hús væri 50 B, kannski var
ekkert númer á húsunum. Þessi
hús stóðu á enda á Strandgötu
ásamt fiskverkunarhúsunum og
eiginlega afsíðis ef svo mætti
segja. Í svona litlu bæjarfélagi
þar sem allir þekkjast eru það
bara nöfn fólksins sem skipta
máli. Rétt fyrir sunnan þessi hús
lá hamar í sjó fram og lokaði
fyrir alla umferð til suðurs, en
seinna var hann sprengdur og
vegur lagður. Götulýsing á þess
um stað var aðeins útiljós á horni
okkar húss.
Öll umferð gegnum fjörðinn
var um Illubrekku sem við
kölluðum. Brekkan byrjaði fyrir
neðan Prentsmiðju Hafnarfjarðar
og var raunar mikill farartálmi á
vetrum. Ég man sérstaklega eftir
stórum vörubíl sem flutti
farangur til Suðurnesja hann var
rauður á lit og við kölluðum
hann Rauðaskjóna hann lenti oft
í vandræðum í snjóum á vetrum
í þessari bröttu brekku. Þegar
Rauðiskjóni fór þversum í
brekkunni var fiskisagan fljót að
fljúga og við krakkarnir mættum
og fylgdumst vandlega með
fram gangi mála. Þegar Helgi
flutti frá Strandgötu 50 B komu
nýir íbúar og þar á meðal var
Guðsveinn Þorbjörnsson for
maður Hauka og þar sem gluggar
á þessu húsi voru mjög lágir sást
vel inn og maður gerði sér oft
erindi framhjá til að líta augum
og dáðst að öllum þessum bik
urum sem Haukar höfðu unnið
og voru í vörslu Guðsveins.
Hann hafði þessi herlegheit sem
stofuskraut sem vakti mikla
aðdáun meðal okkar krakkanna.
Fjaran
Fjaran hafði mikið aðdráttarafl,
hún náði langt út en í aðfalli kom
sjórinn alveg upp að bólverkinu
sem var rétt fyrir framan húsin. Í
vondri vestanátt gekk sjór yfir
húsið og sæta varð lagi milli brota
ef maður þurfti að fara niður í bæ.
Leikur okkar var oft í fjörunni, við
gerðum járnbáta úr olíubrúsum
teymdum þá meðfram ströndinni
og veiddum kola, fylltum bátana
og söltuðum hann, líktum eftir
raun veru leik anum sem var allt um
kring, aflan um var svo auðvitað að
lok um hent því klóakið frá um
hverfinu fór beint í sjóinn framan
við húsin. Við þessar aðstæður var
mikill rottugangur þær höfðu
ómælt æti í fjörunni, gengu undir
húsgrunninn og uppá milli veggja
og komu fram á háa loft inu, rottu
gildrur af stærstu gerð voru notað
ar enda voru þær stórar og sögur
fóru af því hvern ig þær gátu
hlaupið um þrátt fyrir að vera
klemmdar um miðjan búkinn í
gildrunum.
Á kvöldin þegar veður leyfði
hópuðumst við krakkarnir utan
dyra og lékum okkur frameftir
kvöldi. Það var mikill samhugur
enginn skilinn útundan. Ein aðal
myndasagan í Vísi var Tarzan sem
við strákarnir fylgdumst með, einn
leikfélagi minni var mikill lestrar
hestur, las Tarsan bækur og safnaði
þeim og var ákveðinn að þegar
hann yrði stór þá ætlaði hann að
fara til Afríku og hitta Tarzan.
Leiðir okkar lágu aldrei saman
síðar á lífs leiðinni en ég vissi alltaf
af hon um og veit að hann náði
langt varð fremstur meðal sinna
jafningja í starfi.
Það þurfti ekki að kalla á okkur
krakkana að koma inn, þau kvöld
in sem útvarpssagan var á dagskrá,
allir hlupu inn í hendingskasti því
sagan var svo spennandi, líklega
var það Bör Börson.
Það má ekki gleyma herset unni.
