Prentarinn - 01.07.1982, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.07.1982, Blaðsíða 16
Málaferli FIP gegn FBM - Nýjustu fréttir Þann 28. september 1982 var mál Félgs íslenska prentiðnaðarins gegn Félagi bókagerðarmanna dómtekið fyrir Félagsdómi. FÍP lagði þar fram yfirgripsmikla grein- argerð til stuðnings málflutningi sínum. Þó svo að ágreiningur fé- laganna sé afar augljós og því tæp- lega þörf á því að hrúga inn papp- írsgögnum er Ijóst að FBM verður að svara þessari greinargerð FÍP þó hún virðist fyrst og fremst vera fram komin til að þvæla einfalt mál. Þann 13. október n.k. mun því FBM leggja fram svar við þessari grein- argerð FÍP. Félagsdómur starfar tiltölulega hratt miðað við aðra dómstóla í landinu og því má reikna með að hann kveði upp sinn úrskurð fyrir lok október mánaðar. Þegar sú nið- urstaða liggur fyrir mun stjórn FBM boða til félagsfundar og er meiningin að taka ákvörðun á þeim fundi um framhald þessara mála. í síðasta félagsbréfi er fjallað um þessi viðbrögð atvinnurekenda við augljósum samningsákvæðum og útúrsnúningur þeirra fordæmdur. Þegar félagsbréfið var samið trúðu menn því ekki að FÍP mundi standa við hótun sína að vísa málinu til Félagsdóms. Nú þegar það er Ijóst að FIP getur ekki sætt sig við gerða samninga er jafnframt Ijóst að FBM hlýtur að taka upp þau vinnubrögð í komandi samningum við FÍP að fá bókaðar túlkanir hjá sáttasemjara um þau atriði sem samið er um hverju sinni. Þessi furðulegu vinnubrögð atvinnurekenda minna okkur enn einu sinni á nauðsyn þess að samastaða okkar sé í góðu lagi. Félagsfólk er eindregið hvatt til þess að svara atvinnurekendum á viðeigandi hátt með órofa- samstöðu á hverjum vinnustað um hagsmunamálin. Víða er reynt að fara í kringum samninga, látum at- vinnurekendur ekki komast upp með neitt slíkt. Ef samstaðan á vinnustöðum er góð er réttur okkar tryggður. - mes

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.