Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 2

Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 2
Um orlofssvæðin Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 25. apríl sl. var fjallað nokkuð um orlofssvæði félagsins og framtíðarskipan þeirra mála. Fram kom á fundinum að á vegum félagsins er starfandi nefnd sem á að gera út- tekt á þessum málum og leggja fram valkosti til frambúðarlausnar þessum málum. Meiningin er að fjalla um nið- urstöður nefndarinnar á almennum félagsfundi nú í vetur, og taka í kjöl- far hans ákvarðanir um það hvar fé- lagið ætlar að byggja upp framtíðarað- stöðu hvað snertir orlofssvæðin. Ljóst er í hugum flestra að ekki sé raunhæft að reka orlofssvæði á fjórum stöðum eins og gert er í dag auk þess sem þrjú þessara svæða er afar nálægt hvort öðru, Ölfusborgir, Miðdalur og Brekkuskógur. Vissulega hafa öll þessi svæði marga góða kosti, en fé- lagið verður að vega það og meta hvar hagstæðast er fyrir það að byggja upp viðunandi aðstöðu og þegar það er gert verður að fórna einhverju svæði til þess að unnt verði að veita fjár- magni í uppbygginguna. Undirrituðum sýnist það viturlegast að framtíðaraðstaða félagsins verði í Miðdal, þar er landrými mest og land- kostir mestir. Vissulega má færa að því rök að hingað til hafi Miðdalurinn fyrst og fremst nýst þeim sem hafa haft þar einkaaðstöðu í eigin húsum, en það má ekki blinda fólk í því að meta þá möguleika sem eru fólgnir í eign Miðdalsins ef félagið leggur í það metnað að byggja þar upp aðstöðu fyrir félagsmenn í heild. Horfa verður til framtíðarinnar. Landrýmið í Mið- dal gefur okkur tækifæri til að byggja eins marga bústaði á vegum félagsins og við þurfum á að halda, það gefur okkur tækifæri til að byggja upp úti- vistaraðstöðu nánast án takmarkana og landkostir jarðarinnar gefa okkur kost á fiskirækt, skógrækt auk þess sem ugglaust er heitt vatn í jörðu. í Brekkuskógi eigum við einungis 10 hektara land auk þess sem við þurfum að semja við önnur félagasamtök um allt sem gæti heitið aðstaða umfram sumarhús. í Ölfusborgum gegnir nokkru öðru máli. Vissulega eigum við þar einungis eitt hús en Ölfusborg- ir eru þannig í sveit settar að þangað sækja mikið eldri félagsmenn og fé- lagsmenn sem eru með ungabörn á sínum snærum auk þess er augljóst að í Ölfusborgum verður byggð upp framtíðarfræðslumiðstöð verkalýðs- hreyfingarinnar. Það orkar því tví- mælis hvort rétt sé að selja húsið okk- ar þar enda þótt rekstur þess hafi verið ákaflega dýr á undanförnum árum. Eitt orlofshús eigum við að 111- ugastöðum, sem eins og Ölfusborgir hefur verið alldýrt í rekstri, en afar vinsælt vegna legu sinnar. Hvað sem verður ofaná í þessum málum er augljóst að við verðum að hafa hraðan á. Félagið verður að byggja upp betri aðstöðu í allra næstu framtíð. Aðsóknin í orlofshúsin eru svo mikil að ekki er verjandi að fé- lagið reyni ekki að fjölga húsum og það verður ekki gert fyrr en við höf- um ákveðið hvar við ætlum að byggja upp. — mes. Frá Miðdal. Greinilegt er að það er að þrengjast á vinnumarkaði lögfræðinga ... - Stjórn FÍP, Þórarinn V. Þórarinsson lögfræðingur, hefur hótað FBM málsókn. Forsíðan Að þessu sinni er forsíðunni ætlað að minna á málefni aldr- aðra. „Það takmark sem við ættum að stefna að í þessum efnum er að hver einstaklingur vakni með tilhlökkun til hvers nýs dags." Svo farast Hrafni Sæmundssyni orð í grein sinni í blaðinu um málefni aldraðra. Þetta eru vissulega orð í tíma töluð, mikið skortir á að mál- efnum eftirlaunaþega sé sinnt sem vera ber og á það bæði við um tómstundir og hús- næðismál. Við verðum tölu- vert vör við það að eldri félags- menn eiga í verulegu basli vegna húsnæðismála. Þeir mundu vilja búa í hentugra húsnæði þar sem kostur væri á einhverri aðstoð.Höfundur forsíðunnar er Sigurður Þórir Sigurðsson. 2 PRENTARINN 4.2.'82

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.