Bak við húsið var herskóla kampur
sem við urðum svosem lítið vör
við því inngangur í hann var langt
burtu. Ýmsar hernáms sögur gengu
sem ég man nú ekki lengur. Á
húshorninu okkar var eina útiljósið
á þessum enda Strandgötunnar.
Einhvern tím ann fór einhver af
okkur krökk unum í leikaraskap að
hamast í slökkvaranum sem var í
gang in um og blikka þessu ljósi í
sífellu, þegar fullorðna fólkið varð
vart við þetta varð uppi fótur og fit
og þetta snarlega bannað og okkur
gert ljóst um alvarleika málsins,
það mætti þakka fyrir að herinn
ryddist ekki hér inn, þetta gæti
verið túlkað sem morsljós út á haf
en ljósið var í beinni línu út á fló
ann. Samskipti okkar krakk anna
við hernámsliðið var í því fólgið
að víð söfnuðust saman við girð
ingu kampsins og ekki að sökum
að spyrja hermennirnir köst uðu til
okkur sælgæti sem þeir virtust
hafa í óþrjótandi mæli.
Kofarnir
Faðir minn er fæddur og
uppalinn í sveit til unglings áranna,
eflaust hefur það verið sárt að
verða að hverfa burt þaðan til
þéttbýlisins við það að missa
móður sína og að heimilið væri
leyst upp. Það var fjarlægur
draum ur hans að gerast bóndi.
Þegar hann flutti á Strandgötu 50
með fjölskyldu sína sá hann mögu
leika á að hefja lítinn bú skap þar
sem rými til að byggja lítið fjárhús
var bakatil og fá sér nokkrar kindur
sem hann gæti haft í námunda við
heimili sitt. Þessi staður var svo
lítið afsíðis og að byggja lítinn
skúr bakatil var alveg upplagt. Það
var nóg af allskonar afgangs timbri
í nágrenninu og enginn amaðist
við svona framtaksemi. Fjáreig
endur í Hafnafirði höfðu með sér
félagskap sem styrkti þessa
ákvörðun hans. Árlega var haldið
fjáreigendaball sem var vel sótt og
mikið sungið.
Það voru fleiri kofar reistir þarna
á þessum tíma. Við strák arnir
byggðum kofa fyrir kanínur og
dúfur sem við fengum frá vinum
úti í bæ. Þetta var mjög vinsælt
sport meðal drengja og jafnvel
fullorð inna líka. Við urðum fyrir
áföllum í þessu dýrahaldi því
rottur komust inn í kofann og þó
ótrúlegt sé þá káluðu þær kanínum
en dúfurnar sluppu að mig minnir.
Þriðji kofinn var byggður bakvið
hús, hann var vandaðri en hinir
kofarnir og til hans var talsverðu
kostað, hann var með lás á hurð
inni, auk þess var hann með
glugga og hann var ekki ætlaður til
dýrahalds. Það var einn af eldri
drengjunum sem stóð fyrir þessari
byggingu og hann gaf ekkert upp
hver tilgangurinn með þessum
kofa væri. Við fylgdumst með
framgangi smíð anna stig af stigi,
þegar kofinn var klár var koja
smíðuð og bekk og borði bætt við.
Nú komu vinir hans til sögunnar,
þeir læstu að sér og við pollarnir
urðum bara stór augu og eyru. Það
spurðist út meðal okkar að þeir
hefðu tekið með sér inn í kofann
heilan kókakólakassa og svo
hefði einn verið með Lökkístræk
sígarettupakka líka.
Á þessum árum höfðu ungling ar
ekkert prívat herbergi. Eftir á að
hyggja þá voru þeir raunar á undan
sinni samtíð, sköffuðu sér eigið
herbergi. Þeir sáu fram tíðina fyrir.
Sendlar
Á Strandgötu 50 urðu fjórir
drengir sendlar í Einarsbúð (Eign
Ein ars Þorgilssonar) þeir tóku við
hver af öðrum eftir aldri, ég var
yngstur og síðastur í röðinni.
