Prentarinn - 01.07.1982, Qupperneq 10
Goðsögnin um
landflótta prentverka
10
Fyrir tœpu ári var nokkuð rætt um útflutning á prentverki eins
og hann er kallaður, þótt innflutningur kallist í hagskýrslum.
Pótti mönnum sem stefndi í óefni, nefnd var skipuð í málið og
ýmsar spœjarasögur gengu manna á meðal um danska agenta
sem ku hafa staðið utan við íslenskar prentsmiðjur og hrifsað
kúnnana til sín. Ekki eru bornar brigður á þessar frásagnir,
enda sumar hafðar eftir áreiðanlegum heimildum. Hitt er svo
annað mál að þegar opinberar skýrslur eru grannskoðaðar
verður lítið tilefni til móðursýkiskasta hvað þá að þessar sögur
geti orðið ástœða til minni kauphækkana, eins og ein röksemd
prentsmiðjueigenda hljóðar nú á síðustu tímum.
Hagstofa íslands gefur út ítarlegt rit
á hverju ári, sem nefnist Verslunar-
skýrslur. Inn á skrifstofu Félags bóka-
gerðarmanna berast þessir doðrantar,
260 síður af talnadálkum, okkur starfs-
mönnum til gagns og ánægju. Úr þess-
um bókum hefur undirritaður tekið
saman það sem fer hér á eftir.
Jólakort úr 15 í 21,4 tonn
Innflutningur á prentuðu máli var
1980 samtals 813,3 tonn, en 1981 var
hann kominn í 714,1 tonn. Hann hafði
þá minnkað um rúm 99 tonn eða um
12%. Innflutningur á prentuðu máli
segir þó ekki alla söguna. Inn í honum
er falinn innflutningur á efni sem ís-
lenskar prentsmiðjur kæmust seint í
tæri við, s. s. erlend blöð og bækur,
frímerki, peningaseðlar, vöruskrár á
erlendum tungum o. fl., o. fl. Ef litið
er á bækur og blöð á íslensku, kemur í
ljós að á milli áranna 1980 og 1981
minnkaði innflutningur á þeim úr 243,6
tonnum í 198,6 tonn eða um átján og
hálft prósent. Hins vegar var um að
ræða aukinn innflutning á póstkortum,
jólakortum o. þ. h. úr rúml. 15 tonn-
um í 21,4 tonn eða um 42%.
Innflutningur á áprentuðum um-
búðapappír jókst á sama tímabili úr
76,2 tonnum í rúml. 105 tonn eða um
38%, sá pappír kemur mestmegnis úr
Svíaveldi.
Tonnatal segir ekki alla sögu, þannig
er hvert kíló af jólakortum um það bil
tvöfalt verðmætara en kílóið af bókum
og blöðum á íslensku, peningaseðlar
eru hinsvegar tæpl. ellefu sinnum verð-
mætari hvert kíló en bækurnar og um-
búðapappír 3A af kílóverði bóka.
Sé litið á heildarverðmæti sést að
auk þess sem innflutningur á prentuðu
máli minnkaði um 12% að magni til,
þá lækkaði verð hvers kílós í dollurum
talið um 13%.
Hér hafa verið borin saman árin
1980 og 1981. Það sem af er þessu ári
höfum við aðeins tölur um innflutning
á bókum og blöðum á íslensku og er-
lendum málum. í júní sl. var innflutn-
ingur á þeim orðinn rúml. 43 tonnum
meiri en á sama tíma í fyrra, aukning
um 21,6%. Verðlækkun þessa innflutn-
ings heldur áfram, það sem af er þessu
ári er hvert kíló um 9% ódýrara en á
sama tíma í fyrra.
Líklegt má telja að þessi aukning
innflutnings það sem af er árinu, auk
hagstæðara verðs, stafi af „hárri“
gengisskráningu íslensku krónunnar,
nokkuð sem íslenskum túrhestum kem-
ur vel en iðnfyrirtækjum illa.
5 lönd skera sig nokkuð úr hvað
varðar innflutning á prentuðu máli,
það er Spánn, Belgía, Ítalía, Bretland
og Sviss. Einnig er flutt inn töluvert frá
Danmörku og Svíþjóð eins og áður er
getið.
Innflutningur á dagblaðapappír
minnkað
Ef litið er á hvernig íslenskur prent-
iðnaður stóð sig á sama tímabili, kem-
ur í ljós að hann hefur vinninginn um-
fram heildsalana og bókaútgefendur
sem leita erlendis eftir prentun. Hér
höfum við þó aðeins upplýsingar um
þau hráefni sem notuð eru til prentun-
ar, einkum pappír. Innflutningur á
dagblaðapappír var 1981 þriðjungi
meiri en árið 1980. Og innflutningur á
prent- og skrifpappír var tæpl. 14%
meiri 1981 en 1980. Innflutningur á
prentletri, prentplötum o. þ. h. (aðal-
lega frá V-Þýskalandi) jókst á sama
tíma um rúml. 37%
Það sem af er þessu ári hefur þróun-
in haldið áfram. Innflutningur á pappír
er nú rúml. 22% meiri en á sama tíma í
fyrra og innflutningur á prentplötum
o. þ. h. er nú 18% meiri en í júní í
fyrra.
Hins vegar hefur innflutningur á
dagblaðapappír minnkað ískyggilega
miðað við sama tíma. í júní í fyrra
2176,4 tonn en á sama tíma í ár aðeins
1342,9 tonn, minnkun um rúml. 38%.
Hluta þessarar minnkunar má rekja til
sameiningar síðdegisblaðanna, en sú
sameining getur þó engan veginn út-
skýrt auðsjáanlegan samdrátt á þessum
markaði til fulls.
Aukning véla
Ekki virðist heldur skortur á fé
prentfyrirtækja til fjárfestinga. Inn-
UM HVAÐ SEM ER í PRENTARANUM
í þessum þætti er ætlunin að menn geti fjallaö um allt milli himins
og jarðar, sagt hug sinn allan hvort heldur er um málefni félagsins
ellegar eitthvað annað, ekki síst stjórnmál. Félagsmenn eru ein-
dregið hvattir til þess að senda inn efni og stuðla þannig að fjöl-
breyttara og betra blaði.