Hvernig þetta kom til veit ég ekki
en á þessum tíma voru allar
verslanir bæjarins með sendla og
þótti þetta nokkur status meðal
drengja. Að vera sendill í Einars
búð var alveg sérstaklega gott.
Verslunum var lokað kl. 6 og nær
undantekningarlaust vorum við
búnir 1520 mín. yfir sex. Sendl
arnir í öðrum verslunum þurftu
oft að vinna frameftir. Í kaup
félaginu var kjötsala og þurftu
sendlarnir þar að sækja kjötið í
íshús Ingólf Flygerings sem var í
suðurbænum og urðu þá að fara
Illubrekku fram og til baka,
kannski með 23 skrokka framan
á hjólinu. Þegar stór hátíðir voru í
aðsigi varð að sjálfsögðu mikið að
gera hjá sendlum þá var einmitt
minna að gera í fisk verkun sem
eigendur Einars búðar áttu og
bílstjórar á þeim vettfangi hjálp
uðu við útkeyrslu, þannig að
maður var alltaf laus á skikkan
legum tíma, auk þess borgaði
Einarsbúð sendlum sínum betur
en aðrar verslanir. Þegar Hekla
gaus 1947 var ákveðið að starfs
liðið færi austur að sjá herlegheitin.
Fyrirtækið lánaði bíl með boddí á
palli. Á þessum árum var malar
vegur með öllum sínum holum og
mikill hristingur og bekkirnir á
boddíbílnum harðir, þrátt fyrir
það var þetta mikið ævintýri og
mikið sungið. Þegar komið var
austur var gengið upp að hrauninu
og sáum við glæðurnar í hraun
jaðrinum sem ruddist fram. Þessi
sjón er ógleymanleg og er mér
enn í fersku minni. Á heimleið var
komið við í Tryggva skála á Sel
fossi og snædd lambasteik, við
uppgjör var þjórfé látið fylgja
með, þetta þótti fínt þá. Minn
síðasti dagur sem sendill var
tengd ur við mánaðarmót en þar
sem ekki var búið að ráða nýjan
sendil var ég beðinn að vera
nokkra daga í viðbót sem var
sjálfsagt og reiknaði ég bara með
greiðslu sem hlut af mánaðarkaupi
sem ég hafði fengið en Ólafur G.
Einarsson sem sá um uppgjörið
greiddi mér óvænt fullt tímakaup
verkamanns fyrir þessa daga,
þetta var óvænt og sýndi hug
þessa heiðursmanns sem ekki
gleymist.
Frh. af bls. 25
Einarsbúð, nú Vort daglega brauð. (Dúkrista)
Elsta myndin sem er til af fjölskyldu Jóhannesar og er tekin
nokkrum árum eftir brottför frá Strandgötunni. F.v. efri röð:
Vilhjálmur (innfeld mynd) Sigursveinn, María P, Jón Kr. f.v. neðri
röð: Bjarni, Jóhannes, Ásbjörg og Ingibjörg. Myndir frá Strand
götu 50 á þessu tímabili eru mjög takmarkaðar t.d. eru engar
myndir til af fjölskyldu Bjarna Guðmundssonar frá Nýjabæ.
Þórir Bjarnason ásamt frænku
sinni Erlu Eiríksdóttur.
Bakgrunnur leifar hersetunnar.
Þórður Bjarnason með börn
sín Hrafnhildi og Jóhannesi.
Bakgrunnur er Strandgata 50.
Eftir að herinn fór burt úr braggahverfinu sem var bakatil á
Strandgötu 50 varð svæðið eftirsótt leikpláss unglinga úr nágrenninu.
Myndin er af Magnúsi Sigurðssyni sem átti heima á Brekkugötu og
Einari Mathiesen frá Suðurgötu standa á þaki húss sem voru leifar
hersetunnar. Faðir Einars Árni Mathiesen verslunarstjóri í Einarsbúð
var okkur innanhandar með lagfæringu og lét senda 23 bílhlöss af
sandi svo við gætum gert okkur lítinn sparkvöll.